Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 10
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 20146 Kveikjan að þessari grein er bók Monicu Baly sem ber heitið „As Miss Nightingale said …“ Baly hafði rannsakað sögu Florence Nightingale og skrifað margt og mikið um hana þegar hún vann að þessari bók. Baly telur að Nightingale hafi verið ein um að líta á hjúkrun sem aðskilið og sjálfstætt starf og eins ein um að finnast miður þegar hjúkrunarfæðingar urðu vinnukonur sem unnu í þágu læknisfræðinnar, á ensku „the handmaidens of medicine“ (Baly, 1991, bls. 64). Þessar vangaveltur komu höfundi þessarar greinar í huga þegar hann las viðtal við Ernu Gunnþórsdóttur í helgarblaði Fréttablaðsins 15. febrúar sl. Þar er því slegið upp að þessi stúlka muni útskrifast sem hjúkrunarfræðingur í vor og stefni síðan á læknisnám erlendis og ætla mætti að það væri ákveðin upphefð. Spurningar um stöðu hjúkrunarfræðinnar vakna við slíkt tal. Spurningarnar eru: Er hjúkrunarfræði fyrst og fremst undirgrein læknisfræði? Má ætla að hjúkrunarfræði sé heppileg undirstaða fyrir læknisnám? Er hætt við að litið sé fyrst og fremst til hjúkrunarfræði sem stökkpalls fyrir læknisfræðinám? Þessar og svipaðar spurningar hafa oft leitað á höfund þessarar greinar þegar Margrét Gústafsdóttir, margust@hi.is rætt er um hjúkrunarfræðinga sem aðstoðarstarfsstétt fyrir lækna. Reyndar er helsta spurningin hvort hjúkrunar­ fræðingum finnist tilkomumeira að vinna í þágu læknisfræðinnar – eða nýverið í þágu annarra faggreina – fremur en að vinna í þágu hjúkrunarfræðinnar. Ef til vill liggur næst við að spyrja: Þykir hjúkrunarfræði yfirhöfuð ekki nógu krefjandi eða spennandi? En höfundur varð allt að því orðvana þegar mjög reyndur og fær hjúkrunarfræðingur sagði eitt sinn við hann, er rætt var um starfsval dóttur umrædds hjúkrunarfræðings, að sér hefði fundist sjálfsagt að dóttirin hefði valið læknisfræði – hún væri góður námsmaður og læknisfræðin fæli í sér mun fleiri örandi verkefni en hjúkrunarfræðin. Dóttirin hafði þó unnið með móður sinni við hjúkrun eitt sumar og fundist sú vinna mjög ánægjuleg! Um hvað snýst hjúkrun? Baly (1991) segir enn fremur að Nightingale hafi oft á lífsleiðinni skipt um skoðun um hver væru réttu verkefnin fyrir hjúkrunarfræðinga og hver væri efni í besta hjúkrunarfræðinginn. Verkefni hjúkrunarfræðings geta verið óljós enda vísar Patricia Benner til óætlaðs starfs („unplanned practices“) þegar hún ræðir um verksvið hjúkrunarfæðinga í ljósi mismunandi þátta starfsins (Benner,1984; Margrét Gústafsdóttir,1988). Þetta óætlaða verksvið hjúkrunar­ fræðings ins eða „hips um haps­verksvið“ felur í sér alls kyns verkefni sem eru skilin eftir – oft af öðrum fagstéttum – hjúkrunarfræðingum til handa eða þeim hlotnast af því að hjúkrunarfræðingar eru á staðnum við hlið sjúklingsins. Hjúkrunarfólk er vissulega á staðnum við hlið sjúklings og allt í kringum hann allan sólarhringinn – og hugsanlega er það sú sérstaða sem hjúkrun snýst um – á meðan aðrar stéttir hitta einstaklinginn á mismunandi tímum, þegar hver og einn kemur að mismunandi íhlutun. Íhlutun annarra stétta en hjúkrunarfólks ræðst þó mjög oft af þeim upplýsingum sem HVAÐ HEFÐI FLORENCE NIGHTINGALE SAGT NÚNA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.