Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 34

Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 34
32 Þjóðmál VOR 2011 7. október 2010. Már Guðmundsson hringir í GSM­síma Heiðars Guðjónssonar og tjáir honum í örstuttu samtali að samningurinn um sölu Sjóvár sé fullbúinn á borðinu hjá sér . Hann treysti sér hins vegar ekki til að undirrita hann því að honum hafi verið tjáð að hugsanlega kunni útgáfa skuldabréfa Ursus að brjóta í bága við reglur Seðlabankans . Már segir að Kínamúrar innan bankans valdi því að þetta sé fyrst núna á borði hans þrátt fyrir fréttina í Viðskiptablaðinu 19 . ágúst . Má er tjáð að eini tilgangur útgáfunnar hafi verið að uppfylla skilyrði svo hægt væri að kaupa Sjóvá, engin lög, reglur eða leiðbeiningar hafi verið brotnar . Már biður Heiðar að hafa samband við undirmann sinn, Jón Karlsson í Gjaldeyriseftirliti, þótt Már sé yfirmaður Gjaldeyriseftirlitsins . Hringt er án árangurs í Jón á símatíma gjaldeyriseftirlits á milli 9 og 12 . Heiðar sendir tölvupóst en fær engin svör . 8. október 2010. Ritari Gjald eyris eftirlits segir Heiðari Guðjónssyni að hann geti haft samband við Sigríði Logadóttur, aðal lög­ fræð ing Seðla bankans . Heiðar hringir strax í hana og sendir sama tölvupóst og send ur hafði verið Jóni Karlssyni . Heiðar full yrð ir að ekkert sé athugavert við útgáfu skulda­ bréfa Ursus og óskar skýringa . Sigríður segir að reglur Seðlabankans um gjald­ eyris viðskipti séu óttalegt torf en telur að kannski sé þarna átt við ákveðin ákvæði, án þess að skýra þau nánar . 15. október 2010. Heiðar lætur Sigríði Loga dóttur og Hauk Benediktsson, fram­ kvæmda stjóra ESÍ, vita af því að honum hafi hvorki orðið ágengt við að fá samtal við Má Guðmundsson né fengið svör frá honum . 15. október 2010. Már Guðmundsson hringir beint í lögfræðing kaupendahópsins, Birgi Tjörva Pétursson, og talar við hann í 20 mínútur . Már segir þrjá kosti í stöðunni . (1) Að samningar takist að óbreyttu, sem hann taldi ólíklegt, (2) að hætt verði við ferlið eða (3) að samningar takist við hópinn án Heiðars og Ursus, sem væri líklegast til að klára málið . 16. október 2010. Heiðar Guðjónsson sendir Má tölvupóst og undrast að hann skuli ekki vilja ræða við sig en hafi samt rætt í 20 mínútur við lögfræðing kaupendahópsins þar sem lagt var til að honum yrði hent út úr ferlinu, svo að ganga mætti frá sölunni . 17. október 2010. Heiðar Guðjónsson sendir Má tölvupóst og segist treysta lögum og reglum landsins, vilji Már brjóta gegn þeim hljóti hann að taka afleiðingunum, missi trúverðugleika Seðlabankans og greiðslu skaðabóta . Jafnframt segir Heiðar að hann verði á landinu frá og með miðviku­ dags morgni 20 . október . 22. október 2010. Heiðar Guðjónsson, Reim ar Pétursson hrl . og Birgir Tjörvi Péturs son, lögmaður kaupendahópsins, koma til fundar í Seðlabankanum klukk­ an 14 .30 en á fundinum eru Már, Sigríður Logadóttir og Arnór Sighvatsson aðstoðar­ seðlabankastjóri . Þennan sama dag rann út frestur kaupendahópsins til ESÍ um að undirrita samning um Sjóvá . Á fundinum, sem haldinn er á föstudegi, segir Már að yrði meintu gjaldeyrisbroti Ursus ekki vísað til lögreglu á næsta mánu­ degi eða þriðjudegi væri hægt að ganga frá Sjóvár­kaupunum . Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður gerir Má grein fyrir því að hann sé að brjóta af sér sem stjórnvald ef hann geri Heiðari ekki formlega grein fyrir hugsanlegum brotum og veiti honum andmælarétt . Jafn­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.