Þjóðmál - 01.03.2011, Side 41

Þjóðmál - 01.03.2011, Side 41
 Þjóðmál VOR 2011 39 hafi í árslok 2010 fengið allar upplýsingar um málið, þ .m .t . þær sem þagnarskylda nái til . Hann hafi tjáð Seðlabankanum að hann geri engar athugasemdir við máls­ meðferðina . Hann hafi einnig lýst yfir því á fundi viðskiptanefndar en einhverra hluta vegna hafi það vantað í frásagnir af fund inum . Þá hafi umboðsmaður Alþingis stjórnsýsluþátt málsins til skoðunar og muni fá frá Seðlabankanum allar þær upp­ lýsingar sem hann biðji um í samræmi við ákvæði í lögum um hans embætti . Bankinn segir kjarna málsins að í söluferli Sjóvár og tengdum atvikum hafi engar meiri háttar ákvarðanir verið teknar sem telja megi á einhvern hátt óeðlilegar . Á engan hátt hafi verið ámælisvert af seðla­ bankastjóra að upplýsa viðskiptanefnd ekki um þau mál sem samkvæmt lögum ríki þagnarskylda um . Það myndi henta Seðla bankanum ágætlega ef hann hefði getað upplýst nefndina að fullu um málið þar sem það hefði eytt tortryggni og forðað bankanum frá óþægilegri umræðu . Þagnarskylduákvæði seðlabankalaga séu ekki sett til að forða Seðlabankanum frá eftir liti heldur til að vernda viðskiptamenn bankans og þá sem hann kunni að hafa til skoðunar vegna margvíslegra verkefna sinna . * Fullyrða má að einsdæmi sé í sögu Seðla ­banka Íslands að bankinn hafi talið nauðsynlegt að birta yfirlýsingu eins og þá sem hér er getið til að verja banka stjóra gegn kröfu á Alþingi um að banka stjórinn víki sæti . Yfirlýsingin sýnir að Már Guð­ mundsson lætur ekki við það sitja vegna sölunnar á Sjóvá að hafa að engu óskir Heiðars Guðjónssonar um að upplýsa um þá málavöxtu, hann grípur til yfirlætis gagn vart þingmönnum . Fyrsta krafa til seðlabanka um víða veröld snýst um traust byggt á vandvirkni . Í yfir lýsingu Seðlabanka Íslands frá 3 . febrúar 2011 segir að söluferlið á Sjóvá hafi hafist í árs byrjun 2010 og staðið óslitið þar til SF1 kom til sögunnar . Hinn 23 . nóvember 2010 var hins vegar haldinn hluthafafundur í Sjóvá og félaginu kosin ný stjórn . Í tilkynn ingu frá fundinum sagði að stjórnin hefði slitið sölu ferli vegna félagsins en mundi kanna áhuga fjárfesta á félaginu . Traust í garð seðlabanka byggist ekki að eins á því að rétt sé farið með staðreyndir heldur einnig hinu, hvernig staðið er að því af hálfu stjórn enda þeirra að svara því sem til bankans er beint . Við söluna á Sjóvá hefur Már Guð mundsson seðlabankastjóri brugðist þessu trausti . Afstaða hans og stuðningur Jó hönnu Sigurðardóttur og Steingríms J . Sig fús sonar við seðlabankastjórann í þessu einka væðingarmáli sýna að orð og fyrirheit um gegn sætt ferli eru að engu höfð, þegar á reynir . Loks hafa gjaldeyrishöftin orðið til þess að skapa færi á valdníðslu innan stjórnsýslunnar sem seðlabankastjórinn nýtir sér og vill fá frið til að nýta sér í skjóli bankaleyndar . Stjórnarhættir Más Guðmundssonar eru skref aftur til tíma sem menn héldu að væri liðinn . Þeir eru svartur blettur á heiðri Seðlabanka Íslands og lýsa hroka í garð almennra borgara í landinu og umbjóðenda þeirra á Alþingi . Þ

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.