Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 17

Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 17
 Þjóðmál VOR 2011 15 kenna börnunum okkar mannasiði“ . Ríkis­ stjórn in hefur heimtað stuðning við klafann með hótunum um „Kúbu norðursins“ og aðrar ógnir og skelfingar – en enginn bendir á raunverulega greiðsluskyldu . Ef greiðsluskyldan væri raunveruleg þá væri einfaldlega bent á hana og þyrfti ekki að fjölyrða um barnauppeldi á Kúbu norðurs­ ins . Skýringin á því að enginn bendir á greiðsluskylduna er sáraeinföld: Hún er ekki til . Sumir hafa reynt að halda því fram, að þó ekki sé formleg ríkisábyrgð á tryggingasjóðnum þá hafi aðgerðir og athafnir íslenskra stjórnmálamanna eftir bankaþrotið skuldbundið ríkissjóð til að endurgreiða Bretum og Hollendingum það sem þeir greiddu sínum eigin mönnum ótilneyddir . Það stenst heldur enga skoðun, enda er sjaldnast reynt að styðja hana við nokkuð annað en almennar staðhæfingar . Til gamans má rifja upp orð breska fjár­ mála ráðherrans, Íslandsvinarins Alistairs Darling, sem sagði í viðtali við BBC hinn 8 . október 2008: „The Icelandic govern ment, believe it or not, have told me yesterday they have no intention of honouring their obligations here .“ Ekki virðist breski fjár­ mála ráðherrann hafa þarna tekið þá trú, sem orðin er þjóðtrú á íslensku Sam fylk­ ingar fjölmiðlunum, að íslensk yfirvöld hafi gengist undir ríkisábyrgð á Icesave­reikn­ ing um Landsbankans . Þegar fyrsti Icesave­samingurinn var gerð ur var beinlínis reynt að koma rík is ábyrgðinni gegnum alþingi án þess að þingmenn fengju að sjá samninginn . Er með hreinum ólíkindum að fjölmiðlar hafi ekki vakið meiri athygli á því en gert var og hversu lítt þetta hefur verið rifjað upp . Ef aðrir flokkar hefðu verið við völd, og hefðu reynt annað eins, mætti líklega treysta því að álitsgjafar og netskrifarar héldu þessari ótrúlegu staðreynd hátt á loft . En hvað sem því líður þá fór svo, eftir að samn ing urinn var dreginn með töngum út úr ríkisstjórninni og upp á yfirborðið, að fljótt varð ljóst að óbreyttur yrði hann ekki samþykktur á þingi . Voru þá unnir fyrirvarar við ríkisábyrgðina sem ætlaðir voru til þess að verja íslenska hagsmuni að einhverju leyti, þótt allt of skammt væri auðvitað gengið . Var samningurinn, með þeim fyrirvörum samþykktur á Alþingi . Bretar og Hollendingar höfðu þegar þarna var komið sögu áttað sig á því við hverja þeir áttu, og höfnuðu fyrirvörunum . Þótt flestir venjulegir menn hefðu við þær aðstæður litið svo á að viðræðum væri lokið þá var því auðvitað ekki að heilsa um þá ríkisstjórn sem nú situr . Hún á sér það markmið helst að ganga í Evrópusambandið og má því ekki til þess hugsa að standa í deilum við Evrópusambandsríki . Íslensk stjórnvöld hófu því þegar nýjar viðræður við þau ríki sem höfðu þá hafnað þeim fyrirvörum sem Alþingi hafði sett . Úr varð samningurinn sem nefndur hefur verið Icesave­II og var reynt að þrýsta honum í gegn með heimsendaspám sem gáfu hinum fyrri ekkert eftir . Vikum og mánuðum saman gat fjármálaráðherra ekki „hugsað þá hugsun til enda“ hvað myndi gerast ef samningurinn yrði ekki samþykktur fyrir næstu helgi . Aldrei gekk það eftir en aldrei gerðist annað eftir helgarnar en að upp rann mánudagur . Loks tókst ríkisstjórninni að böðla málinu gegnum þingið en þá vildi svo vel til að forseti Íslands, nýkominn úr margra ára faðmlagi við skuldugustu útrásarvíkingana, greip til þess ráðs að synja ríkisábyrgðarlögunum staðfestingar . Þegar þjóðin komst að málinu var ekki uppi það hik og sannfæringarleysi sem stundum hefur verið sumum stjórnar­ andstæðingum merkilega tamt í málinu og samningurinn var felldur með 98%
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.