Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 54
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 201450 Aðstandendur sjúklinga, sem fara í gerviliðaaðgerð á mjöðm og hné, höfðu miklar væntingar til fræðslu en hjá rúmlega 70% voru væntingar ekki uppfylltar. Hjúkrunarfræðingar þurfa því að bæta fræðslu og upplýsingagjöf til aðstandenda. Aðgengi að upplýsingum frá heilbrigðisstarfsfólki, meðan á sjúkrahúsdvöl sjúklings stóð, gegndi veigamiklu hlutverki varðandi það hvernig fræðsluþörfum var sinnt en það bendir til að ekki sé nóg að fræða aðstandendur fyrir aðgerð heldur sé mikilvægt að fylgja fræðslunni eftir á sjúkrahúsinu. Einnig var samband við einstaklingsbundna þætti, svo sem menntun aðstandenda. Ekki fundust erlendar rannsóknir um þetta efni. Sjúklingur og aðstandandi hans í þessari rannsókn höfðu sambærilegar væntingar til fræðslu fyrir aðgerðina en fræðsluþarfir aðstandanda voru síður uppfylltar en sjúklings. Hugsanleg skýring er sú að fræðsla til sjúklinga er gjarnan veitt um leið og meðferð fer fram, til dæmis hjúkrunarmeðferð, þjálfun hjá sjúkraþjálfurum eða skoðun hjá læknum, og aðstandendur eru þá sjaldan viðstaddir. Einnig má vera að aðstandendum sé ekki nógu oft boðið að taka þátt í fræðslu, hvort sem er formlegri eða óformlegri. Í rannsókn Suhonen og félaga (2005) kom til dæmis fram að af 928 skurðsjúklingum sögðu einungis 4% að aðstandendum hefði verið boðið að sækja fræðslu. Væntingar og fengin fræðsla Aðstandendur hafa mestar væntingar til fræðslu á sviðum lífeðlisfræði og færni og þeim er jafnframt best sinnt, því næst væntingum á sviði reynslu, siðfræði og félagslega sviðinu og síst því fjárhagslega. Þessar niðurstöður eru í samræmi við fyrri rannsóknir, til dæmis fundu Almborg og félagar (2009) að aðstandendur sjúklinga, sem höfðu fengið heilablóðfall, fengu minnstar upplýsingar um félagslega þætti og endurhæfingu. Rannsóknir meðal aðgerðasjúklinga, þar sem notuð voru sömu mælitæki og í þessari rannsókn (Heikkinen o.fl., 2007; Montin o.fl., 2010; Rankinen o.fl., 2007) og fleiri (Boer o.fl., 2013), hafa sýnt svipaðar niðurstöður og hér komu fram. Umhugsunarvert er að hér kemur í ljós, eins og í öðrum rannsóknum, að væntingum sjúklinga og aðstandenda um fræðslu á fjárhagslega sviðinu er síst sinnt (Árún K. Sigurðardóttir o.fl., 2013; Heikkinen o.fl., 2007; Montin o.fl., 2010). Hlutur íslenskra heimila í heildarútgjöldum til heilbrigðismála fer vaxandi, var 17,5% árið 2007 en 19,6% 2012 (Hagtíðindi, 2013) og oft hefur verið bent á að sjúklingar eigi erfitt með að kynna sér og sækja rétt sinn í sjúkratryggingakerfinu. Niðurstöður rannsóknarinnar ættu því að hvetja heilbrigðisstarfsfólk til að íhuga eigin þekkingu á sjúkratryggingakerfinu og hvernig það miðlar henni til sjúklinga og aðstandenda. Hér kom í ljós að þótt karlar og konur hefðu sambærilegar væntingar til fræðslu fyrir aðgerð sjúklings voru væntingar kvenna síður uppfylltar en karla og konur töldu aðgengi sitt að upplýsingum lakara. Ætla má að konur þurfi meiri upplýsingar enda algengara að konur taki að sér umönnunarhlutverk í fjölskyldum (Almborg o.fl., 2009). Þeir sem yngri voru og höfðu meiri menntun fengu