Þjóðmál - 01.03.2011, Page 8

Þjóðmál - 01.03.2011, Page 8
6 Þjóðmál VOR 2011 myndina til enda og gengið út . – Það er því ekki að ófyrirsynju að sífellt fleiri Banda­ ríkjamenn kalli nú Michael Moore „the mockumentary filmmaker“ en ekki „the documentary filmmaker“ eins og hann kýs að gera sjálfur . Um þessar mundir eru tuttugu ár liðin frá því að Davíð Oddsson varð for sætis­ ráð herra í Viðeyjarstjórninni svo köll uðu . Hann var síðan forsætisráðherra samfellt í fjórtán ár, lengur en nokkur annar . Óhætt er að segja að forsætisráðherratíð Davíðs hafi verið eitt mesta framfaraskeið í sögu þjóðar­ innar . Ís lenskt samfélag tók stakkaskiptum . Ára tuga langt sjóðasukk var upprætt, dregið var mjög úr valdi stjórnmálamanna í atvinnu­ lífinu, ríkisfyrirtæki voru einkavædd og skattar lækkaðir á fyrirtæki og einstaklinga . Skikki var komið á stjórn ríkisfjármála og skuldir ríkisins voru nánast greiddar upp . Stjórn efnahagsmála var til fyrirmyndar miðað við önnur skeið í sögu landsins frá því að sjálfstæði var endurheimt, verðbólga var í lágmarki og gengi krónunnar stöðugt . Allt hafði þetta í för með sér fjölbreytt og arð vænlegt atvinnulíf sem leiddi til yfir 30% kaup máttaraukningar almennings . Miklar réttarbætur voru gerðar og útgjöld til vel­ ferðar­ og menntamála jukust stórlega að raun gildi . Mikil gróska var í menningarlífi lands ins . Þannig mætti áfram telja . Þetta er tímabil sem allir landsmenn eiga að minnast með ánægju og stolti . Það er fullkomin skrum skæling að kenna það við hrun bank­ anna . Sjálfstæðismenn eiga óhikað að sækja hug myndir og baráttuþrótt í þetta tímabil við nauðsynlega endurreisn flokks síns . Á gervihnattamyndum, sem teknar eru af Asíu að næturlagi, blasir við svört auðn þar sem Norður­Kórea ætti að sjást . Í land inu er ekki framleitt nægilegt rafmagn til að lýsa götur og borgir . Það segir sitt um ástandið í þessu einangraða landi . En gervi hnatta myndirnar eru líka táknrænar fyrir hvað lítið er vitað um líf almennings í Alþýðulýðveldinu Norður­Kóreu . Þar hefur ríkt kommúnískt alræði frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari undir stjórn Kim Il­sung og sona hans . Eftir fall Sovétríkj­ anna þrengdist mjög hagur Norður­Kóreu, en sovét stjórnin studdi bræðrastjórnina í P’yong yang ríkulega, rétt eins stjórn Castros á Kúbu . Hræðileg hungursneyð var í landinu á tíunda áratugnum . Talið er að á bilinu 1–3,5 milljónir manna hafi soltið til dauða eða dáið úr sjúkdómum tengdum hung ur sneyð inni . En landið hefur löngum verið kyrfilega lokað og erfitt fyrir fólk utan þess að gera sér grein fyrir ástandinu þar . Þess vegna hefur ný bók Barböru Demick, Nothing to Envy, vakið mikla athygli . Þar er brugðið upp raunsannri mynd af daglegu lífi í Norður­Kóreu . Barbara Demick stýrir Kína­skrif stofu banda ríska stórblaðsins Los Angeles Times . Hún ræddi ítarlega við flóttamenn frá Norður­Kóreu við samningu bókarinnar . Bókin hefur farið sigurför um heiminn og verið þýdd á yfir tuttugu tung umál . Á síðasta ári hreppti bókin hin virtu BBC Samuel Johnson­verð laun í Bret landi og á þessu ári hefur hún m .a . verið tilnefnd til National Book Critic Circle­verð launanna í Bandaríkjunum . Hún kemur út í næsta mánuði í íslenskri þýðingu hjá Bóka­ félaginu Uglu, útgáfufélagi Þjóðmála . Heiti bókarinnar, Engan þarf að öfunda, er úr barnagælu sem börn í Norður­Kóreu eru látin syngja . Þar er þeim talin trú um að í sam an burði við önnur lönd sé allt eins og best verður á kosið í Norður­Kóreu . Í bók Demicks er m .a . sagt frá því að ráðamenn í P’yonjang óttist mjög ólöglega DVD­mynd ­ diska sem smyglað er til landsins frá Kína, því að þar sé stundum að finna suður­kóresk ar sápuóperur sem gætu gefið al menn ingi þær

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.