Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 28
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 201424 Ég hef leitt hugann að því síðustu misseri hvert heilbrigðiskerfið okkar stefnir í raun. Hver er stefnan til framtíðar og hvenær fá heilbrigðisstarfsmenn tækifæri til að snúa vörn í sókn og flytja heilbrigðiskerfið yfir á næsta stig? Það er orðið löngu tímabært og þá tala ég ekki einungis um húsa­ eða tækjakost spítalans. Það er jú mannauðurinn, við heilbrigðisstarfsmenn, sem höldum kerfinu uppi og höfum að miklu leyti það sem til þarf til að gera ágætt heilbrigðiskerfi mun betra. Það þarf því líka að gefa okkur „næringu“ og góð „vítamín“ til að fríska okkur upp, endurhlaða batteríin og bæta okkur sem fagmenn. Þarna kem ég að þjálfun og fræðslu okkar hjúkrunarfræðinga. Það er ein leið af mörgum til að næra starfsmenn og gefa þeim það sem þarf til að vaxa og þroskast í starfi og um leið bæta þjónustuna. Þjálfun er nauðsynleg til að halda í við nýjungar og viðhalda þeirri þekkingu og færni sem er til staðar. Okkar fag er þannig úr garði gert að það þarf stöðugt að rifja upp, þjálfa sig og sækja námskeið og fræðslu innan sem utan hefðbundins vinnutíma. Ég hef unnið á bráðasviðinu í fjögur ár þar sem sjúklingahópurinn er fjölbreyttur, verkferlar og leiðbeiningar taka stöðugt breytingum og nýjungar koma inn. Þjálfun og fræðsla er því gríðarlega mikilvæg á minni deild og hef ég verið mjög ánægð með það lærdómsumhverfi sem er til staðar þar. Það er nauðsynlegt að hjúkrunarfræðingar fái umhverfi sem er hvetjandi og gefur okkur um leið kost á að efla okkur og bæta í starfi. Ég tel að mín deild sé sérstök hvað þetta varðar Hildur Björk Sigurðardóttir, hbs7@hi.is og það sem gefur mér mest í færni og starfsöryggi er það sem skipulagt er af minni deild. Ég velti því fyrir mér hvort önnur svið spítalans skipuleggi þjálfun fyrir starfsmenn sína með markvissum hætti eða hvort námskeið og fræðsla á vegum spítalans sinni þörfum og markmiðum þessara hjúkrunarfræðinga og deildanna í heild sinni. Á Landspítalanum er ákveðið starfs­ þróunarkerfi fyrir hjúkrunarfræðinga en það heldur utan um þá þekkingu og færni sem þeir þurfa að búa yfir og skiptist í nokkra flokka. Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar byrja í flokki A og fá viðeigandi starfsþróunarhandbók þar sem kemur fram hverju þarf að ljúka til að komast upp í næsta flokk sem er B. Flokkarnir eru frá A til E og snýst þetta um að hver hjúkrunarfræðingur auki hæfni sína og getu, vinni markvisst að því að þróa sig í starfi og geti að lokum sótt um hjá sínum deildastjóra um að fara í næsta starfsþróunarflokk. Hjúkrunarfræðingurinn þarf að hafa skráð í viðeigandi starfsþróunarhandbók þau námskeið sem hann hefur farið á og margt fleira sem hann telur hafa nýst sér til starfsþróunar. Starfsmaðurinn þarf að ljúka ákveðnum skyldunámskeiðum sem eru tengd við þann starfsþróunarflokk sem hann er í en einnig eru í boði innan Landspítalans önnur námskeið og fyrirlestrar sem starfsmaður getur sótt og nýtast honum til starfsþróunar. Mikilvægt er að starfsmaðurinn telji allt til og þar á meðal ráðstefnur, námskeið og fyrirlestra sem hann sækir utan spítalans og annað sem hann telur hafa nýst sér til starfsþróunar. Það er margt í boði sem er nytsamlegt og mikil vinna og metnaður lagður í námskeiðin. Heildarhugmyndin er góð og mikilvægt að hafa eitt kerfi sem heldur utan um starfsþróun hjúkrunarfræðinga. Ég efast ekki um að þeir sem yfir þessu ráða geri sitt besta til að starfsþróunarkerfið nýtist sem flestum. En það er hins vegar umhugsunarvert hvort nægjanlegur ávinningur er af þessu kerfi og nýtingu þess í starfseminni og einnig hvort umhverfið og tækifærin, sem starfsmönnum gefast til að sækja aukna þekkingu, er fullnægjandi. Til dæmis er sjaldan mikill tími aflögu til að sækja frekari þjálfun og deildirnar eiga oft erfitt með að losa um starfsmenn til að fara á námskeið. Ef starfsmaður kemst ekki á tiltekið námskeið, sem er kannski skyldunámskeið, getur hann þurft að bíða í nokkra mánuði eða meira til að ljúka viðeigandi námskeiði. Það hefur einnig þau áhrif á starfsmanninn að hann Hildur Björk Sigurðardóttir ÞANKASTRIK STARFSÞRÓUNARKERFI LANDSPÍTALANS? Okkar fag er þannig úr garði gert að hjúkrunarfræðingar þurfa stöðugt að rifja upp, þjálfa sig og sækja námskeið og fræðslu innan sem utan hefðbundins vinnutíma. Það er því nauðsynlegt að hjúkrunarfræðingar fái umhverfi sem er hvetjandi og gefur þeim um leið kost á að efla sig og bæta í starfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.