Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 11

Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 11
 Þjóðmál VOR 2011 9 kosninga til stjórnlagaþings . Hún sagði af sér 28 . janúar 2011 . Jóhanna Sigurðardóttir skipaði Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóra í forsætis ráðu­ neytinu og helsta lögfræði ráðgjafa sinn, for­ mann hóps sem falið var að greina stöð una eftir ákvörðun hæstaréttar og meta hvaða leið væri vænlegust til þess að ljúka því verkefni að endurskoða stjórnarskrána . Starfs hópurinn var auk Ágústs Geirs skip aður einum fulltrúa frá hverjum þing flokki . Hinn 28 . febrúar 2010 fluttu þrír al­ þing ismenn úr jafnmörgum flokkum, VG, Hreyfingu og Samfylkingu, tillögu til þings­ ályktunar um að forseti alþingis, að höfðu samráði við forsætisnefnd þingsins, skipi 25 manna stjórnlagaráð til að taka við og fjalla um skýrslu stjórnlaganefndar og gera tillögur um breytingar á stjórnarskránni . Lagt er til að þeim sé boðið sæti í ráðinu sem landskjörstjórn úthlutaði sæti í kosningu til stjórnlagaþings 27 . nóvember 2010 en að öðrum kosti þeim sem næstir séu í röðinni, þó þannig að kynjahlutföll raskist ekki . Skal ráðið skila tillögum sínum til alþingis í formi frumvarps til stjórnarskipunarlaga fyrir lok júní 2011 . Forseta alþingis ber að sjá stjórnlagaráði fyrir starfsaðstöðu, starfsliði og nauðsynlegri sérfræðiaðstoð . Kostnaður vegna stjórnlagaráðs greiðist úr ríkissjóði samkvæmt nánari ákvörðun alþingis . Eftir klúðrið í stjórnlagaþings kosn ing­ un um hafa ríkisstjórnarflokkarnir með að­ stoð þingmanna úr stjórnarandstöðunni markvisst leitast við að fara á svig við ákvörðun hæstaréttar . Þegar þetta er skrifað er óljóst, hvort meirihluti þingmanna vill taka þátt í þeim ljóta leik . II . Yfir stjórnarskrármálinu svífur einsýni og frekja Jóhönnu Sigurðardóttur . Strax eftir að hún varð forsætisráðherra, 1 . febrúar 2009, gerði hún samning við Framsóknarflokk inn, sem veitti minnihlutastjórn hennar stuðn ing, um að kallað yrði saman stjórn laga þing . Áróðurinn byggðist þá á þeim fals rökum að hrun íslenska bankakerfisins mætti á einhvern hátt rekja til galla á stjórn ar­ skránni . Talið var mestu skipta að svipta alþingi stjórnarskrárvaldinu . Jóhanna hélt markvisst þannig á stjórnar­ skrármálinu, eftir að hún komst til valda, að Sjálfstæðisflokknum væri haldið frá því . Hún braut hefðina um að unnið skyldi að breytingum á stjórnarskránni í anda sam­ stöðu allra flokka . Markmiðið með þessum vinnubrögðum var öðrum þræði að ýta undir þá skoðun, að sjálfstæðismenn og þeir einir bæru ábyrgð á hruni bankanna og afleiðingum þess . Innan Sam fylk ingar­ innar, sem stóð að ríkisstjórn með Sjálf­ stæðis flokknum síðustu misseri fyrir hrun, þótti mönnum þetta hentug leið til að skapa skarpari skil en ella milli sín og sjálf­ stæðismanna . Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Fram­ sóknarflokksins, valdist til forystu í nefnd þingsins sem fjallaði um stjórnarskrármálið . Valgerður gegndi embætti viðskiptaráð­ herra á uppgangsárum útrásarvíkinga og út­ þenslu árum einkavæddu bankanna . Undir hana féllu stofnanir sem höfðu eftirlit með samkeppni og fjármálastarfsemi . Eftir að hún hvarf úr ríkisstjórn með sjálfstæðis­ mönn um vorið 2007 reyndi hún hvað eftir annað að koma á þá höggi, oft í hálf kveðn­ um vísum . Í nefndar starfi hef ég aldrei kynnst sam bæri legum þjösnaskap for manns við með ferð máls og ég kynntist þarna . Valgerður beitti öllum brögðum til að úti­ loka að sam eigin legur flötur fyndist milli fulltrúa ólíkra flokka . Þegar ásetningur hennar varð ljós svaraði ég af hörku . Þá furðaði mig hve langt sérfróðir menn, sem störfuðu með stjórnarmeirihlutanum,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.