Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Qupperneq 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2014, Qupperneq 36
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 90. árg. 201432 Frá árinu 1994 hafa vinnuveitendur hjúkrunarfræðinga greitt sem nemur 1,5% af föstum dagvinnulaunum þeirra í vísindasjóð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Sjóðurinn er í vörslu félagsins og skiptist í A­ og B­hluta. Aðild að sjóðnum eiga allir þeir hjúkrunarfræðingar sem eru félagsmenn í FÍH og voru starfandi samkvæmt kjarasamningi félagsins fyrir 31. desember árið fyrir úthlutun. STYRKJUM ÚTHLUTAÐ ÚR VÍSINDASJÓÐI FÉLAGS ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA Vísindasjóði er annars vegar ætlað að styrkja símenntun hjúkrunarfræðinga (A­hluti) og hins vegar að stuðla að aukinni fræðimennsku í hjúkrun með því að styrkja rannsóknir og fræðaskrif þeirra (B­hluti). Úthlutað var úr A­hluta í febrúar sl. en þá fengu 2.836 félagsmenn styrk og nam heildargreiðslan um 147 milljónum króna. Meðalgreiðsla til félagsmanns nam því 51.888 kr. Greidd voru út 95% af þeirri fjárhæð sem launagreiðandi greiðir inn vegna hvers félagsmanns fyrir sig. 21 hjúkrunarfræðingur hlaut styrk úr B­hluta vísindasjóðs 2014 Á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga hinn 12. maí sl. fór fram afhending styrkja úr vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hlutverk sjóðsins er að styrkja sjóðsfélaga sem vinna að rannsóknum, klínískum verkefnum og fræðiskrifum sem gildi hafa fyrir hjúkrun. Sjóðsfélagar, sem eru Aðalbjörg Finnbogadóttir, adalbjorg@hjukrun.is í námi, geta sótt um styrk til að vinna rannsóknarverkefni til meistaragráðu eða doktorsgráðu. Að þessu sinni var veittur 21 styrkur úr sjóðnum. Veittir voru 4 styrkir til vísindarannsókna, 3 til rannsókna í doktorsnámi og 14 til rannsókna í meistaranámi. Með þessum styrkjum leggur félagið sitt af mörkum til þess að efla þekkingu og nýsköpun í hjúkrun og þar með bæta heilbrigðisþjónustuna á Íslandi. Stjórn sjóðsins 2013-2015 skipa: Dr. Auðna Ágústdóttir, formaður stjórnar vísindasjóðs, Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, sviðstjóri fagsviðs FÍH, Guðbjörg Guðmundsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun, Hlíf Guðmundsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun og fulltrúi stjórnar FÍH.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.