Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 11
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 2014 7 hjúkrunarfólk hefur aflað með því að vera allt um kring og í stöðugri nánd við viðkomandi einstakling. Hjúkrunarfólk stendur einnig iðulega að ýmiss konar íhlutun en öll íhlutun, sérstaklega hjúkrunarfólks, ræðst af því hvernig best sé að komast nær viðkomandi einstaklingi og haga umgengni við hann og þá hefur hjúkrunarfólkið reynt og fundið út hvernig best sé að hátta framkomu og allri umgengni við viðkomandi – hver sem lætur til sín taka með íhlutun. Ögrandi verkefni í hjúkrun Hugsanlega er viðleitni til að skilja manneskjuna eitt það verkefni sem felur í sér mesta ögrun í hjúkrun. Skilningur á manneskjunni liggur oft ekki beint við og rithöfundar virðast oft og tíðum átta sig betur á því en fagfólkið sjálft innan heilbrigðisgeirans. Rithöfundurinn Auður Ava Ólafsdóttir, sem skrifaði þá þekktu bók „Afleggjarann“, benti á að „það væri mjög flókið að vera manneskja“ í viðtali við Fréttablaðið 7. desember 2012. Jón Kalman Stefánsson rithöfundur talar um hve skilningur á manneskjunni sé langsóttur í bók sinni „Hjarta mannsins“ þegar hann segir frá þankagangi sögupersónunnar Péturs: ... hristi höfuðið lítilsháttar, kannski til að losna við helluna sem skvaldrið inni olli honum, mest útlent skvaldur, alveg óskiljanlegt, en hvenær er annars hægt að skilja aðra manneskju, jafnvel þó hún tali sama tungumál og maður sjálfur? Það er hægt að skilja fiskinn þegar maður dregur hann upp úr djúpunum, það er hægt að skilja kindina, bæði inni í húsi og úti í móanum, það er meira að segja hægt að skilja sjóinn, en hver skilur manneskjuna þegar hún er eins og fiskur eina stundina, fiðrildi þá næstu? (Jón Kalman Stefánsson, 2011, bls. 229.) Að komast nær einstaklingum og öll umgengni í hjúkrun Það að komast nær einstaklingum eða öll umgengni við hverja einustu manneskju í hjúkrun tekur mið af því hvernig hjúkrunarfólk skilur hana og veltir fyrir sér hvort þessi eða hinn sé sjálfum sér samkvæmur þennan daginn og hvernig hjúkrunarfólkið leggur út af því hvaða mann hver manneskja hefur að geyma – enda viðtekið þegar hjúkrunarfólk talar saman að segja „hann er (ekki) sjálfum sér líkur í dag“ eða „hún er (ekki) eins og hún á að sér að vera“. Tal sem þetta um einstaklinginn vísar til skilnings á manneskjunni og er tvinnuð saman í allri umræðu hjúkrunarfólks og í raun allri umgengni við hvern og einn einstakling og samofið siðfræðilegum þankagangi í hjúkrun. Slík tilvísun sýnir einnig mikilvægi þess „að þekkja sjúklinginn“ en umræða um þá hlið hjúkrunar hefur löngum litað alla þekkingu um hjúkrun eins og fram kemur í skrifum Kelley o.fl. (2013). Í viðtali við Tyrfing Tyrfingsson, sem birtist nýverið í Fréttablaðinu um leikrit hans „Bláskjá“, segir rithöfundurinn að hann hafi á stundum orðið stjörnustjarfur (starstruck) þegar hann fylgdist með hjúkrunarfræðingi í samskiptum við sjúkling. Hugsanlega hafa slík samskipti mótast af skilningi á manneskjunni eða því sem kallast „að þekkja sjúklinginn“. Skilningur á manneskjunni eða „að þekkja sjúklinginn“ Spurning er hvort skilningur á mann­ eskjunni eða þekking á sjúklingnum séu ekki af sama meiði og vitneskja hjúkrunarfólks um sjálf einstaklingsins, enda er sjálfræði og sjálfstæði einstakl­ ingsins þungamiðja í allri vinnu við hjúkrun. Ef til vill er vitneskja hjúkrunarfólks um sjálf einstaklingsins fyrst og fremst orðin til fyrir viðleitni þess til að skilja hvern og einn við mismunandi aðstæður í þeirri miklu nánd við einstaklinginn sem skapast við að rétta honum hjálparhönd, sérstaklega þegar leitast þarf við að fá að rétta viðkomandi hjálparhönd. Umræða um sjálfið hefur þó löngum verið meiri á heimspekilegum nótum en hjúkrunarfræðilegum. Danski heimspekingurinn Kierkegaard fjallaði á sinni tíð mikið um sjálfið og áhrif tengsla og líkamlegra nauðsynja á sjálfið (sjá mynd 1). Líkamlegar nauðsynjar eru: Inntaka (svo sem loft, vökvi og næring), útskilnaður (svo sem sviti, þvag og hægðir), virkni og hvíld (svo sem hreyfing, félagsleg samskipti, slökun og svefn) og persónulegt hreinlæti (svo sem þvottur og snyrting). Skrif Kierkegaard um sjálfið komu ekki síst fram í bók hans „Sygdommen til Døden“ (í enskri þýðingu í Kierkegaard, 1989) og síðan hefur annar heimspekingur og landi Kierkegaards, Dan Zahavi, haldið áfram umræðunni um sjálfið – án þess þó að vísa til Kierkegaard. Zahavi (2005) leggur áherslu á að umræðan um sjálfið eigi sér margar hliðar og sé langt í frá einróma eins og fram kemur í bók hans „Subjectivity and selfhood: Investigating the first­person perspective“: ... það væru ýkjur að lýsa því yfir að tilvísanir til sjálfsins séu einróma og að segja að fólk sé yfirleitt sammála um hvað það þýði að vera sjálf. Þegar litið er á samtímaumræðu kemur þvert á móti í ljós að hún er yfirfull af mismunandi skilgreiningum á sjálfinu sem hver um sig telur sína skilgreiningu taka öðrum fram (bls.103). Seinna í þessari sömu bók tekur Zahavi fram að önnur mynd af sjálfinu hafi birst í mismunandi fræðigreinum: Frásagnarhugmyndin um sjálfið hefur ekki aðeins fengið hljómgrunn í mismunandi heimspekilegri hefð (Ricoeur, MacIntyre, Denett) heldur einnig í ýmsum raungreinum, eins og þroska sálfræði, tauga vísindum og geðsjúk dómafræði (sjá Gallager, 2000a). Sama á við um fyrirbærafræðilegu hugmyndina um reynslu kjarna sjálfsins (bls.132). Höfundur þessarar greinar hefur mjög haldið á lofti frásagnarhugmyndum um sjálfið sem Kaufman (1986) setti fram í nafntogaðri bók sinni „The ageless self: Sources of meaning in late life“ enda afar algengt að hjúkrunarfólk á öldrunardeildum vísi til frásagnarsjálfs fullorðins fólks. Það vísar til tals þess um persónulega reynslu sína, uppruna sinn, nám og starf, búsetu, afkomu og fjölskylduvensl og síðast en ekki síst gildi (eða það sem skiptir viðkomandi máli í lífinu). Eins ræðir hjúkrunarfólk ekki síður um reynslu fólks af mismunandi aðstæðum, til dæmis hvernig það ber sig að og fer að mismunandi hlutum eða fæst við daglegan gang. Þessi þekking á sjálfi einstaklingsins endurspeglast í vinnu hjúkrunarfólks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.