Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 9
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 2014 5
Tímarit hjúkrunarfræðinga lýsir því eftir greinum um klínísk efni. Ritnefnd óskar
sérstaklega eftir að fá stutta pistla um afmörkuð efni en lengri greinar eru einnig vel
þegnar. Margir lesendur hafa kynnt sér sérstaklega ákveðið efni og kunna aðferðir
sem eru ekki á allra færi. Það er einmitt eitt af hlutverkum sérfræðingsins að fræða
og þannig auka þekkingu og færni annarra.
Umfjöllunarefnið getur verið eitthvað sem er tiltölulega einfalt í framkvæmd og tekur
fljótt af, eins og að gefa sprautu í vöðva, eða mjög flókin langtímameðferð. Greinin
getur til dæmis fjallað um sjúklingatilfelli, hjúkrunargreiningu eða hjúkrunarmeðferð.
Hún getur verið 200 orða frétt eða 2.000 orða yfirgripsmikil umfjöllun. Benda má á
að grein í Tímariti hjúkrunarfræðinga getur verið gott að eiga í ferilskránni þegar sótt
er um framgang.
Lesendur eru hvattir til þess að hafa samband hafi þeir hugmynd að grein. Ritstjóri
blaðsins hjálpar gjarnan til við að móta greinina og getur komið höfundi í samband
við sérfræðinga á sviði greinarefnis, yfirlesara og aðra sem geta tekið þátt í að búa
til áhugaverða grein. Í haust verður einnig boðið upp á námskeið um að skrifa grein
en aukin færni í því getur nýst á mörgum sviðum lífsins.
Nú er nýlokið aðalfundi félagsins og félagsmenn farnir að framkvæma ákvarðanir sem
þar voru teknar. Um það má lesa í blaðinu en hér vil ég sérstaklega hvetja lesendur til
þess að taka virkan þátt í tveimur verkefnum – að umbreyta félaginu og að undirbúa
næstu kjarasamninga. Stjórn félagsins hefur ákveðið að móta stefnu í ýmsum nýjum
og gömlum málum og til stendur einnig að fara rækilega yfir lög félagsins. Allt er það
gert til þess að efla þátttöku félagsmanna og styrkja mátt félagsins. Ljóst er samt
sem áður að erfitt verður að ná markmiðum félagsins í næstu kjarasamningum nema
allir, sem á annað borð hafa áhuga á launum sínum, leggi sitt af mörkum.
Næsta tölublað kemur í október en þá verður talsvert fjallað um heimilisofbeldi og
kynferðislegt ofbeldi. Þetta eru mál sem hafa gríðarlegar heilsufarslegar afleiðingar
og kominn tími til að heilbrigðisstarfsfólk segi hingað og ekki lengra.
En áður en að því kemur viljum við öll njóta sumarsins. Það er von ritstjóra og
ritnefndar að lesendur fái tækifæri til þess að hvílast vel og safna kröftum fyrir næsta
vetur.
Tímarit hjúkrunarfræðinga
Suðurlandsbraut 22
108 Reykjavík
Sími 540 6405
Bréfsími 540 6401
Netfang christer@hjukrun.is
Vefsíða www.hjukrun.is
Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Sími skrifstofu 540 6400
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Christer Magnusson
Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu
christer@hjukrun.is.
Leiðbeiningar um ritun fræðslu og fræðigreina
er að finna á vefsíðu tímaritsins.
Ritnefnd
Ásta Thoroddsen
Bergþóra Eyólfsdóttir
Dóróthea Bergs
Kolbrún Albertsdóttir
Oddný S. Gunnarsdóttir
Vigdís Hrönn Viggósdóttir
Þórdís Þorsteinsdóttir
Fréttaefni
Aðalbjörg Finnbogadóttir,
Christer Magnusson o.fl.
Ljósmyndir
Christer Magnusson, Jóhannes Long,
Lárus Sigurðarson, Magna Björk Ólafsdóttir o.fl.
Próförk og yfirlestur
Ragnar Hauksson
Auglýsingar
Guðrún Andrea Guðmundsdóttir, sími 540 6412
Hönnun
Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT
Prentvinnsla
Litróf
Upplag 4000 eintök
Pökkun og dreifing
Póstdreifing
SKRIFA ÞARF ÞAÐ SEM LESA MÁ
Það hefur alltaf verið verkefni blaðsins
að birta greinar um það sem lesendur
vilja lesa. Nú leggur ritstjóri og ritnefnd
aukinn þunga á að birta stuttar klínískar
greinar en margir lesendur hafa lýst
eftir þannig efni.
Christer Magnusson.
Ritstjóraspjall
Ertu með ofnæmi?
Lóritín®
– Kröftugt ofnæmislyf án lyfseðils
Þekkir þú helstu einkenni ofnæmiskvefs?
· Kláði í augum og nefi
· Síendurteknir hnerrar
· Nefrennsli/stíflað nef
· Rauð, fljótandi augu
Einkennin geta líkst venjulegu kvefi og margir þjást af „kvefi” á hverju
sumri áður en þeir átta sig á að um ofnæmiskvef er að ræða.
Lóritín er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi
ofsakláða af óþekktum toga.
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
-
A
ct
av
is
4
14
08
2
Notkun: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín 10 mg og er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af
óþekktum toga. Skömmtun: Fullorðnir og börn yr 12 ára aldri: 1 taa á dag. Börn 2-12 ára: Með líkamsþyngd meiri en 30 kg: 1 taa (10
mg) á dag. Börn með líkamsþyngd undir 30 kg: 1/2 taa (5 mg) á dag. Lyð er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Töuna má taka
hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Hea ætti meðferð hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi með minni skammti.
Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum. Varúðarreglur: Gæta skal varúðar ef Lóritín er geð sjúklingum með mikið
skerta lifrarstarfsemi. Lyð inniheldur laktósa. Langvarandi notkun getur leitt til aukinnar hættu á tannskemmdum vegna munnþurrks.
Notkun Lóritíns á meðgöngu og við brjóstagjöf er ekki ráðlögð. Í einstaka tilfellum nnur fólk fyrir syu sem getur haft áhrif á hæfni
þeirra til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Lóritín þolist almennt vel en algengustu aukaverkanirnar hjá börnum á aldrinum
2-12 ára eru höfuðverkur, taugaveiklun og þreyta. Algengustu aukaverkanirnar hjá 12 ára og eldri eru svefnhöfgi, höfuðverkur, aukin
matarlyst og svefnleysi. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lynu. Texti síðast endurskoðaður í mars 2013.