Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 28
26 Þjóðmál VOR 2011
þessu, svo vitnað sé í orð stærðfræðingsins .
Það getur verið þægilegt að slá ryki í augu
lesandans í þágu málstaðarins .
Kjörkassar voru ekki
í samræmi við reglur
Hér gerir Reynir sig sekan um stærstu villuna þar sem hann hefur greini
lega ekki kynnt sér málavexti nógu vel . Í
raun hefði verið hægt, að mínu mati, að
ógilda kosningarnar eingöngu vegna þessa
annmarka . Í lýðræðisríkjum eru kosn ingar
með þeim hætti að kjörkassar eru læstir
frá því kjörfundur hefst og þar til þeir eru
opnaðir fyrir talningu . Íslensk kosninga
lög leggja eðlilega sömu skyldur á fram
kvæmd ar aðila kosninga . Í umræddum
kosn ingum voru kjörkassarnir ekki læstir,
eins og lög kveða á um, og var því hægt
að opna þá og komast í kjörseðla meðan
á kjör fundi stóð „án mikillar fyrirhafnar“,
sbr . orðalag Hæstaréttar . Reynir segir þetta
rangt og bendir á að kjörkassarnir hafi verið
innsiglaðir og því ekki hægt að opna þá
nema skilja eftir ummerki . Kjörkassarnir
voru vissulega innsiglaðir, þannig að Reynir
hefur rétt fyrir sér að vissu leyti . Hins vegar
var það svo að innsiglin voru ekki sett á
kjör kassana fyrr en kjörfundi lauk og allir
voru búnir að kjósa . Fram að þeim tíma var
auð veldlega hægt að taka kassana í sundur
og setja þá aftur saman, líkt og Hæstiréttur
bendir á . Í ákvörðun Hæstaréttar er
eftirfarandi haft eftir landskjörstjórn: „Að
loknum kjörfundi hafi rennan verið tekin af
kjörkassanum og þar til gerður flipi notaður
til þess að læsa kassanum . Yfir flipann hafi
síðan verið sett sérstakt innsigli . . .“
Þetta verður að teljast verulegur ann
marki á framkvæmd kosninga . Sem dæmi
um alvarleika þessa atriðis má nefna
að starfsmenn á kjörstað hefðu getað
tekið í sundur kjörkassann „án mikillar
fyrirhafnar“ þegar næði gafst og skoðað eða
jafnvel breytt einstökum atkvæðaseðlum .
Þar sem auðvelt var að taka kassana í
sundur og setja þá saman aftur, hefði slíkt
aldrei komist upp . Hér, eins og áður, þarf
auðvitað ekki að sýna fram á að slíkt hafi
gerst, heldur eingöngu að möguleikinn hafi
verið fyrir hendi . Ákvæði laga um læsta (eða
jafnvel innsiglaða) kjörkassa eru sett til þess
að koma í veg fyrir möguleikann, því má
ekki gleyma .
Talning fór ekki fram fyrir
opnum dyrum eða í viðveru
umboðsmanna frambjóðenda
R eynir telur að hér hafi Hæstiréttur gert sín „alvarlegustu mistök“ . Það
er vissu lega rétt hjá Reyni að til að lagfæra
þennan annmarka hefði Hæstiréttur getað
beitt hófsamara úrræði og fyrirskipað endur
talningu, ef líkur væru á því að rétt talning
hefði ekki farið fram . Hinu fyrrnefnda er
ég hins vegar ekki sammála og bendi á að
þennan annmarka verður að skoða í ljósi
allra hinna framantöldu enda tekur rétturinn
það sérstaklega fram að annmarkarnir í
heild sinni leiði til ógildingar . Þessi einstaki
annmarki hefði því væntanlega ekki getað
leitt til ógildingar og enginn hefur haldið því
fram .
Við þetta má þó bæta að þessi annmarki
tengist með beinum hætti þeirri staðreynd
að hægt var að rekja atkvæði . Þannig hefði
til dæmis starfsmaður á kjörstað getað rétt
Reyni Axelssyni kjörseðil nr . 12345 og látið
einhvern talningarmann sem hann þekkti
vita af númeri kjörseðils Reynis svo unnt
væri að grafa hann upp . Meiri líkur eru
á því að hægt sé að koma í veg fyrir slíkt
misferli ef talning fer fram fyrir opnum
dyrum og umboðsmenn frambjóðenda fá
að vera viðstaddir talningu .
Þá má líka benda á að 13–15% af öllum