Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 47
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 2014 43
og ælir og er með niðurgang. Það missir
því gífurlega mikinn vökva úr líkamanum.
Þá er um að gera að dúndra vökva inn
eins hratt og maður getur. Við notuðum
Ringer Laktat sem er með söltum í.
Það var með ólíkindum að sjá dauðveikt
fólk rísa upp á tiltölulega skömmum tíma
með þessari meðferð. Þarna sá maður
svo sannarlega með eigin augum að
verið var að bjarga mannslífum. Fólk kom
meðvitundarlaust, enginn púls fannst, en
nokkru seinna var það staðið upp og fór
heim skömmu síðar. Þetta var ótrúlegt.
En því miður misstum við líka marga, þá
sem komu of seint.
Í Freetown kom fólkið til okkar. Við vorum
líka með manneskju frá okkar teymi og
innfædda sem fóru út í samfélagið til
þess að hvetja hina veiku til að leita sér
aðstoðar. Sömuleiðs voru fólki kenndar
fyrirbyggjandi aðgerðir, hvernig átti að
hreinsa vatnið og elda matinn og hve
handþvottur væri mikilvægur. Í samtökum
Lækna án landamæra starfar fólk frá
öllum heimshornum. Það gerir starfið
mjög áhugavert og skemmtilegt.“
Á hvaða aldri er það fólk sem starfar í
neyðarteymum? „Allt frá 28 ára og yfir
sjötugt, en flestir eru þó á miðjum aldri. Árið
2011 fór ég til Naíróbí. Það sem ég gerði
þar var gjörólíkt öllu öðru sem ég hafði áður
kynnst. Þar starfaði ég á skrifstofu. Mitt
starf var að samhæfa aðgerðir í tengslum
við faraldra í Afríkulöndunum. Þar verða
víða hamfarir og ýmiss konar sóttir geta
geisað í kjölfar þeirra. Unnið var í samstarfi
við landsfélögin á hverjum stað. Okkar
hlutverk var meðal annars að útvega lyf
og fræða um fyrirbyggjandi aðgerðir. Þær
aðgerðir eru þýðingarmiklar, öllu skiptir að
fólk sé tilbúið og viti hvað á að gera ef upp
kemur kólera á rigningartímanum. Þannig
er hægt að draga úr fjölda þeirra sem
veikjast. Fræðsla er stór hluti af þessu starfi
öllu. Ég leiðbeindi og heilbrigðisstarfsfólki á
staðnum um hvernig best væri að standa að
fræðslu og forvörnum. Á þessari skrifstofu
vorum við tvö sem störfuðum saman að
ýmsu sem laut að heilbrigðismálum og
höfðum töluvert mikið að gera.“
Stendur á krossgötum nú
Ætlar þú að fara fleiri svona ferðir?
„Þessar ferðir, sem ég hef farið, hafa
vissu lega verið erfiðar og stundum sorg
legar en eigi að síður er þetta það
áhugaverðasta sem ég hef gert um
ævina. Þetta er orðin nokkur ástríða hjá
mér, ég brenn í skinninu að komast í fleiri
ferðir. Ég hef þannig séð margt og lært
mikið, ekki síst um sjálfa mig.
Ég veit nú að maður er ótrúlega fljótur
að aðlagast á hverjum stað. Ég veit
líka að alltaf er erfitt að fara og kannski
erfiðast að koma heim. Hugurinn er oft
á átakasvæðinu eftir að heim er komið.
Maður veit að maður sér þetta fólk
kannski aldrei aftur og finnst það dálítið
erfitt. Facebook hefur töluverða þýðingu,
þannig getur maður fylgst með hvað
verður um ýmsa þá sem maður hefur
kynnst. Flestir starfa í neyðarteymum
í fjórar til sex vikur en sumir eru á
svæðinum miklu lengur, allt upp í ár.
Á hamfara og átakasvæðum hefur
maður ekki röntgendeild og öll þau
rannsóknartæki sem hér eru fyrir
hendi þannig að nota þarf í ríkum
mæli grunnþekkinguna sem kennd er
í skólanum. Starfið reynir því verulega
á þekkingu og eðlisávísun. Skoða þarf
vel hvað maður hefur og hvernig hægt
er að gera sem mest úr því. Á Haítí
föndruðum til dæmis friðarpípur til að
gefa úr astmalyf, bjuggum til spelkur og
þannig mætti telja.
Erfiðast var í byrjun að hætta að hugsa
þegar sjúklingur dó: „Ef hann hefði verið
á Íslandi hefði hann lifað.“ Þannig var það
í mörgum tilvikum. Það er sárt að sjá fólk
deyja sem maður veit að hefði verið hægt
að bjarga ef maður hefði haft ýmis þau
hjálpargögn sem teljast sjálfsögð hér. Þá
verður maður að minna sig á að maður er
ekki á Íslandi og aðstæðurnar eru aðrar.
Við því er ekkert að gera.
Landspítalinn og Rauði krossinn eru með
samning sín í milli. Ég fékk því frí frá
vinnu og gat gengið að henni aftur
þegar heim kom. Árið 2011 hætti ég
á Landspítalanum og hef síðan starfað
í Noregi milli þess sem ég starfa í
neyðarteymum. Af þeim kynnum, sem
ég hef haft af heilbrigðiskerfinu í Noregi,
finnst mér það að mörgu leyti vera betra
en hér. Deildirnar eru betur mannaðar og
kerfið virkar öðruvísi. Fólk þarf til dæmis
uppáskrift læknavaktar til að komast á
bráðamóttöku og heimilislæknis til að
leita til sérfræðinga.
Satt að segja stend ég á krossgötum
núna. Ég er enn ógift og barnlaus þannig
að ég gæti haldið áfram að starfa í
neyðarteymum – ég er að ráða við mig
einmitt um þessar mundir hvert líf mitt
stefnir.“
Filippseyingar tóku aðstoðina ekki sem sjálfsögðum hlut og víða mátti sjá veggspjöld með þökkum til
heimsins fyrir hjálpina.