Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Page 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Page 44
V ið hófum að flytja inn vín til Ís- lands árið 1966 og á næsta ári verða því liðin 50 ár frá því saga okkar og Íslands hófst,“ segir Miguel Torres, forstjóri vínr- isans Bodegas Torres, þegar hann sest niður með blaðamanni í huggulegri setustofu í Ice- landair Hotel Reykjavík Marina. „Við erum því eflaust í hópi þeirra vörumerkja sem lengst hafa verið hér í sölu. Ég má til með að kíkja hingað aftur að ári til að fagna þeim tímamótum, það er ljóst.“ Það liggur vel á hr. Torres enda er hann nýkominn úr langri gönguferð í Land- mannalaugum og gerir ekki minnstu tilraun til að leyna því að hann naut útverunnar fram í fingurgóma. „Landslagið er stórkostlegt, veðrið var ferlegt – I loved it!“ segir hann brosandi þegar hann er inntur eftir því hvern- ig honum líkaði. Þeir sem komið hafa til heimavallar Miguel Torres – sem er kata- lónska stórborgin Barcelona – vita sem er að þar er veður jafnan hægt og hlýtt. Tilbreyt- ingin sem Torres upplifði, í logni sem er iðu- lega á hraðferð, er honum bersýnilega að skapi. Gæði á gömlum grunni Nafnið Torres hefur verið viðloðandi víngerð á Spáni síðan á 17. öld en heimildir sýna að forfeður Miguel Torres sinntu þá þegar vín- rækt í Penedès, suðvestur af Barcelona, og seldu hluta framleiðslunnar, sem var öll held- ur smá í sniðum í árdaga. Bodegas Torres var svo stofnsett árið 1870 af þeim Jaime og Miguel Torres í bænum Vilafranca í Penedès. Vínræktarsvæðið taldi ekki nema um hálfan hektara í upphafi rekstursins en þeir Torres- bræður voru ekki bara lunknir vínbændur heldur einnig slyngir kaupmenn. Þeir sáu snemma tækifærin sem fólust í útflutningi og allar götur síðan hefur sú aðferðafræði verið í öndvegi hjá Bodegas Torres. Í dag eru vínin frá Torres seld í meira en 150 löndum um heim allan. Hálfi hektarinn sem vínekran taldi í upphafi hefur blásið út í 2.432 hektara; 2.000 eru á Spáni, 400 í Chile (Torres voru fyrstir allra að hefja vínrækt í Chile) og 32 eru í Kaliforníu, nánar tiltekið í Sonoma og Russi- an River Valley. Velta fyrirtækinsins nam 240 milljónum evra – um 35,5 milljörðum íslenskra króna – árið 2014 – og umsvifin aukast ár frá ári. Samt er Bodegas Torres ennþá þétt fjöl- skyldufyrirtæki sem hefur fólkið sitt í fyr- irrúmi, lætur einskis ófreistað að auka sjálf- bærni í rekstri og leitar í hvívetna allra leiða til að skila afurðum sínum með sem umhverf- isvænstum hætti. Þá leggur Torres-fjöl- skyldan áherslu á samfélagslega ábyrgð í starfsemi sinni á hverjum stað. Allt eru þetta þættir sem venjulega eru látnir mæta afgangi til að hámarka arðsemina, en viðmælandi minn segir þetta þvert á móti auka í senn hag og veg Bodegas Torres. Krúnudjásnið 40 ára: Mas la Plana Í ár fagnar vínhús Torres þeim tímamótum að 40 ár eru frá því að ein af þeirra mikil- vægustu afurðum, flaggskipið Mas La Plana, kom fyrst fyrir sjónir vínáhugamanna. 2010 árgangur vínsins er sumsé sá fertugasti, svo öllum tölum sé haldið til haga. Óhætt er að segja að umrætt vín hafi haft afgerandi áhrif á sögu Bodegas Torres, eins og Miguel Torr- es rekur. „Sé horft til baka höfum við alltaf átt okkar spænsku þrúgur, svosem Garnacha (víðast hvar þekktari undir nafninu Grenache) og Cariñena (Carignan), og svo framvegis. Mark- mið föður míns, Miguel A. Torres, á áttunda áratugnum var samt alltaf að fram- leiða fínt vín í efri verðflokki. Fram- leiðsla vína á Spáni í þá daga var nefnilega ekki sami bransinn og hann er í dag. Hann hugsaði með sér, að fyrst Bodegas Torres gæti framleitt fyrirtaksvín úr Cabernet-Sauvignon þrúgunni ann- ars staðar í heiminum, hví þá ekki heima á Spáni? Þar með mætti sýna heiminum að vel væri ger- legt að framleiða framúrskar- andi vín á Spáni.