Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Síða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Síða 45
ishjálm yfir öll önnur og það frá örófi alda. „Þetta þótti satt að segja hálfgert hneyksli innan vínheimsins því aldrei áður hafði vín frá Spáni borið sigurorð af frönsku stóru vín- unum og hvað þá á jafnvirtum vettvangi og Gault-Millau keppninni. En þarna kom að því að afi minn varð að játa sig sigraðan – ef vín- ið var nógu gott til að sigra Gault-Millau þá hlaut að vera eitthvað í það spunnið,“ segir Torres og hlær við. Umhverfismál eru höfuðmál Bodegas Torres leggja ríka áherslu á um- hverfismál, eins og framar greindi, og við- mælandi minn segir alla starfsmenn fyrir- tækisins fyllilega meðvitaða um þá staðreynd að því betur sem komið er fram við umhverf- ið, því betri verði vínin. Virðing fyrir um- hverfinu sé því ekki eitthvert innantómt áhugamál til að fá jákvæða umfjöllun – um- gengnin gagnvart móður jörð hafi bein áhrif á uppskeruna og þar af leiðandi á gæði vínsins. „Stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir er án nokkurs vafa hnattræn hlýnun. Við vitum að hitastig hefur farið hækkandi hin seinni ár og þar að auki segja nýjustu spálí- kön IPCC [Intergovernmental Panel on Cli- mate Change] að árið 2100 muni hitastig á jörðinni hafa hækkað um 4°C. Í þessu sam- bandi þarf að gera sér grein fyrir því að vín- viðurinn er eintaklega viðkvæm jurt og ein gráða á Celsíus til eða frá getur skilið á milli miðlungsvíns og hágæðavíns. Áskorunin er því annars vegar að leita allra leiða til að lág- marka þessi áhrif og á hinn bóginn að aðlag- ast breyttum aðstæðum, eftir því sem hægt er.“ Sem dæmi um þann árangur sem náðst hefur er að með því að setja upp alls 12.000 fermetra af sólarsellum við vínræktarhéruð sín framleiðir fyrirtækið nú alls 126.500 kíló- vattsstundir á ári sem fara í starfsemina. Síð- an 2012 hefur fyrirtækinu tekist að draga gasnotkun sína saman um 80% og Bodegas Torres hefur skuldbundið sig um að minnka CO2 útblástur um 30% fyrir árið 2020. Umhyggja fyrir samfélaginu er fyrirtækinu ekki minna hugðarefni og það sýndi Bodegas Torres í verki þegar fyrirtækið lagði gjörva hönd á plóginn við hjálparstarfið í kjölfarið á jarðskjálftunum í Chile í febrúar 2010. Ekki einasta lagði Bodegas Torres 50.000 evrur til hins opinbera viðlagasjóðs sem fékkst við af- leiðingarnar heldur bretti Miguel Torres, hinn geðþekki viðmælandi minn, upp ermar og bætti verkefnum á borð við dreifingu mat- væla, endurrreisn barnaskóla og byggingu húsnæðis fyrir starfsfólk Torres í Chile sem misst hafði heimili sitt í hamförunum, við verkefni sín, sem eru ærin fyrir. Tjónið sem víngerðin varð fyrir í skjálftunum nam um 2 milljónum evra en það stoppaði fyrirtækið ekki í því að leggja frekari fjármuni í hjálp- arstarfið. Miguel Torres útskýrir að fyr- irtækið líti ekki á slík fjárútlát sem kostnað heldur hreina fjárfestingu. „Í lýsingunni á því sem við köllum DNA Torres-víngerðarinnar eru sjö tiltekin atriði. Fyrsta atriðið á þessum lista er fólkið okkar.“ Það er auðheyrt að mannlegi þátturinn er ríkur í fyrirtækinu og maður sem er 5. ættliðurinn sem stýrir fyr- irtækinu veit allt um mikilvægi fjölskyldunnar – og þá meinar hann ekki bara nána ættingja heldur alla 1.300 starfsmennina sem starfa hjá Bodegas Torres. „Það er mikilvægt að hafa góðar vínekrur en gott fólk er ennþá mikilvægara því fólkið leggur ástríðu sína, metnað og kunnáttu í að búa til góð vín. Án þeirra verður jafnvel framúrskarandi þrúga ekki annað en hráefni. Í kjölfar hamfaranna datt okkur í hug að leggja okkar af mörkum, ekki bara í kjölfar áfalla heldur frá degi til dags og þá settum við á stofn Fair Trade- verkefni sem kom fólki í opna skjöldu því við erum fjölskyldufyrirtæki í einkaeigu en ekki opinber stofnun. En verkefnið hefur gengið ótrúlega vel fyrir alla; úr þessu hafa orðið til ný vín, við endurheimtum vínviði til ræktunar sem hafa náð merkilegum árangri eins og til dæmis hin gamla chileíska þrúga País, sem er á allra vörum um þessar mundir en var hvergi í ræktun fyrr en við fórum að rækta hana á ný. Þessi nálgun hefur reynst okkur hjá Torres frábærlega og ég hvet alla sem starfa við víngerð að leiða hugann að þessu því þetta vinnulag borgar sig algerlega og það fyrir alla aðila.