Þjóðmál - 01.03.2011, Side 32

Þjóðmál - 01.03.2011, Side 32
30 Þjóðmál VOR 2011 an 18 mánaða eða við sölu Sjóvár . Krafan var óverð tryggð og vaxtalaus en tryggð með 73% eignarhlut SAT eignar halds félags í SA tryggingum . Þó er eignar halds félaginu óheim ilt að selja hlutina fyrir lægra verð en kaup verð án samþykkis fjár mála ráðu neyt­ isins . Skilanefnd Glitnis er reiðubúin að leggja fram um 2,8 milljarða kr . til SAT og Ís­ lands banki um 1,5 milljarða kr . 16. september 2009. SAT eignarhalds félag kaupir hlut Glitnis í nýja félaginu og á því 90,7% hlut í SA tryggingum . 22. september 2009. Fjármálaeftirlitið heim ­ il ar yfirfærslu vátryggingastofna Sjóvár­Al­ mennra trygginga hf . til SA trygg inga hf . (SAT) að fengnu starfsleyfi þess félags, dags . 21 . september 2009 . SA trygg ingar hf . munu yfirtaka, frá og með 1 . júní 2009, öll réttindi og skyldur sem vátrygg inga stofn­ inum fylgja . Hluthafar SA trygg inga hf . eru Íslandsbanki hf . og SAT eignarhalds­ félag hf . Eigendahlutföllin eru þannig að Íslandsbanki á 9,3% en SAT 90,7% . SAT er í eign Glitnis, en Seðlabankinn er sagður hafa handveð í bréfum félagsins . 1. október 2009. Starfsemi nýs trygginga­ félags hefst formlega . Tryggingastofnar eldra félags færðir í nýtt félag . 10. nóvember 2009. Tilkynnt um ráðningu nýs forstjóra Sjóvár, Lárusar S . Ásgeirssonar, þar sem Hörður Arnarson hverfur til starfa hjá Landsvirkjun eftir rúmlega 5 mánaða starf . Lárus var áður undirmaður Harðar hjá Marel og hafði mest unnið við sölumál hjá félaginu . 31. desember 2009. Viðskipti vegna Sjóv­ ár flytjast frá ríkissjóði til Eignasafns Seðla­ banka Íslands (ESÍ) . 16. janúar 2010. Opið útboð hefst hjá Ís­ landsbanka á Sjóvá, öllum opið sem upp­ fylla skilyrði um fjárhagslega getu . 12 aðilar skila inn tilboði í fyrstu umferð, í byrjun febrúar 2010 . 14. mars 2010. Formlegar viðræður hefjast við hóp undir forystu Heiðars Guðjóns son­ ar . Kaupendahópurinn býður 80% hærra verð en aðrir í opnu útboði Íslandsbanka á Sjóvá . Alls sex tilboðsgjafar komust í aðra umferð og skiluðu þeir tilboði í mars . 27. mars 2010. Kaupendahópi Heiðars Guð jónssonar boðið til undirritunar á skrif­ stofum Íslandsbanka . Skilanefnd Glitnis stöðvar framgang málsins . 5. maí 2010. Kaupendahópnum boðið til fundar með skilanefnd Glitnis, Ís lands­ banka og ESÍ, þar sem viðskiptaáætlun kaupenda er kynnt . Nokkrum dögum síðar reynir Lárus S . Ásgeirsson, forstjóri Sjóvár, að fá Fram taks sjóðinn og lífeyrissjóði að kaupum á félag inu, þvert á hagsmuni hlut­ hafa og þrátt fyrir opið útboðsferli . Kaup­ endahópurinn sendir formlega kvörtu n til Íslandsbanka . 16. júní 2010. Ursus, félag að fullu í eigu Heiðars Guðjónssonar, efnir til skulda­ bréfaútboðs og gefur út bréf fyrir 480 milljónir króna . Tilgangurinn er að sækja félag inu meira fé svo að Fjármálaeftirlitið (FME) meti það nógu sterkt til að standa að kaup unum að Sjóvá . Heildarhlutur Heiðars í tilboðinu nam rúmum 3 milljörðum kr . 23. júní 2010. Áreiðanleikakönnun hefst á Sjóvá, tryggingafræðileg, fjárhagsleg og lögfræðileg . 10. júlí 2010. ESÍ og Íslandsbanki undirrita

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.