Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 50
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 201446
um að velja og bjóða einum aðstandanda sínum að taka þátt.
Einu þátttökuskilyrði aðstandanda voru að hann eða hún væri 18
ára eða eldri og gæti fyllt út spurningalista hjálparlaust. Á T1 tóku
279 sjúklingar þátt í rannsókninni og 212 aðstandendur.
Matstæki
Matstæki til að kanna væntingar sjúklinga til fræðslu (Hospital
Patients’ Expected Knowledge – HPEK) og fengna fræðslu
(Hospital Patients’ Received Knowledge – HPRK) voru útbúin
af hópi finnskra rannsakenda í samvinnu við sjúklinga og
hjúkrunarfræðinga í klíník og hafa áður verið notuð í rannsóknum
(LeinoKilpi o.fl., 2005; Rankinen o.fl., 2007). Matstækin voru
aðlöguð til notkunar meðal aðstandenda og notuð í fyrsta sinn
í þessari rannsókn: Hospital Patients’ Expected Knowledge
– Significant other (HPEKS) og Hospital Patients’ Received
Knowledge – Significant other (HPRKS). Þau innihalda
sömu 40 efnisþættina og skiptast í sex undirsvið samkvæmt
þekkingarsviðum eflandi fræðslu sem eru lífeðlisfræði (8 spurningar
um til dæmis sjúkdóm, einkenni, fylgikvilla), færni (8 spurningar
um til dæmis hreyfingu, næringu, svefn), reynsla (3 spurningar
um tilfinningar og fyrri reynslu), siðfræði (9 spurningar um til
dæmis réttindi og skyldur, þagnarskyldu og trúnað), félagslegt
svið (6 spurningar um félagslegan stuðning, til dæmis fjölskyldu
og sjúklingasamtök) og fjárhagur (6 spurningar um réttindi til bóta,
tryggingar og kostnað vegna meðferðar). Dæmi úr lista sjúklings:
„Ég vænti fræðslu um hvernig nánasti aðstandandi minn getur
lagt sitt af mörkum við umönnun mína.“ Í lista aðstandenda er
sama atriði svona: „Ég vænti fræðslu um hvernig ég get lagt mitt
af mörkum við umönnun aðstandanda míns.“ Svarmöguleikar eru
„alveg sammála“, „sammála að hluta“, „ósammála að hluta“ og
„alveg ósammála“ og hafa þeir tölugildin 14 en svarmöguleikinn
„á ekki við“ fær tölugildið 0. Áreiðanleikastuðull (Cronbachsalfa)
spurningalista aðstandenda á T1T3 var 0,96, 0,98 og 0,99.
Áreiðanleikastuðull fyrir undirsviðin var 0,75 til 0,94 á T1, 0,90 til
0,99 á T2 og 0,93 til 0,97 á T3.
Á T2 voru aðstandendur spurðir um aðgengi að upplýsingum
meðan á sjúkrahúsdvöl sjúklings stóð með fjórum völdum
spurningum úr Good Care Scale sem metur margvísleg
gæði umönnunar, þar á meðal upplýsingagjöf (LeinoKilpi
og Haana,1994). Svarmöguleikar eru fimm (1=ósammála,
5=sammála) og fimm táknar gott aðgengi. Í þessari rannsókn
sem og hinu alþjóðlega verkefni eru þessar spurningar prófaðar
og meðhöndlaðar sem einn listi í fyrsta sinn. Innra samræmi
spurninganna var metið með Spearmansfylgnistuðli sem var
frá 0,52 til 0,77 og áreiðanleikastuðull spurningalista var 0,89.
Aðstandendur voru spurðir um aldur, tengsl við sjúkling,
kyn, menntun, atvinnu, starfsreynslu innan heilbrigðis eða
félagsþjónustu og hvort þeir hefðu tekið þátt í einstaklingsfræðslu
(FSA eða HVE) eða hópfræðslu (LSH) fyrir aðgerð sjúklings. Þessar
upplýsingar voru notaðar sem bakgrunnsbreytur í rannsókninni.
