Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Qupperneq 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Qupperneq 49
2.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Olof Nimar, Una Margrét Árnadóttir, Unndór Egill Jónsson og Örn Alexander Ámundason sýna saman í fyrsta skipti í Verksmiðjunni á Hjalt- eyri. Sýningin verður opnuð laugar- daginn 1. ágúst og heitir Toes/Tær. 2 Tónleikar í dag, sunnudaginn 2. ágúst kl. 19:00, með Mark Damisch píanóleikara en hann leikur verk eftir Copland, Gershwin og Chopin. Áhugaverðir tónleikar í rólegu og fallegu umhverfi Dómkirkjunnar og tilvaldir fyrir þá sem ætla að vera í bænum yfir helgina. 4 Mýrarboltinn hefst laugar- daginn 1. ágúst en þessi árlega drulluboltakeppni hefur náð miklum vinsældum og mæta lið til keppni klædd alls konar bún- ingum. Eitt er víst að þátttakendur verða drullugir upp fyrir haus. 5 Hlín Pétursdóttir Behrens sópran, Pamela de Sensi flautuleikari og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja draumkennda og töfrandi franska tónlist á menningarveislu Sólheima sem byrjar klukkan 14:00, laugardaginn 1. ágúst. 3 Sýningunni Birtingu lýkur í dag, sunnudaginn 2. ágúst, í Gerðarsafni. Birting er sam- sýning á verkum eftir íslenska samtímalistamenn, sem unnin eru út frá steindum gluggum Gerðar Helga- dóttur (1928-1975). MÆLT MEÐ 1 kæmi út af tilteknum bar samkynhneigðra. Tilviljun ein réði því að Þormóður varð fyrir árás þessa manns. Hann lifði árásina af en lá lengi meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í New York og síðar á Íslandi. Árásarmaðurinn náðist. Það blæddi inn á heila Þormóðs og hlaut hann alvarlegan heilaskaða af – sem svo aft- ur olli sinnuleysi, skapgerðarbrestum og því að hann varð algerlega óvinnuhæfur. Öryrki. Karl, sem sjálfur er myndlistarmaður, seg- ir Þormóð hafa sérstöðu meðal sinnar kyn- slóðar málara þar sem hann hafi farið svo ungur utan. „Málverkið hans er amerískara en almennt þekkist hjá hans kynslóð en margir samtíðarmenn Þormóðs fóru til Evr- ópu að læra. Nýja málverkið er að verða til á þessum tíma. Verk Þormóðs falla ekki bein- línis undir þá skilgreiningu en eiga samt heima með nýja málverkinu. Til að byrja með voru verk hans poppuð og afstrakt en á árunum 1986 til 1988 fann hann sinn stíl. Dró afstrakt málverk út í fígúratíft.“ Það var kominn tími á þetta Flest verkin á sýningunni, sem stendur til 29. ágúst, munu vera frá þessum tíma en einnig frá Kaupmannahafnarárum Þormóðs. Þá getur að líta smærri verk sem hann gerði eftir slysið. „Þau verk eru eðli málsins sam- kvæmt ekki eins sterk en eiga samt erindi á sýninguna enda hluti af sköpunarverki hans,“ segir Karl. Verkin á sýningunni eru öll í eigu Íslend- inga en einnig er vitað um bandarískan safn- ara sem á nokkur verk eftir Þormóð. Mögu- lega verða þau sýnd síðar. Systkinin segja sýninguna ekki haldna af neinu sérstöku tilefni. Tilgangurinn sé ein- faldlega að heiðra minningu Þormóðs og koma list hans á framfæri. „Það var kominn tími á þetta,“ segir Karl. „Þormóður hefur lent út á kanti í myndlistarumræðunni hér heima og okkur fannst nauðsynlegt að rifja upp framlag hans til íslenskrar listasögu. Hann málaði ekki lengi en var frjór og af- kastamikill. Verk hans eiga fullt erindi.