Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 61
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 2014 57
Ritrýnd fræðigrein
SCIENTIFIC PAPER
þýtt á íslensku sem raunverulegur aðbúnaður íbúa og eru mörg
matstæki í RAIfjölskyldunni eins og Pálmi V. Jónsson (2003)
kallaði hana. Þróun á RAImatstækinu fyrir hjúkrunarheimili
hófst í Bandaríkjunum 1986 en síðan þá hafa verið settar fram
útgáfur fyrir ólík svið velferðarþjónustu. Samkvæmt reglugerð
er skylda að meta alla íbúa á hjúkrunarheimilum á Íslandi með
þessu mælitæki. Árið 1996 kom útgáfa af RAI sem ætluð var
til notkunar í heimaþjónustu RAIHC (Resident Assessment
Instrument – Home Care) og metur það bæði þörf fyrir
heilbrigðis og félagsþjónustu einstaklinga. RAIHCmælitækið
gefur að auki vísbendingar um umfang, áherslur og gæði veittrar
þjónustu. Innleiðing á RAIHome Care hefur verið í gangi hjá
heimaþjónustu Reykjavíkur og samkvæmt áherslum heilbrigðis
og tryggingamálaráðherra frá 2006 verður unnið að því að
innleiða það um allt land (Pálmi Jónsson, 2003; Heilbrigðis og
tryggingamálaráðuneytið, 2006; Somme o.fl., 2007).
Sameiginlegt upplýsingaforrit – skráning
Til að tryggja samfellu í umönnun skjólstæðingsins og auðvelda
öll samskipti milli aðila innan teymisins er nauðsynlegt að
koma á einhvers konar upplýsingaforriti á tölvutæku formi þar
sem allir umönnunaraðilar geta séð nýjustu upplýsingar um
skjólstæðinginn og sett inn sínar athugasemdir, breytingar á
meðferð og áætlun. Þetta getur sparað tíma og komið í veg
fyrir tvíverknað (Alaszewski o.fl., 2004; Hébert o.fl., 2003b).
Nokkur slík forrit hafa verið búin til fyrir samþætta þjónustu
víða um lönd, svo sem SIGG (System d’information géronto
gériatrique) í PRISMAsamþættingarmódelinu (Hébert o.fl.,
2003b) og ESAP (Electronic Single Assessment Process, an
integrated health and social care information system for older
people) sem yfirvöld í Bretlandi stóðu að (Mouratidis o.fl.,
2003; Wilson o.fl., 2007). Við samningu á svona upplýsinga
og skráningarforritum er auðvitað nauðsynlegt að tryggja
persónuvernd og trúnað við sjúklinginn.
Teymisvinna
Teymisvinna er grunnurinn að öllum samþættingarmódelum.
Misjafnt er eftir verkefnum hverjir mynda teymið. Í PACE
verkefninu var mikið lagt upp úr því að hafa alla starfsmenn
með í teyminu sem að skjólstæðingnum komu, hvort sem
það var hjúkrunarfræðingur eða bílstjóri (Mukamel o.fl.,
2006). Algengast er að í teymunum sé hjúkrunarfræðingur,
félagsráðgjafi, læknir og sjúkraliði eða félagsliði.
Sameiginlegt húsnæði
Það gefur auga leið að ef öll þjónustan er staðsett í sameiginlegu
húsnæði eru meiri líkur á að teymið, sem vinnur saman, þekkist
og samskipti milli fólks verði auðveldari. Í PACEverkefninu
var lögð áhersla á að öll þjónustan væri skipulögð út frá
þjónustukjarnanum þar sem dagdeildin var (Kodner, 2006) en í
hinum verkefnunum var hins vegar ekki eins mikið lagt upp úr því.
Gott upplýsingakerfi ætti auðvitað að minnka þörfina á þessu.
