Þjóðmál - 01.03.2011, Side 5

Þjóðmál - 01.03.2011, Side 5
Ritstjóraspjall Vor 2011 _____________ Í hvers konar þjóðfélagi viljum við búa? Þetta er spurning sem sífellt fleiri Ís lend­ ingar spyrja sig . Í landstjórninni gætir nú meiri forræðishyggju en þekkst hefur frá því á kreppuárunum þegar svokölluð „stjórn hinna vinnandi stétta“ deildi og drottnaði . Stjórnarliðar bollaleggja í fúlustu alvöru um að leggja 80% skatt á það sem þeir kalla hátekjur og í röðum þeirra heyrast jafnvel hugmyndir um að setja á fót ríkisrekna verslun með nýlenduvörur sem myndi sjá öllum landslýð fyrir nauðþurftum! Af Kefla­ víkur flugvelli berast þær fréttir að tollverðir leiti á fólki innanklæða til að tryggja að það sé ekki með í fórum sínum meiri gjaldeyri en ríkið heimilar . Skattar á áfengi og tóbak, bifreiðar og bensín eru hækkaðir upp úr öllu valdi, ekki til að auka tekjur ríkissjóðs heldur fyrst og fremst til neyslu stýringar, þ .e . til að draga úr neyslu og at ferli sem er stjórnarherrunum ekki þókn anlegt . Þá hikar ríkisstjórn Steingríms J . Sigfús­ sonar og Jóhönnu Sigurðardóttur ekki við að misbeita valdi til að klekkja á pólitískum andstæðingum . Aðför þeirra að tveimur fyrr verandi formönnum Sjálfstæðisflokks ins er svívirðileg . Annar þeirra, Davíð Odds son, var hrakinn úr embætti seðlabankastjóra með sérstökum lög um frá Alþingi . Hinum, Geir H . Haarde, var stefnt fyrir landsdóm, fyrst­ um ein staklinga . Aldrei fyrr í sögu landsins hefur verið ráðist með viðlíka hætti að fyrr­ ver andi for ystumönnum andstöðuflokks . Undanfarin tvö ár höfum við því búið við vinstri stjórn eins og þær gerast verstar . Eftir átján ára stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins var fólk farið að gleyma því hvað vinstri stjórn raun verulega þýddi . En nú blasir það orðið við öllum hvað vinstri stjórn hefur í för með sér: sífelldar skattahækkanir, almennt úrræða­ og getu leysi, endalaust rifrildi á stjórnar heim il inu, rangsleitni og misbeitingu valds, lam andi doða í atvinnulífi og lakari kjör almenn ings . Í kjölfar hruns bankanna hófst linnulaus áróður í fjölmiðlum um að hrunið væri stjórn og stefnu Sjálfstæðisflokksins að kenna . Ekki er óeðlilegt að sitjandi stjórn­ ar flokki sé refsað þegar áföll verða í þjóðar­ búskapnum . En í þessu tilfelli var aðeins öðrum stjórnarflokknum refsað – þeim til hægri . Hinn stjórnarflokkurinn, Sam fylk­ ingin, skerpti á sínum vinstri sjónar miðum og tók eins og ekkert væri við stjórnar­ taum um eftir hrunið . Þetta var ekki aðeins ómak legt heldur fullkomlega út í hött . Ef ein hver flokkur var holdgervingur þess sem úr skeiðis fór við hrunið – þjónkun við bólu­auð vald – þá var það Samfylkingin . Það var nefni lega ekki hægri stefna sem Þjóðmál VOR 2011 3

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.