“ Spurður nánar út í endurheimt gamalla vín- viðartegunda segir Miguel að fyrirtækið hafi síðastliðin 30 ár lagt kapp á að rækta á ný tegundir sem talið væri að væru útdauðar, margar í kjölfarið á phylloxera-faraldrinum sem lagði víngerð Evrópu að miklu leyti í rúst seint á 19. öld. „Í sumum tilfellum fundum við einn einasta vínvið einhvers staðar úti í skógi og ræktuðum svo stofn út frá honum. Alls höfum við endurheimt 36 tegundir vínviðar og af þeim eru sjö sem gefa af sér stórkostlegt vín. Með þessum hætti gefur vínviður úr for- tíðinni okkur tækifæri á eðalvínum framtíðar.“ Uppskera kynslóðanna Þegar talið berst að þeirri staðreynd að Bode- gas Torres hlaut nýverið nafnbótina „The World’s Most Admired Wine Brand“ hjá hinu leiðandi breska tímariti Drinks International, annað árið í röð, vill Miguel Torres ekki gera of mikið úr umhverfisvænni starfsemi eða hjálparstarfi sérstaklega; hann lítur á þessa þætti sem sjálfsagða og eðlilega hluti í rekstr- inum sem miði, þegar allt kemur til alls, að því að búa til betra vín, í stað þess að vera einhvers konar hliðarverkefni. Tónninn hafi verið sleginn löngu áður en hann tók við stjórnartaumunum. „Við erum fjölskyldufyr- irtæki og höfum verið frá upphafi. Það gerir þér kleift að horfa til langs tíma í rekstinum. Þessar viðurkenningar eru árangur margra áratuga vinnu, bæði fjölskyldu minnar og alls þess góða fólks sem hefur starfað og starfar hjá Bodegas Torres. Starfsfólk okkar telur um 1.300 manns og það er trú mín að hver einasti starfsmaður vinni hjá okkur af ástríðu. Okkar hugmyndfræði gengur út á að hver einasti eyrir sem verður til sem söluhagnaður af vínum okkar fer í rannsónir og þróun, eða er fjárfestur með öðrum hætti í víngerð okk- ar, til að bæta stöðugt gæði vínsins. Þetta gerum við af því vínið er ástríða okkar og þannig höfum við rekið Bodegas Torres í meira en 145 ár.“ Vinatengslin við Ísland Miguel Torres Maczassek, eins og hann heitir fullu nafni, brosir við þegar tengingu Bodegas Torres við Ísland ber á góma. Saga lands og víngerðar nær nefnilega merkilega langt aft- ur, sé að gáð. „Þessi tiltekni markaður er býsna gamall hjá Torres. Við hófum útflutning til Íslands árið 1966 en afi minn, Miguel Torres Carbó, og frænka mín, Marimar Torres, heimsóttu landið ekki fyrr en 1981. Hún hefur alla tíð dásamað landið og naut mjög heimsókn- arinnar. Hún þreytist heldur ekki á því að segja mér frá því að það gerði aftakaveður einn daginn sem þau voru hér, og út um hót- elgluggann fylgdist hún með storminum sveifla ljósastaurunum til og frá uns einn þeirra gaf sig og brotnaði. Henni þótti mjög til þessa koma. Faðir minn hefur líka komið hingað og farið hringinn í kringum landið ásamt móður minni. Ég hef því heyrt sögur af landi og þjóð síðan ég var smástrákur og ákvað því fyrir nokkru að ég yrði líka að heimsækja og upplifa þetta stórmerkilega land sem við höfum skipt svo lengi við. Það hef ég loks gert og varð ekki fyrir von- brigðum. Náttúran hér er algerlega einstök, ég hef til að mynda hvergi í veröldinni séð landslag í líkingu við það sem ég upplifði í Landmannalaugum. Þetta er sannarlega stór- kostlegt land, Ísland.“ „Okkar hugmyndfræði gengur út á að hver einasti eyrir sem verður til sem söluhagnaður af vínum okkar fer í rannsóknir og þróun, eða er fjárfest með öðrum hætti í víngerð okkar, til að bæta stöðugt gæði vínsins. Þetta gerum við af því vínið er ástríða okkar og þannig höfum við rekið Bodegas Torres í meira en 145 ár,“ segir Miguel Torres, forstjóri vínrisans Bodegas Torres. „Það er mikilvægt að hafa góðar vínekrur en gott fólk er ennþá mikilvægara.“ Miguel Torres á Íslandi, útitekinn – ef ekki veðurbarinn – eftir Landmannalaugagönguna eftirminnilegu. * Í lýsingunni á þvísem við köllum DNATorres-víngerðarinnar eru sjö tiltekin atriði. Fyrsta atriðið á þessum lista er fólkið okkar. 2.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.