Þjóðmál - 01.03.2011, Side 9

Þjóðmál - 01.03.2011, Side 9
 Þjóðmál VOR 2011 7 villuhugmyndir að það væri einmitt ýmis­ legt að öfunda í öðrum löndum, svo sem ör­ bylgjuofna í eldhúsum og ísskápa troð fulla af matvælum . Í hinni mögnuðu verðlaunabók Demicks fléttast saman frásagnir sex flóttamanna frá Chongjin, þriðju stærstu borg Norður­ Kóreu . Þetta eru frásagnir af ólýsanlegum hryllingi, ofbeldi og kúgun, hungursneyð og fáránlegu óréttlæti, samviskubiti þeirra sem komust undan og lifðu af, þrautseigju og lífsvilja þeirra sem neituðu að gefast upp, en umfram allt lærdómsríkar sögur úr daglegu lífi í landi sem hingað til hefur verið sveipað leyndarhjúpi . Hinn 9 . apríl nk . verður gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um síðustu Ice­ save­samningana . Þjóðmál hvetja lesendur sína eindregið til að segja Nei . Það er mikils­ vert að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort kröfur Breta og Hollendinga séu lög­ leysa, ekki bara Íslands vegna heldur vegna skipu lags bankastarfsemi til frambúðar, sbr . fróð legar greinar Hallgríms Th . Björns son­ ar og Örvars Arnarssonar í þessu hefti (bls . 53–56 og 63–69) . Það er í rauninni með öllu for kast a nlegt að nokkur maður, sem vill láta taka sig alvarlega, skuli mælast til þess að Alþingi skuldbindi þjóðina til að greiða skuld sem ekki er ljóst hvort Íslend­ ingum beri að greiða og enginn veit hvað er há . Í hinum nýja Icesave­samningi felst bæði mikil óvissa um skuldar fjár hæðina í erlendri mynt (þ .e . heimtur þrotabús Lands ­ bankans) og gríðar leg gengis áhætta þar sem smávægilegar gengis sveiflur krón unnar gætu steypt þjóð inni í fjár hags legt öng þveiti . Ef vilji er til að semja um þetta mál á ein hvern veg ber að gera það á pólitískum forsendum . Öllum er ljóst að málið er af hálfu vinstri stjórnar Steingríms J . og Jóhönnu risavaxið klúður frá upphafi . Með því að hafna nýja Icesave­samningnum gæfist tækifæri fyrir forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar til að taka málið upp að nýju á pólitískum forsendum, berjast með oddi og egg fyrir málstað Íslands á alþjóðavett ­ vangi og fá þannig stjórnmálamenn í Bret­ landi og Hollandi til að sýna sjónarmið um Íslendinga skilning . Það er með öllu fráleitt að fela svo veigamikið mál alfarið í hend ur embættismanna eða keyptra málaliða í lög­ fræðistétt . Með því að segja afdráttar laust Nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni myndi þjóð in vísa veginn til farsællar lausnar þessa vand ræða máls . A ð svo mæltu óska ég lesend um gleði­legra páska – um leið og ég vek athygli á þeirri gleðilegu staðreynd að með þessu hefti byrjar sjöundi árgangur Þjóðmála .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.