Þjóðmál - 01.03.2011, Page 42
40 Þjóðmál VOR 2011
Tilteknar hagfræðikenningar gera ráð fyrir að á uppgangstímum beri að
hækka skatta til að slá á þenslu og lækka
skatta á krepputímum til að auka umsvif í
samfélaginu . Um gildi þessarar kenningar
hafa menn löngum deilt . En undanfarin tvö
ár hefur verið ráðist í afar umfangsmiklar
hækkanir á sköttum og opinberum
gjöldum hér á landi þrátt fyrir að ástandið í
efnahagsmálum sé það versta í áratugi .
Það kann að virðast skjótvirk leið að hækka
skatta og gjöld þegar stjórnmálamaður
stendur frammi fyrir fjárlagahalla . Til
skamms tíma geta slíkar hækkanir skilað
miklum tekjum í ríkissjóð þar sem
einstaklingar og fyrirtæki eiga í mörgum
tilvikum erfitt með að breyta útgjaldaliðum
í bráð, en þegar frá líður skipuleggja menn
rekstur sinn eða neyslu upp á nýtt með
tilliti til lægri kaupmáttar og skatttekjur
geta hreinlega lækkað í kjölfarið .
Eftir að vinstri stjórnin tók við völdum
var strax hafin vinna við breytingar á skatta
lögum og var venju samkvæmt riðið á vaðið
með hækkun á bensíni, víni og tóbaki, þeim
vörum sem fólk og fyrirtæki eiga erfiðast
með að breyta neyslu sinni á til skamms
tíma .
Tekinn var upp fjöldi nýrra skatta og
gjalda á olíur hvers konar en sem dæmi
var svokallaður „kolefnisskattur“ settur á
gas og dísilolíu, bensín, flugvélaeldsneyti
og brennsluolíu, eða um 3,80 til 5,35 kr .
á hvern lítra . Var skatturinn réttlættur með
orði sem bendir til að verið sé að greiða
kostnað vegna mengunar en óljóst er hvernig
ætla má að kostnaðurinn sé einmitt þessar
skattfjárhæðir eða hver beri kostnaðinn . Inn
á reikning hvers leggur ríkið þessar tekjur?
Nú er svo komið að ríkið tekur um 111
krónur af hverjum lítra af venjulegu bensíni
og stjórnvöld furða sig á kvörtunum
almennings vegna svimandihás bensínsverðs .
Meðal tillagna ríkisstjórnarinnar til að bæta
úr þessu var stofnun nefndar sem „fara á
yfir málið“ og ný olíuverðlagsnefnd að hætti
„haftaáranna“ . Engum datt hins vegar í hug
að lækka vörugjöld af bensíni á jafnfimlegan
hátt og þegar gjaldið var hækkað:
„Í stað fjárhæðarinnar „22,94 kr .“ í 14 . gr .
laganna kemur: 23,86 kr .“ – Lög um ráð staf
anir í ríkisfjármálum, 18 . desember 2010 .
Lögum samkvæmt eiga tekjur af vöru
gjöld um af bensíni að renna að 99,5% hlut
um til vegamála en 0,5% til að standa straum
af kostnaði við innheimtu gjaldsins . Tekj ur
ríkisins af gjöldum á bensín eru hins veg ar
um tvöfalt hærri en árlegur kostnaður rík is
ins við vegakerfið og því ættu gjöldin ekki að
vera nema þriðjungur þess sem nú er:
Vignir Már Lýðsson
Íþyngjandi
skattahækkanir