Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Blaðsíða 17
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 2014 13 Á þeim árum, sem Valgerður hefur starfað hjá Karitas, hefur hún oft hugsað til þess að það vanti barnabók með sérhæfðu fræðsluefni fyrir börn þegar foreldri, afi eða amma eða einhver annar í fjölskyldunni er með krabbamein. „Þetta er stórt mál fyrir fjölskylduna og hefur mikil áhrif á alla sem standa næst. Börnin fara að spyrja og þau fá að heyra ný orð og hugtök. Þau velta fyrir sér ýmsu og sum börn spyrja margs en önnur ekki en flest hugsa sitt,“ segir Valgerður. Það er því þörf fyrir fræðsluefni þar sem foreldrar fá hjálp við að tala um krabbamein við börnin sín, hvað það þýðir að fá krabbamein og hvað sé fram undan. „Mér hefur fundist foreldrar vera hálf­ hræddir við að ræða um krabbameinið við börnin sín en þeir vita oft ekki hvernig á að ræða þetta viðkvæma mál. Þeir vilja hlífa þeim og eðlilega viljum við hlífa börnunum okkar og viljum ekki þurfa að segja þeim einhverjar erfiðar og leiðinlegar fréttir. Við viljum heldur ekki gera þau hrædd. En þau verða vör við ýmislegt og þau eru forvitin og hlusta þó að þau séu ekki alveg í næsta herbergi,“ segir hún. Fyrir nokkrum árum fór Valgerður í meistaranám í fjölskyldumeðferð. Hún ákvað strax í upphafi námsins að skrifa ritgerð um að eiga samtal við barn þegar foreldri greinist með krabbamein. Afrakstur ritgerðarinnar varð barnabók en hún var hluti af meistaraverkefninu. „Ég fékk mjög góð meðmæli, prófdómarar voru ánægðir með barnabókina og hvöttu mér óspart til þess að gefa hana út. Það hefur verið mikið spurt hvernig gangi með bókina. Ég hef leitað að styrkjum og til forlaga en fengið þau svör að markhópurinn sé lítill.“ Valgerður heldur aftur á móti að miklu fleiri gætu nýtt sér efnið, til dæmis eldra fólk sem hefur ekki tölvufærni til þess að leita á netinu. Einnig gæti bókin leiðrétt margan misskilning því upplýsingar á netinu eru oft misvísandi. „Ég reyni líka að koma því til skila að börnin trúa því gjarnan á vissum aldri að allir sjúkdómar séu smitandi eða að það sé einhverjum að kenna að einhver fái krabbamein. Þau sjá kannski fræðslumyndband um reykingar og á ákveðnum aldri taka þau þetta mjög bókstaflega. Þau geta þá farið að álasa þeim sem veikist ef til dæmis hefur verið reykt á heimilinu. Í bókinni er því reynt að leiðrétta misskilning og reynt að milda ýmislegt sem börn vilja halda. Ímyndunarheimur þeirra er mikill og það þarf að ræða við þau á þeirra orðfæri og eftir aldri þeirra,“ segir hún. Valgerði finnst skemmtilegt að semja skáldverk og skrifaði fyrir nokkrum árum bókina Nóttin sem pabbi dó en hún hefur ekki verið gefin út. Krabbameinið hennar mömmu fjallar um greiningar­ og meðferðarferlið en fyrri bókin er um missi. „Ég skrifaði bók um ungling sem horfir til baka til tímans þegar hann missti pabba sinn. Ég vildi koma þeim skilaboðum til barna sem hafa misst foreldra og hafa gengið í gegnum slíka erfiðleika að það sé von um betri og bjartari tíð því að þessi drengur hafi það bara ágætt núna. Aftur á móti hefur verið skrifað eitthvað af barnabókum um missi svo ég ætla ekki að reyna að gefa hana út,“ segir Valgerður. Í Krabbameininu hennar mömmu eru batahorfur góðar og meðferðin gengur vel en tilgangur bókarinnar er fyrst og fremst að fræða börnin um meðferðarferlið og þær breytingar sem oft vilja verða hjá fjölskyldunni. Valgerður hefur talsverða reynslu af því að tala við börn um erfið mál og getur nú notað reynslu sína við skriftir. „Mér finnst auðvelt að fara í hugarheim barna. En aftur á móti er það líka vandmeðfarið að kynna ný hugtök og ég er ekki að segja að mér hafi tekist það vel. Það getur verið flókið að skrifa á máli barnsins og kynna því ný hugtök og gera samt ekki lítið úr barninu.“ Lítið hefur verið skrifað af sögubókum handa börnum um ýmsa sjúkdóma. „Krabbameinsfélagið þýddi reyndar fyrir mörgum árum bækling sem ég held að heiti Pabbi, mamma, hvað er að? Ég held að hann sé danskur. Þar er aðeins farið yfir þetta en ekki á söguformi. Aftur á móti hafa verið gefnar út nokkrar barnabækur, þýddar að ég held, fyrir MS og aðra sjúkdóma. Einnig hefur heilmikið verið skrifað fyrir börn þegar foreldri er með geðsjúkdóm. Það hefur verið hugsað vel fyrir þeim börnum vegna þess að það er langvinnur sjúkdómur og fylgir yfirleitt barninu allan uppvöxtinn. Aftur á móti eru ekki svo mörg ár síðan krabbamein varð langvinnur sjúkdómur. Nú eru mörg dæmi um að börn alist upp við að annað hvort foreldranna sé með krabbamein. Barnið getur verið mjög ungt þegar foreldrið greinist með sjúkdóminn og varið allri æskunni í þeirri óvissu og ógn sem tilheyrir þessum veikindum. Mér finnst mjög mikilvægt að tala við börn um erfiða hluti. Við reynum alltaf að hlífa börnunum en svo erum við kannski bara að hlífa sjálfum okkur. Við eigum erfitt með að tala við þau um það sem erfitt er. Það er svo mikilvægt hvernig þetta er gert og mikilvægt að undirbúa þau vel og gera það í áföngum.“ Valgerður er einnig djákni og starfaði um tíma í Árbæjarkirkju með og eftir djáknanáminu. Hún segir djáknastarfið ekki endilega vera bundið við söfnuð og kirkjustarf. Djáknar eru á stofnunum, skólum og víða. Starfið fjalli meira um sálgæslu heldur en um predikun orðsins. „Ég var vígð til Karitas árið 1999 en þigg ekki laun sem djákni heldur sem hjúkrunarfræðingur. Djáknastarfið mitt er ekki þannig að ég fari í djáknaskyrtuna og svo í önnur föt sem hjúkrunarfræðingur. Djáknanámið nýtist mér í öllu starfinu og þegar fólk veit að ég er djákni leitar það kannski til mín með önnur mál. Ég hef séð um guðsþjónustu fyrir aðstandendur í desember og fylgt þeim eftir en djáknastarfið er svo samfélagslegt. Andlegur stuðningur er auðvitað stór hluti af okkar vinnu í Karitas og sálgæsla er eitthvað sem mig langar að vinna meira skýrt með. Starfið krefst mikillar vinnu í kringum fjölskylduna vegna þess að ef fjölskyldan er ekki sátt og henni líður illa þá líður sjúklingnum illa og þá gengur bara illa heima. Við þurfum að styðja við fjölskylduna til þess að hún geti stutt sjúklinginn og tryggt að allt gangi vel heima,“ segir Valgerður að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.