Þjóðmál - 01.03.2011, Page 31

Þjóðmál - 01.03.2011, Page 31
 Þjóðmál VOR 2011 29 frá Seðlabankanum og kaupendahópnum sem sagði sig frá söluferlinu í nóvember . Ég tel að fulltrúar Seðlabankans hafi fært sann­ færandi rök fyrir því að tilboðið í Sjóvá, sem nú liggur á borðinu, sé vel viðunandi fyrir skattborgara .“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokks for­ maður Framsóknarflokksins, hefur krafi st afsagnar Más Guðmundsson seðla banka­ stjóra vegna framgöngu hans á fundi við­ skipta nefndar Alþingis . Seðlabanki Íslands hefur sent frá sér sérstaka tilkynningu til varnar bankastjóranum . Kvartað hefur verið til umboðsmanns Alþingis vegna embættisfærslu Más Guð­ munds sonar og embættismanna Seðla­ bank ans í málinu og reynir þar á heimildir þeirra til að beita reglum um gjaldeyris höft . Þá hefur hlutur Fjármálaeftirlitsins (FME) í málinu einnig vakið athygli . Til að auðvelda lesendum Þjóðmála að átta sig á því um hvað þetta mál snýst er framvindu þess brugðið upp í tímaröð: 25. mars 2009. FME vísar málum tengd­ um Sjóvá til embættis sérstaks saksóknara . 27. maí 2009. Tilkynnt um endur skipu­ lagningu rekstrar Sjóvár . Nýtt félag verður stofnað um vátryggingarekstur félag ins en fjármálastarfsemi skilin eftir í öðru félagi . Jafnframt tilkynnt um ráðningu nýs for­ stjóra Sjóvár, Harðars Arnarsonar, fyrr ver­ andi forstjóra Marel . 20. júní 2009. Ákveðið að stofna sérstakt fél ag utan um vátryggingastarfsemi Sjóvár, stofn samningur undirritaður 20 . júní 2009 . Heiti félagsins er SA tryggingar hf . SAT eignarhaldsfélag hf . á 73,03%, Glitnir banki hf . 17,67%, Íslandsbanki hf . 9,30% 29. júní 2009. FME leggur fram minnis blað um að rekstur vátrygg inga starf semi Sjóvár sé með ágætum en tiltekin fjárfestinga­ starf semi og aðrar ráðstafanir fyrrverandi eigenda, stjórnar og lykilstarfsmanna hafi komið félaginu í þrot . FME leggur ríka áherslu á að félagið verði ekki sett í þrot . Gjaldþrot félagsins hefði „alvarlegar af­ leiðingar“ fyrir fjármálastarfsemina í land­ inu, þ . á m . neytendur . Inn í sjóði Sjóvár vanti 16 milljarða króna til að gera félagið starfhæft sam kvæmt skilyrðum FME . 8. júlí 2009 . Fjármálaráðherra tilkynnir að ákveðið hafi verið í samráði við ríkisstjórn ina að ríkið taki þátt í endurskipulagn ingu vá­ tryggingafélagsins Sjóvár . Sama dag er und­ ir ritaður samningur þar sem ríkissjóður seldi SAT eignarhaldsfélagi hf . eftirtaldar eignir: Kröfu á hendur Askar Capital hf . sem metin var á um 6 milljarða kr . Krafan var metin af ráðgjafarfyrirtækinu Capacent Glacier hinn 16 . júní 2009 . Lánið var tryggt með eftirfarandi hætti: Með 3 . veðrétti í öllum almennum kröfum samkvæmt vörureikningum sem Avant hf . á eða fær í rekstri sínum . Avant er dótturfélag Askar Capital og er fjármögnun arfyrirtæki . Samhliða þessum lánssamningi hvílir einnig á 3 . veðrétti í ofangreindri eign eigið skuldabréf útgefið af Avant að fjárhæð rúm­ lega 2,8 milljarðar kr . með eins mánaðar Reibor‐vöxtum að viðbættu 3,75% álagi . Með veði í verðtryggðum skuldabréfum útgefnum af Landsvirkjun að fjárhæð um 4,7 milljarðar kr . Verðtryggt skuldabréf að nafnvirði 4,2 milljarðar kr ., útgefið af Landsvirkjun 21 . mars 2005, með 3,5% föstum vöxtum og gjalddaga árið 2020 . Skuldabréfið er skráð í Kauphöll Íslands og er með einfaldri ábyrgð ríkissjóðs . Verðmæti skuldabréfanna, sem ríkissjóð­ ur seldi vegna Sjóvár, var samtals 11,6 millj­ arð ar kr . Samkvæmt samkomulaginu á SAT eignarhaldsfélag að greiða kaupverðið inn­

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.