fræðsluþörfum sínum síður sinnt en aðrir og töldu aðgengi að upplýsingum einnig lakara og er það sambærilegt við aðrar rannsóknir (Hafsteinsdóttir o.fl., 2011; Rankinen o.fl., 2007). Þetta gæti skýrst af meiri þekkingu á heilbrigðiskerfinu og úrræðum þess, eða að þessir einstaklingar búi yfir meiri eflingu og vænti því og geri meiri kröfur til þjónustunnar. Aðgengi að upplýsingum Aðstandendur töldu aðgengi sitt að upplýsingum frá heilbrigðisstarfsfólki allgott í þessari rannsókn. Aðstandendur sjúklinga, sem lágu á FSA og HVE og fengu þar einstaklingsfræðslu, höfðu fengið fræðsluþarfir sínar marktækt betur uppfylltar en þeir sem ekki sóttu slíka fræðslu og aðgengi þeirra að upplýsingum var betra. Ekki fannst slíkur munur á þeim sem sóttu eða sóttu ekki hópfræðslu á Landspítala. Þótt varlega verði að fara í að draga ályktanir af þessum niðurstöðum, þar sem fjöldi þátttakenda frá hverri stofnun var ekki mjög mikill, vekja þær upp spurningar um skipulag, fyrirkomulag og efni sem dreift er til fræðslu á íslenskum sjúkrahúsum. Bent hefur verið á mikilvægi þess að einstaklingshæfa sjúklingafræðslu og byggja hana á fræðsluþörfum sjúklings og aðstandanda hans eins og þeir sjálfir meta þær (Suhonen og Leino­Kilpi, 2006). Í samantektargrein um áhrif fræðslu eftir aðgerð, þar sem kannaðar voru niðurstöður 58 rannsókna, var niðurstaðan sú að mestra áhrifa er að vænta ef fræðslan er einstaklingshæfð, fleiri en einni aðferð er beitt og fræðslan er veitt í mörg skipti (Fredericks o.fl., 2010). Í slembaðri meðferðarrannsókn meðal sjúklinga, sem fóru í gerviliðaaðgerð á mjöðm, sýndu niðurstöður að þeir sjúklingar, sem fengu bæði skriflega fræðslu og einstaklingsfræðslu (n=62), þurftu minni eftirmeðferð en hinir sem fengu eingöngu skriflegt fræðsluefni (n=61) (Johansson o.fl., 2007). Sjúklingafræðsla og fræðsla til aðstandenda hefur verið skilgreind sem hjúkrunarmeðferð og krefst þekkingar, færni og jákvæðra viðhorfa af hálfu hjúkrunarfræðinga. Þó niðurstöður rannsóknarinnar bendi til að margt sé vel gert í fræðslu aðstandenda gerviliðasjúklinga má gera betur hvað varðar innihald og framkvæmd fræðslunnar. Hjúkrunarfræðingar hafa jákvæð viðhorf til fjölskylduhjúkrunar og telja mikilvægt að fjölskyldan taki þátt í umönnun sjúklinga. Þetta kom fram í rannsókn sem gerð var á skurðdeildum Landspítala og höfðu þeir sem voru eldri og með meiri starfsreynslu jákvæðari viðhorf en þeir yngri (Blondal o.fl., í prentun 2013). Með styttri legutíma á sjúkrahúsum (OECD, 2010) hafa kröfur aukist um að aðstandendur veiti aðstoð eftir útskrift ástvina sinna. Vert er að rannsaka frekar hvernig styttri sjúkrahúslega kemur við aðstandendur gerviliðasjúklinga, hvaða úrræði þeir hafa og hver sé hlutdeild heilbrigðisstarfsmanna við þær aðstæður. Kostir og takmarkanir rannsóknar Kostir rannsóknarinnar eru að hún er framkvæmd á öllum þeim sjúkrahúsum á Íslandi sem gera gerviliðaaðgerðir á hné og mjöðm. Gallar rannsóknarinnar eru að sjúklingur valdi sjálfur hvern hann taldi vera aðstandanda sinn og því höfðu rannsakendur ekki stjórn á hver varð fyrir valinu en á hinn bóginn er það í anda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.