Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 5

Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 5
Ritstjóraspjall Vor 2011 _____________ Í hvers konar þjóðfélagi viljum við búa? Þetta er spurning sem sífellt fleiri Ís lend­ ingar spyrja sig . Í landstjórninni gætir nú meiri forræðishyggju en þekkst hefur frá því á kreppuárunum þegar svokölluð „stjórn hinna vinnandi stétta“ deildi og drottnaði . Stjórnarliðar bollaleggja í fúlustu alvöru um að leggja 80% skatt á það sem þeir kalla hátekjur og í röðum þeirra heyrast jafnvel hugmyndir um að setja á fót ríkisrekna verslun með nýlenduvörur sem myndi sjá öllum landslýð fyrir nauðþurftum! Af Kefla­ víkur flugvelli berast þær fréttir að tollverðir leiti á fólki innanklæða til að tryggja að það sé ekki með í fórum sínum meiri gjaldeyri en ríkið heimilar . Skattar á áfengi og tóbak, bifreiðar og bensín eru hækkaðir upp úr öllu valdi, ekki til að auka tekjur ríkissjóðs heldur fyrst og fremst til neyslu stýringar, þ .e . til að draga úr neyslu og at ferli sem er stjórnarherrunum ekki þókn anlegt . Þá hikar ríkisstjórn Steingríms J . Sigfús­ sonar og Jóhönnu Sigurðardóttur ekki við að misbeita valdi til að klekkja á pólitískum andstæðingum . Aðför þeirra að tveimur fyrr verandi formönnum Sjálfstæðisflokks ins er svívirðileg . Annar þeirra, Davíð Odds son, var hrakinn úr embætti seðlabankastjóra með sérstökum lög um frá Alþingi . Hinum, Geir H . Haarde, var stefnt fyrir landsdóm, fyrst­ um ein staklinga . Aldrei fyrr í sögu landsins hefur verið ráðist með viðlíka hætti að fyrr­ ver andi for ystumönnum andstöðuflokks . Undanfarin tvö ár höfum við því búið við vinstri stjórn eins og þær gerast verstar . Eftir átján ára stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins var fólk farið að gleyma því hvað vinstri stjórn raun verulega þýddi . En nú blasir það orðið við öllum hvað vinstri stjórn hefur í för með sér: sífelldar skattahækkanir, almennt úrræða­ og getu leysi, endalaust rifrildi á stjórnar heim il inu, rangsleitni og misbeitingu valds, lam andi doða í atvinnulífi og lakari kjör almenn ings . Í kjölfar hruns bankanna hófst linnulaus áróður í fjölmiðlum um að hrunið væri stjórn og stefnu Sjálfstæðisflokksins að kenna . Ekki er óeðlilegt að sitjandi stjórn­ ar flokki sé refsað þegar áföll verða í þjóðar­ búskapnum . En í þessu tilfelli var aðeins öðrum stjórnarflokknum refsað – þeim til hægri . Hinn stjórnarflokkurinn, Sam fylk­ ingin, skerpti á sínum vinstri sjónar miðum og tók eins og ekkert væri við stjórnar­ taum um eftir hrunið . Þetta var ekki aðeins ómak legt heldur fullkomlega út í hött . Ef ein hver flokkur var holdgervingur þess sem úr skeiðis fór við hrunið – þjónkun við bólu­auð vald – þá var það Samfylkingin . Það var nefni lega ekki hægri stefna sem Þjóðmál VOR 2011 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.