Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 22

Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 22
20 Þjóðmál VOR 2011 algerlega á bug . Sumar ákvarðanir sem varða almenning þurfa vissulega að styðjast við „fagleg“ sjónarmið og sérfræðileg álit og fjölmargt, sem hið opinbera hefur verið, og er enn, að vasast í, er betur komið hjá einkafyrirtækjum . Það er því ekkert óeðlilegt að stjórnmálamenn fái stundum óorð á sig þegar þeir heimta að eigin duttlungar komi í staðinn fyrir að framvinda mála ráðist á markaði eða ákvarðanir taki mið af niðurstöðum sérfræðinga . En þetta breytir engu um það að fjölmörg mál eru fyrst og fremst pólitísk og verða hvorki leyst af sérfræðingum né af markaðnum . Undir þetta falla auk eiginlegrar lagasetningar fjölmargar ákvarðanir þar sem þarf að vega og meta hagsmuni og verðmæti sem ekki verða öll mæld á sama kvarða . 2 . Borgarinn sem neytandi Þessi tvenns konar sjónarmið sem ég hef tæpt á, og held að eigi bæði rétt á sér sé þeim fram haldið í hófi, hvetja fólk til að þrengja það svið sem stjórnmálin taka til . Í sínum öfgafyllstu myndum virðast þau nánast ekki skilja neitt eftir – ekki viður­ kenna að eitt né neitt skuli í verkahring stjórn málanna . En þetta er aðeins hálf sagan um flóttann frá stjórnmálum . Hinn helmingurinn er líklega enn verri saga og vitlausari . Hann snýst um hvernig almanna­ valdið kemur í auknum mæli fram sem þjónustustofnun og býðst til að uppfylla allar mögulegar þarfir . Um leið og fyrrgreind sjónarmið þrengja svið stjórnmálanna eru verkefni ríkis og sveitarfélaga látin ná til æ fleiri mála og jafnvel talað um það eins og sjálfsagðan hlut að hið opinbera sjái fólki fyrir skemmtunum með því að byggja fótboltavelli fyrir þá sem vilja skemmta sér í boltaleik, leggja reiðgötur fyrir þá sem leika sér við hross og halda úti ljósvakamiðlum sem bjóða upp á afþreyingu og froðusnakk . Vöxtur þess opinbera skýrist að nokkru af því að þegar menningarvitar vilja að eytt sé peningum í tónlistarhús, hestamenn fara fram á að lagðar séu reiðgötur, fótboltamenn vilja að sveitarfélag byggi fótboltahöll og svo framvegis þá standa stjórnmálamenn frammi fyrir minnihlutahópi sem vill fá einhver gæði, en sá stóri meirihluti sem þarf að borga mestan hluta af þessu öllu fylgist lítið með – margir kannski uppteknir af því í einhverjum öðrum minnihlutahópi að skara eld að sinni köku . Stjórnmálamenn lenda því oft í þeirri erfiðu stöðu að ef þeir mæla fyrir hagsmunum þorra fjarstaddra skatt greiðenda þá eru allir viðstaddir á móti þeim . Það þarf meiri styrk en flestum er gefinn til að láta slíkar kringumstæður hvorki blekkja sig né beygja . Þetta veldur því að fleiri og fleiri minnihlutahópar fá almenn ing til að borga fyrir áhugamál sín um leið og færri hafa efni á að greiða fyrir eigin hugðarefni því skattar kosta helftina af öllu sem venjulegt fólk vinnur sér inn . Það hefur svo sem verið þokkalegt sam­ komulag um að auk æðstu stjórnar ríkisins, lögreglu og dómstóla, sé ýmislegt rekið fyrir skattfé, svo sem spítalar, velferðarkerfi og stór hluti menntakerfisins . En hvað með ótalmargt annað sem ríki og sveitarfélög vasast í? Sjálfsagt er sumt af því þarft . En vandinn er að enginn virðist kunna að draga nein eðlileg mörk . Það kann til dæmis að vera skynsamlegt að ríkið haldi úti Þjóðleikhúsi en fer kostnaður hins opin­ bera af nýja tónlistarhúsinu í Reykjavík ekki út fyrir öll mörk? Trúlega er rétt að hafa Landlæknisembættið en þarf líka að hafa Lýðheilsustöð? Ég veit það ekki . En ég þykist vita að það sé erfitt að orða neinar almennar reglur um hvað sé þarft og rétt­ mætt í þessum efnum . Eina reglan sem mér dettur í hug að sé þokkalega verjandi er sú að gæta hófs í meðferð almannafjár . En svo almennt orðað heilræði dugar skammt .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.