Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 29
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 2014 25 á erfiðara með að færast upp um starfsþróunarflokk. Þessi námskeið geta nýst hjúkrunarfræðingum vel og svo ég taki dæmi þá átti hjúkrunarfræðingur að fara á námskeið um öryggi sjúklinga. Bæði var það skyldunámskeið og skipti hjúkrunarfræðinginn máli til að auka þekkingu sína og komast í næsta flokk. Hann fékk ekki að fara á námskeiðið vegna undirmönnunar og þetta námskeið er kennt aftur eftir hálft ár. En svo eru líka dæmi um námskeið þar sem má spyrja sig hvort þau skipti svo miklu máli og hvort þessi námskeið nýtist sviðum spítalans og beri árangur. Einnig má spyrja hvort það sé árangursríkt að eitt þurfi yfir alla að ganga, sama á hvaða deild þeir vinna eða hver persónuleg markmið þeirra eru. Auðvitað þurfa að vera ákveðin skyldunámskeið sem allir hjúkrunarfræðingar spítalans fara í gegnum. En ég er hins vegar sannfærð um að kerfið þarf að vera mun fjölbreyttara, sveigjanlegra og meira lagað að sviðum til þess að við sjáum raunverulegan árangur af þjálfuninni í starfsemi deildanna. Það er ekki hægt að koma með þau rök að hjúkrunarfræðingur, sem vinnur til dæmis á bráðasviði, eigi að sækja námskeið í hjúkrunargreiningum þar sem horft er á spítalann sem heild og að sá starfsmaður muni einhvern tíma í framtíðinni fara að vinna á annarri deild þar sem slíkt er notað. Þetta eru rök sem ég hef fengið og spyr maður sig hvort þetta sé hvetjandi fyrir starfsmannin og hvar sé horft á þróun einstaklingins þarna. Hver er ávinningur deildarinnar af því að starfsmaður fari á tiltekið námskeið sem ekki nýtist honum í starfi deildarinnar? Mun einhver þekking sitja eftir hjá starfsmanni eftir slíkt námskeið og síðast en ekki síst, mun starfsmaðurinn geta nýtt þessa þekkingu á annarri deild eftir nokkur ár? Við erum að tala um starfsþróun hjúkrunarfræðingsins og hvernig við bætum hana í núverandi starfi. Þó að Landspítalinn sé hugsaður sem ein heild hafa rannsóknir sýnt að lítið mun sitja eftir ef starfsmaðurinn nýtir þekkinguna ekki sem fyrst í starfi sínu. Hugsanlega er bráðasviðið undantekning þar sem hún er ólík til dæmis legudeildum og er því enn mikilvægara að starfsþróunin sé sveigjanleg og fjölbreytt þannig að hún nýtist sem flestum. Ég hef því velt því fyrir mér hvort hægt sé að bæta starfsþróunarkerfið og um leið starfsþróun hjúkrunarfræðinga. Ég tel að það sé nauðsynlegt að horfa gagnrýnum augum á hlutina og huga að því hvort árangurinn af starfsþróunarkerfinu sé fullnægjandi og nýtist sem best í starfseminni. Einnig hvort hjúkrunarfræðingum finnist að starfsþróunarkerfið stuðli að því að þeir þróist í starfi og fái þau tækifæri og það umhverfi sem þarf til að bæta þekkingu sína og færni. Ég tel nauðsynlegt að endurskoða starfsþróunarkerfið, auka sveigjanleika og fjölbreytileika og taka tillit til þeirra þarfa og markmiða sem deildirnar og hjúkrunarfræðingar setja sér. Það er vitað að kröfur til hjúkrunarfræðinga eru stöðugt að breytast, nýjungar að koma inn, breyttar áherslur og annað og er mikilvægt að starfsþróunarkerfið sé reglulega í endurskoðun. Því er áhugavert að skoða hvort einhverjar rannsóknir hafa verið gerðar á starfsþróunarkerfinu í núverandi mynd og árangri þess. Er markvisst verið að meta þjálfunarþarfir hjúkrunarfræðinga og eru þær í samræmi við starfsþróunarkerfið? Er okkur veitt það umhverfi og þær aðstæður sem við þurfum? Er gert eitthvert mat á almennri ánægju hjúkrunarfræðinga með skipulag starfsþróunar og árangur þess skipulags? Og síðast en ekki síst, er árangurinn af starfsþróunarkerfinu metinn? Að lokum finnst mér mikilvægt að nefna að til að yfirmenn hjúkrunarfræðinga hafi meiri tilfinningu og heildarsýn yfir starfsþróun sinna hjúkrunarfræðinga er mikilvægt að hafa reglulegt frammistöðumat. Þetta er þáttur sem oft vill fara forgörðum en er mjög mikilvægur bæði fyrir starfsmenn og yfirmenn þeirra. Frammistöðumat er nauðsynlegt meðal annars til þess að meta hvaða þjálfun eða fræðslu starfsmaðurinn þarf á að halda til að bæta þekkingu sína og færni og hvernig yfirmaðurinn getur hjálpað starfsmanninum í því samhengi. Einnig er þetta leið til að aðstoða starfsmanninn við að setja sér raunhæf markmið og tækifæri fyrir yfirmanninn að sýna stuðning og hvetja starfsmanninn áfram. Þetta er einn liður í að bæta starfsþróun og frammistöðu hjúkrunarfræðinga. Ég er bjartsýnismanneskja og jákvæð að eðlisfari. Ég geri mér grein fyrir því að í fjölmennum hópi eins og hjúkrunarfræðinga geta ekki allir rúmast í jafnþröngu boxi og starfsþróunarkerfið er. En hver hjúkrunarfræðingur skiptir máli og því er mikilvægt að gera honum kleift að ná markmiðum sínum og efla sig í starfi. Það hlýtur að vera til hagsbóta fyrir alla aðila. Ég skora á Rögnu Björgu Ársælsdóttur að skrifa næsta þankastrik. POWERCARE A/S Sønderhøj 16 DK-8260 Viby J Tlf.: (+45) 45 540 540 www.powercare.dk Hjúkrunarfræðingar á skurðdeild Hjúkrunarfræðingar á lyflækningadeild Svæfingahjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar á skilunardeild Hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild Hjúkrunarfræðingar á nýburðardeild Hjúkrunarfræðingar á blóð- og krabbameinslækningadeild Hjúkrunarfræðingar á skurðlækningadeild Ljósmæður Við borgum fyrir allt og skipuleggjum ferð þína og dvöl. Við erum félagi þinn! Með jöfnu millibili verðum við með ráðningarviðtöl í danska sendiráðinu í Reykjavík. Nánari upplýsingar: Sími: (+45) 45 540 540 Hægt er að fylla út umsóknar- eyðublað á heimasíðu okkar: www.powercare.dk Leitað er að hjúkrunar- fræðingum og ljósmæðrum til Noregs – á mjög eftirsóknarverðum kjörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.