“ Þormóður vann á sínum stutta ferli margs- konar myndir, klippimyndir, þrykk, notaði vatnsliti, blandaða tækni og olíu og sýndi bæði á samsýningum úti og á sýningu í Djúpinu hér heima. Systkinin eru sammála um að erfitt hefði verið að halda sýningu á list Þormóðs fyrr. Nást þurfi hæfileg fjarlægð, ekki síst þegar listamaðurinn er sýningarhöldurum svo ná- kominn. Þau segja marga hafa hvatt þau til að halda sýninguna, samferðamenn Þormóðs hér heima og í Bandaríkjunum. Nefna þau sem dæmi Arngunni Ýri Gylfadóttur mynd- listarkonu, Hrafnhildi Gunnarsdóttur kvik- myndagerðarkonu og Björn Björns son, sem var sambýlismaður Þormóðs um tíma. Von er á einhverjum gestum að vestan á opnunina. „Á endanum varð þetta hópverkefni enda þótti mörgum vænt um Þormóð,“ segir Hild- ur. „Það hefur verið virkilega skemmtilegt að vinna að þessu og gaman að saga Þormóðs fái að líta dagsins ljós og list hans að njóta sín.“ Þekktu hann varla aftur Sem fyrr segir gjörbreyttist Þormóður við árásina. Áverkarnir voru ekki bara á líkam- anum, heldur ekki síður á sálinni. Sem dæmi má nefna að hann missti bæði lyktar- og bragðskyn. Maður sem leit á matargerð sem list. Þegar hann hafði braggast aðeins reyndi Þormóður að flytja aftur til San Francisco en það gekk ekki. Systkinin segja hann hafa snúið aftur innan fárra mánaða. „Ég er ekki í vafa um að hann vildi frekar búa úti en því miður var það ekki hægt. Eflaust hefur hann verið bitur af þeim sökum. Vinir hans í San Francisco þekktu hann varla aftur enda var þetta allt annar maður,“ segir Hildur. Þau segja Þormóð hafa verið erfiðan í um- gengni eftir slysið en hann hafi þó mildast með árunum. „Að vísu fundum við fjöl- skyldan ekki svo mikið fyrir þessu, hann var alltaf ljúfur við okkur, en við vitum að hann gat verið erfiður og snúinn. Þeir sem hann kunni ekki við lentu úti í kuldanum svo um munaði,“ segir Hildur. Karl segir Þormóð áfram hafa haft áhuga á myndlist en hann gat lítið sem ekkert sinnt henni sjálfur vegna veikinda sinna. „Það var allt frumkvæði tekið af honum. Hann gat ekki framkvæmt lengur,“ bætir Hildur við. Þormóður stóð þó fyrir sýningum á 22 og reyndist mörgum ungum myndlistarmönnum vel. Hann var líka í tónlist og spilaði meðal annars og tók upp plötu með hljómsveitinni Reptilicus. Eftir slysið hallaði Þormóður sér að flösk- unni og Hildur segir hann smám saman hafa visnað upp á þessum rúma áratug sem hann átti eftir vegna veikinda sinna og óreglu. „Þegar hann loksins kvaddi var hann löngu búinn á líkama og sál. Þetta var ekkert líf,“ segir Hildur og bætir við að fjölskylda og vinir hafi í raun syrgt tvo menn, Þormóð eins og hann var og Þormóð eins og hann varð eftir slysið. Sýningin tengd Hinsegin dögum Opnun sýningarinnar í Listasafni ASÍ tengist Hinsegin dögum í Reykjavík en systkinin segja Gleðigönguna hafa verið frænda sínum hjartfólgna. „Hann hélt alltaf upp á daginn og gladdist yfir breytingunni sem orðið hafði frá því hann flutti til Danmerkur,“ segir Karl og Hildur tekur upp þráðinn: „Gleðigangan hefur þróast yfir í að verða fjölskylduhátíð, þar sem fjölbreytileikanum er fagnað. Þor- móði hefði þótt mikið til þess koma. Við er- um mjög stolt af því að tengja sýninguna Hinsegin dögum enda er mikilvægt að halda sögu Þormóðs Karlssonar til haga svo fólk geti dregið af henni lærdóm.“ * Til aðbyrjameð voru verk hans poppuð og afstrakt en á árunum 1986 til 1988 fann hann sinn stíl. Dró afstrakt málverk út í fígúratíft. Hildur og Karl Ómarsbörn innan um verk Þormóðs frænda síns Karlssonar í Listasafni ASÍ. Þormóður Karlsson var vaxandi í list sinni þegar fólskuleg líkamsárás batt enda á ferilinn. Ljósmynd/Friðrik Örn Hjaltested Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.