“ Blaðamanni kemur í hug at- riði úr ríflega 30 ára gamalli kvikmynd sem sýnir glöggt hvaða álit almenningur hafði heilt yfir á spænskum vínum. Myndin er Educating Rita frá 1983 og atriðið sem um ræðir er þegar Rita, hárgreiðslu- dama sem afræður að skrá sig í öldungadeild og ljúka prófum, hittir fyrir kennarann sinn í kjölfar þess að hafa ekki mætt í matarboð til hans. Hún afsakar sig og seg- ist einfaldlega ekki hafa kom- ist, í rauninni vegna þess hún taldi sig utanveltu meðal há- menntaðra gestanna, púkalega klædd og með óspennandi vín meðferðis. Prófessorinn er vonsvikinn og segir hana vel hafa átt erindi í hópinn og litlu hefði skipt þó hún hefði mætt alls ótilhöfð með eitthvert spánskt sokkavatn á flösku. Rita lútir höfði skömmustuleg. „Það var reyndar spánskt.“ Hneykslið í París 1979 Síðan hefur mikið vatn – og vín – runnið til sjávar. „Á sjöunda og áttunda áratugnum vissi fólk almennt sáralítið um vín frá Spáni, ólíkt því sem er í dag. Hvaða leið er betri til að koma Spáni á kortið en með því að kynna til sögunnar fram- úrskarandi vín frá Spáni? Faðir minn sannfærði föð- ur sinn um að leyfa sér að gróðursetja Cabernet- Sauvignon í vínekrunni Mas La Plana í Penedès og afi minn féllst á það með semingi, þó ekki hefði hann mikla trú á uppá- tækinu. Þetta var um miðjan sjöunda áratuginn og fyrsti árgangurinn af víninu var tilbúinn árið 1970. Afi minn var enn ekki sannfærður um ágæti vínsins og sagði það einfaldlega ekki nógu gott, þó pabbi væri viss um að það væri gott. Um þetta rifust þeir gegnum árin uns amma tók af skarið, því henni var farið að leiðast þófið og þrefið í þeim feðgum. Hún lagði til að heimsins virt- ustu vínsmakkarar fengju að kveða upp sinn dóm með því að skrá vínið til þátttöku í Vín- ólympíuleikum sem Gault-Millau vínhand- bókin stóð fyrir í París árið 1979.“ Í keppn- inni í París voru mörg nafntoguðustu vín heimsins á boðstólum í blind-smökkun og samkvæmt venju var búist við að einhver Frakkinn hreppti hnossið. Þegar uppi var staðið var það þó hvorki Château Latour né Château Haut-Brion sem fékk hæstu einkunn heldur Mas La Plana Gran Coronas Black Label 1970. Vínheimurinn greip andann á lofti enda hrikti þarna ærlega í stoðum hásætis hinna frönsku eðalvína sem höfðu borið æg- Spánskur vínrisi með eldramma Íslandstaug BODEGAS TORRES ER STÆRSTA VÍNGERÐ SPÁNAR OG ÞAR Á BÆ FAGNA MENN ÞVÍ AÐ FYRIRTÆKIÐ VAR NÝLEGA VALIÐ „THE WORLD’S MOST ADMIRED WINE BRAND,“ ANNAÐ ÁRIÐ Í RÖÐ. FORSTJÓRI FYRIRTÆKISINS HEIMSÓTTI ÍSLAND Í VIKUNNI SEM LEIÐ OG SEGIR HÉR MEÐAL ANNARS AF STARFSEMINNI OG STERKRI TENGINGU TORRES VIÐ ÍSLAND. Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Flaggskipið svartklædda, Mas la Plana Mas La Plana vínekran er um 29 hektarar og er við ættaróðal Torres fjölskyldunnar. Samnefnt öndvegisvín er gert eingöngu úr þrúgum sem þar vaxa og engu öðru. Celeste er bragð- mikið en flauels- mjúkur tempranillo. Vínmenning 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2015

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.