Þjóðmál - 01.03.2011, Page 45
Þjóðmál VOR 2011 43
Guðmundur Óskar Bjarnason
Skuldir sjávarútvegs
fyrirtækja
Þegar umræðan er tekin af slagorðaplaninu
þurfa menn að skilgreina markmið og
taka meiri hagsmuni fram yfir minni . Þá
þarf að segja satt um takmörkuð gæði og
hvernig þau verða nýtt í þágu heildarinnar .
Óraunsæið er vinsælla . Vandinn að segja satt
er í raun helsti Þrándur í Götu lausnar .1
Mörgum hefur orðið tíðrætt um slæma skuldastöðu íslensks sjávarútvegs .
Næg ir þar að nefna skýrslu2 Rannsókna og
þró un ar miðstöðvar Háskólans á Akureyri
(RÞHA), sem kom út fyrir nokkrum miss
erum . Þar eru áhrif fyrningarleiðarinnar
á ís lensk sjávarútvegsfyrirtæki metin . Í
skýrsl unni kemur margt forvitnilegt fram .
Í þessari grein verður sýnt fram á galla við
mat á kvóta í ársreikningum sjávarútvegs
fyrir tækja . Einnig verður bent á tölulegar
stað reyndir úr skýrslunni sem sýna að með
kvóta kerfinu hefur náðst hvorutveggja, að
minnka afla, en um leið, auka hagkvæmni sem
hefur snúið tapi sjávarútvegsfyrirtækjanna í
gróða, sem aftur skilar ríkinu skatttekjum í
stað þeirra styrkja það veitti áður .
1 Þorsteinn Pálsson: Vandinn að segja satt, Fréttablaðið 12 .
febrúar 2011 .
2 Skýrsluna má vinna á vef stofnunarinnar; rha .is
http://www .rha .is/static/files/Rannsoknir/2010/RHA_Ah
rif_innkollunar_aflaheimilda_Mai2010 .pdf
Í skýrslu RÞHA kemur fram að nettó
skuld ir (heildarskuldir að frádregn um veltu
fjár mun um) íslenskra sjávarútvegs fyrir tækja
námu 892 millj . SDR, eða 87 ma . ISK
árið 1997 . Í árslok 2008 voru skuldirnar
hins vegar 2 .479 millj . SDR, eða 465 ma .
ISK . Samhliða þessari hækkun á skuldum
íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, sökum
gengishruns íslensku krónunnar, þurrkaðist
eigið fé fyrirtækjanna út, var neikvætt sem
nemur 318 millj . SDR árið 2008 en var
jákvætt um 1 .120 millj . SDR árið 2007 .
Skuld irnar eru hærri en eignirnar sem
standa undir þeim . En er það í raun svo?
Virði kvóta í ársreikningum
Upplýsingar stærstu fyrirtækjanna eru ekki opinberar, ef frá er talinn árs
reikn ingur HB Granda hf .3 Glögglega
kemur í ljós við lestur ársreiknings HB
Granda hf, að gengisvísitala íslensku
krónunnar hefur engin áhrif á verðmæti
kvótaeignar fyrirtækisins . Ástæðan fyrir því
3 Leitað var að ársreikningum þriggja stærstu fyrirtækj
anna í greininni, HB Granda hf ., Samherja hf . og Ísfélags
Vestmannaeyja hf . Ársreikning HB Granda hf . má
finna á slóðinni; http://www .hbgrandi .is/lisalib/getfile .
aspx?itemid=439