Upplýsingar um þýðingu og prófun mælitækja og frekari
lýsingu á fræðslulista, sjúklingafræðslu og gagnasöfnun er að
finna í fyrri grein höfunda (Árún K. Sigurðardóttir o.fl., 2013)
Gagnasöfnun
Tveir spurningalistar með sama kóðanúmeri, annar fyrir sjúkling
og hinn fyrir aðstandanda, voru sendir heim til sjúklings stuttu
fyrir liðskiptaaðgerð hans ásamt upplýsinga og samþykkisbréfi.
Annar spurningalistinn var afhentur þeim sjúklingum og
aðstandendum, sem samþykktu þátttöku á sjúkrahúsinu, og
þriðji spurningalistinn, bæði fyrir sjúklinginn og aðstandanda, var
sendur heim til sjúklings sex mánuðum eftir aðgerð.
Listum var skilað í fyrirframgreiddu svarumslagi. Sendur var
spurningalisti til aðstandenda á T3 þótt svar bærist ekki á T2.
Söfnun gagna átti sér stað frá nóvember 2009 til júní 2011. Á
öllum þremur sjúkrahúsunum er formleg fræðsla fyrir eða við
innritun og útskrift sem aðstandendum er boðið að taka þátt í.
Siðfræði
Vísindasiðanefnd veitti rannsókn leyfi (VSNb2009080003/03.7)
og Persónuvernd var tilkynnt um rannsóknina. Þátttakendur
skiluðu undirrituðu upplýstu samþykkisbréfi með fyrsta
spurningalistanum.
Tölfræðileg úrvinnsla
Lýsandi tölfræði var notuð til að lýsa einkennum úrtaksins. Reiknað
var meðaltal, staðalfrávik og spönn fyrir allar samfelldar breytur og
tíðni og hlutföll fyrir flokkabreytur. Miðgildi aldurs var reiknað og
þátttakendum skipt í tvo hópa samkvæmt því. Kíkvaðratpróf var
notað til að bera saman tvíkosta bakgrunnsbreytur. Reiknað var
meðaltal svara í spurningalistum um fræðslu í heild og fyrir hvert
undirsvið. Lágt meðalgildi gefur til kynna miklar væntingar (HPKE
og HPKES) og mikla fengna fræðslu (HPRK og HPRKS). Breytur
voru gerðar til að mæla mismun á væntingum (HPKES) og
fenginni fræðslu (HPRKS) á T1 og T2 (HPKES mínus HPRKS2)
og T1 og T3 (HPKES mínus HPRKS3). Búnar voru til breytur
þar sem mismun á væntingum og fenginni fræðslu á T2 og T3
var skipt í hópa eftir því hvort breyta var með 0 eða hærra gildi
(frá 0 til +3) eða lægra gildi en 0,001( frá 0,001 til 3) og þær
breytur bornar saman við bakgrunnsbreytur með kíkvaðratprófi.
Enn fremur voru búnar til breytur til að mæla mismun á svörum
um fengna fræðslu á T2 annars vegar og T3 hins vegar (HPRKS2
mínus HPRKS3). Meðaltöl ofangreindra breyta voru borin saman
við bakgrunnsbreytur milli tímapunkta (T1, T2, T3) með stikuðum
prófum: tprófi, pöruðu tprófi og einhliða dreifigreiningu, til að
finna mun á meðaltölum. Dreifigreining endurtekinna mælinga
var notuð til að athuga áhrif tíma á mat aðstandenda á fræðslu.
Línuleg fjölbreytuaðhvarfsgreining var gerð til að finna hvaða
frumbreytur hafa sjálfstæð áhrif á mismun á væntingum og
fenginni fræðslu á T2 (HPKES mínus HPRKS2). Reiknað var
meðaltal spurninga úr Good Care Scale fyrir hverja spurningu og
heildarlista. Miðað var við marktektarmörk p<0,05 og gögn voru
greind með SPSS, útgáfu 20.
NIÐURSTÖÐUR
Af 212 aðstandendum, sem tóku þátt í rannsókninni, svaraði
141 (67%) á T2 og 144 (68%) á T3. Meðalaldur var 58 ár (sf
13,5), miðgildið var 60 ár og spönn frá 19 til 89 ára. Rúm 50%
aðstandenda voru á aldrinum 60 til 89 ára og tæpur helmingur