UMRÆÐA
Rætt verður um niðurstöður þessarar samantektar aðallega
með hliðsjón af stöðu samþættingar á Íslandi. Í þeim ritverkum,
sem tekin voru til greiningar, kom fram mikill samhljómur
um markmið samþættingar. Helstu markmið voru að gefa
öldruðum kost á að eyða ævikvöldinu á eigin heimili með
þjónustu sem er samfelld og vönduð. Þörfin fyrir þjónustu
kemur oft skyndilega í kjölfar veikinda eða við útskrift af
sjúkrahúsi eftir einhvers konar áfall eða veikindi. Algengt er að
hinn aldraði eða aðstandendur hans vita ekki hvert á að leita.
Við þessar aðstæður er vel skipulögð og aðgengileg þjónusta,
sem sinnir þörfum fjölskyldunnar, oft úrslitaatriðið um hvort
einstaklingurinn getur útskrifast heim og hvort hann getur
dvalist heima.
Af sameiginlegum einkennum árangursríkra samþættingar
verkefna var talið mikilvægast að til staðar væri ein
þjónustugátt sem lyti þjónustustjórn, stýrðri af þjónustustjóra.
Þar sem samþætting hefur ekki átt sér stað er hins vegar
venjan að sótt sé um heimahjúkrun á einum stað, félagslega
heimaþjónustu á öðrum og að leitað sé til læknis á þeim þriðja.
Ef skjólstæðingurinn óskar eftir heimsendum mat þarf jafnvel
að sækja um það á fjórða staðnum og svo framvegis. Með
samþættingu er leitast við að einfalda kerfið, gera alla þjónustu
sýnilega og bregðast fljótt við svo skjólstæðingurinn fái þá
þjónustu sem hann þarf (Leichsenring, 2004b; Leichsenring
o.fl., 2005). Það gefur því auga leið að ein þjónustugátt og
góð stýring þjónustunnar auðveldar aðgang hins aldraða að
allri þjónustu og er eitt af þeim atriðum sem auðveldast er að
hrinda í framkvæmd. Teymisvinna er annað mikilvægt atriði í
samþættingarverkefnum en mismunandi var eftir verkefnum
hvernig teymin voru uppbyggð. Í PACEmódelinu var lögð
áhersla á að bæði fagfólk og ófaglærðir störfuðu saman í
teymi. Þrátt fyrir að það geti verið flóknara að starfa og halda
utan um þess konar teymi telja stjórnendur að það skili sér í
betri þjónustu (Mukamel o.fl., 2006).
Ofangreindar niðurstöður eru mikilvægar og geta verið hjálplegar
til að meta árangur samþættingar á Íslandi. Hérlend stjórnvöld
hafa unnið að samþættingu heilbrigðis og félagsþjónustu frá
því á síðari hluta tuttugustu aldar, þó það hafi verið vissum
erfiðleikum bundið þar sem heimahjúkrun fellur lagalega undir
ríkið en félagsleg heimaþjónusta er á ábyrgð sveitarfélaganna
(Lög um málefni aldraðra nr. 125/1999). Þessir málaflokkar
heyrðu lengst af undir sitt ráðuneytið hvor. Með sameiningu
heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis
í velferðarráðuneyti sköpuðust betri forsendur til að auka
samstarf og samþættingu í öldrunarþjónustu (Lára Björnsdóttir,
2006). Um tíma voru Akureyri og Höfn reynslusveitarfélög á
sviði öldrunarmála þar sem ábyrgð á heimahjúkrun aldraða
fluttist til sveitarfélaganna. Þó að árangur þeirra verkefna sé
ekki talinn ótvíræður voru ýmsar vísbendingar um jákvæð áhrif
þessa (Guðrún Björk Reykdal, 2010).
Í janúar árið 2009 var gerður þjónustusamningur til þriggja ára
milli heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytisins og velferðarsviðs
Reykjavíkurborgar um að starfsemi heimahjúkrunar í Reykjavík
flyttist til borgarinnar (Berglind Magnúsdóttir, 2006; Velferðarsvið
Reykjavíkurborgar, 2009). Samningurinn var endurnýjaður árið
2012. Þá var kvöld og helgarþjónusta heimahjúkrunar og