Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 32
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 201428 Í þessari grein er vakin athygli á því hverju þróun sérfræðiþekkingar í hjúkrun skilar til heilbrigðis­ þjónustunnar og til meðferðar sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Rannsóknir í hjúkrun bæði hérlendis og erlendis sýna að ávinningur af störfum sérfræðinga í hjúkrun sést í betri afdrifum sjúklinga, styttingu legutíma, betri lífsgæðum sjúklinga, framförum í faginu, umbótum í starfinu og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir þetta er óhætt að fullyrða að stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni gera sér ekki almennt grein fyrir gildi starfa sérfræðinga í hjúkrun, en stöðum þeirra hefur ekki fjölgað svo neinu nemi í íslenskri heilbrigðisþjónustu síðastliðin 5 til 10 ár. Tímarit hjúkrunarfræðinga mun á næstunni fjalla ítarlega um sérfræðinga í hjúkrun. Hér er byrjað á að útskýra hlutverk og starfsaðferðir þeirra. HLUTVERK SÉRFRÆÐINGA Í HJÚKRUN Í ÍSLENSKRI HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU – ER ÞAÐ MIKILVÆGT? Einnig er í stuttu máli gerð grein fyrir hvaða starfsaðferðum sérfræðingar í hjúkrun beita til að bæta árangur sjúklinga og hverju sérfræðiþekking í hjúkrun skilar til samfélagsins. Greinin byggist á erindi sem flutt var á ráðstefnunni Hjúkrun 2013 en í því var stuðst við niðurstöður rannsókna og viðtöl við sérfræðinga í hjúkrun á Landspítala. Öflun og beiting þekkingar er flókið fyrirbæri sem mörgum hefur reynst erfitt að skilgreina og á það ekki síður við innan hjúkrunar en annarra faggreina. Anna Stefánsdóttir, annast@simnet.is Meleis (2012) segir í bók sinni, Theoretical Nursing Development and Progress, að til þess að efla þekkingu sína verði einstaklingur að „tileinka sér nýja þekkingu, breyta hegðun sinni og einnig breyta því hvernig hann skilgreinir sjálfan sig í samfélaginu.“ Hér á hún ekki síst við hið faglega samfélag sem hjúkrunarfræðingurinn hrærist í, en einnig leggur hún áherslu á samfélagið almennt. Meleis segir einnig að hjúkrunarfræðingar horfi ekki til baka við aðlögun að nýju hlutverki heldur tileinki sér nýjar starfsaðferðir með beitingu nýrrar þekkingar. Hamric o.fl. (2009) fjalla um þróun þekkingar og aðlögun að nýju hlutverki í bók sinni Advanced Nursing Practice: An Integrative Approach. Þær segja meðal annars að hjúkrunarfræðingar aðlagist hlutverki sérfræðings í hjúkrun með því að „læra sérstakt tungutak, öðlast nýja færni og nýja fræðilega þekkingu innan ákveðinnar sérgreinar, aðlagast gildum og viðhorfum sérgreinarinnar og tileinka sér alla þessa þætti í sínu ævistarfi“. Með ævistarfi eiga þær meðal annars við hjúkrunarstarfið, fræðastarfið, leiðtogahlutverkið og ráðgjafastarfið. Sérfræðingar í hjúkrun stökkva ekki fullskapaðir fram sem slíkir eftir að hafa lokið meistara­ eða doktorsnámi. Það er ekki skrýtið þegar horft er til þeirra sjónarmiða sem koma fram hjá fræðimönnunum sem vitnað er til hér. Hjúkrunarfræðingurinn þarf í raun að endurskoða starfið sitt, setja sér ný viðmið, læra nýjar aðferðir og tileinka sér önnur tök á starfi sínu. Rannsóknir Roberts o.fl. (2011) benda til að ferlið frá því að vera almennir hjúkrunarfræðingar í að verða sérfræð­ ingar í hjúkrun sé ekki þrautalaus ganga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.