Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 36
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 201432
Frá árinu 1994 hafa vinnuveitendur hjúkrunarfræðinga greitt sem nemur 1,5% af
föstum dagvinnulaunum þeirra í vísindasjóð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Sjóðurinn er í vörslu félagsins og skiptist í A og Bhluta. Aðild að sjóðnum
eiga allir þeir hjúkrunarfræðingar sem eru félagsmenn í FÍH og voru starfandi
samkvæmt kjarasamningi félagsins fyrir 31. desember árið fyrir úthlutun.
STYRKJUM ÚTHLUTAÐ ÚR VÍSINDASJÓÐI FÉLAGS
ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA
Vísindasjóði er annars vegar ætlað að styrkja símenntun
hjúkrunarfræðinga (Ahluti) og hins vegar að stuðla að aukinni
fræðimennsku í hjúkrun með því að styrkja rannsóknir og
fræðaskrif þeirra (Bhluti). Úthlutað var úr Ahluta í febrúar sl.
en þá fengu 2.836 félagsmenn styrk og nam heildargreiðslan
um 147 milljónum króna. Meðalgreiðsla til félagsmanns nam
því 51.888 kr. Greidd voru út 95% af þeirri fjárhæð sem
launagreiðandi greiðir inn vegna hvers félagsmanns fyrir sig.
21 hjúkrunarfræðingur hlaut styrk úr Bhluta vísindasjóðs 2014
Á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga hinn 12. maí sl. fór
fram afhending styrkja úr vísindasjóði Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga. Hlutverk sjóðsins er að styrkja sjóðsfélaga
sem vinna að rannsóknum, klínískum verkefnum og
fræðiskrifum sem gildi hafa fyrir hjúkrun. Sjóðsfélagar, sem eru
Aðalbjörg Finnbogadóttir, adalbjorg@hjukrun.is
í námi, geta sótt um styrk til að vinna rannsóknarverkefni til
meistaragráðu eða doktorsgráðu. Að þessu sinni var veittur 21
styrkur úr sjóðnum. Veittir voru 4 styrkir til vísindarannsókna, 3
til rannsókna í doktorsnámi og 14 til rannsókna í meistaranámi.
Með þessum styrkjum leggur félagið sitt af mörkum til þess
að efla þekkingu og nýsköpun í hjúkrun og þar með bæta
heilbrigðisþjónustuna á Íslandi.
Stjórn sjóðsins 2013-2015 skipa:
Dr. Auðna Ágústdóttir, formaður stjórnar vísindasjóðs,
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, sviðstjóri fagsviðs FÍH,
Guðbjörg Guðmundsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun,
Hlíf Guðmundsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun og fulltrúi stjórnar FÍH.