Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 49
Þjóðmál VOR 2011 47
.
sjávarútveg og því eru þessi mörk sem áður
voru nefnd vel við hæfi .15
Hér fyrir ofan er sagt að sjávarútvegurinn
búi ekki við lágan fjármagnskostnað, en
síðar í skýrslunni, þegar skýrsluhöfundar
telja upp þær forsendur sem þeir gáfu sér
við mat á skuldastöðunni, segir:
Gert er ráð fyrir að fjármagnskostnaður ís
lensks sjávarútvegs fari hækkandi . Við áætlum
að raunvextir lána atvinnugreinarinnar sé nú
um 2% . Við gerum ráð fyrir að raunvextirnir
verði komnir í 7% eftir sjö ár og verði það
áfram árin þar á eftir . [ . . .] Íslenskur sjávar
útvegur hefur líkt og annað íslenskt atvinnulíf
búið við mjög lágan fjármagnskostnað .
Atvinnugreinin hefur tekið erlend lán með
breytilegum vöxtuum . Þessir vextir eru nú í
lágmarki og líklegt að þeir fari hækkandi .16
Hér er fjármagnskostnaður orðinn lágur .
Höfundar treystu sér ekki til að spá fyrir
um gengi í þessum forsendum og héldu því
óbreyttu, en þeir treysta sér hins vegar til um
að spá fyrir um vexti . Þeim finnst líklegt að
vextir eigi eftir að hækka, og ef þeir hækka
á heimsvísu er vel mögulegt að þeir hækki
jafnframt hér á landi . Við það styrkist gengi
krónunnar jafnan . Einnig má benda á að
með virkri áhættustýringu er vel hægt að festa
gengi með skiptasamningum . Höfundar taka
það ekki með í forsendum sínum, þó vitað sé
að afleiðusamningar eru þó nokkur stærð í
bókum stærri sjávarútvegsfyrirtækja .
Minni afli, meiri
hagræðing, meiri gróði
Ástæðan fyrir því að kvótakerfinu var komið á fót árið 1984 var ofveiði
greinarinnar . Mikill samdráttur hefur enda
15 Áhrif innköllunar aflaheimilda á stöðu íslenskra sjávar-
útvegsfyrirtækja. 26 . bls .
16 S .r . 29 . bls .
orðið á aflabrögðum, en árið 1991 var
þorskafli Íslendinga 306 þúsund tonn .17
Árið 2008 var veiði á þorski ekki nema 151
þúsund tonn . Því er ljóst að kvótakerfið
hefur haft tilætluð áhrif, ofveiði er ekki
lengur staðreynd .18 En þrátt fyrir þennan
mikla samdrátt í afla hafa verðmæti
útfluttra sjávarafurða ekki lotið sömu
þróun . Verðhækkanir að nafnvirði og betri
fram leiðslu stýring hafa náð að vega upp
minnkun á aflanum .19
Þannig hefur mikil fækkun starfa orðið
frá árinu 1991, þegar um 14 .200 mann
störfuðu við íslenskan sjávarútveg, 6 .200
við fiskveiðar og 8 .000 við fiskvinnslu .20
Þetta jafngilti 10,4% af íslensku vinnuafli .
Hámarki var náð árin 1995–1996 þegar
16 .000 manns störfuðu í greininni . Árið
2008 var fjöldi starfa kominn niður í 7 .300
manns, eða 4,1% af íslensku vinnuafli . Á
umræddu tímabili hefur því heildarvinnuafl
í sjávarútvegi dregist saman um 49%, 61%
stafar af fækkun í fiskvinnslu en 32% vegna
fækkunar sjómanna .
Af framansögðu er ljóst að mikil fram
leiðniaukning hefur orðið í greininni . Afli
hefur minnkað um þriðjung í þorskígildum,
en á meðan hefur störfum fækkað um
helming . Árið 1991 var aflinn 112 tonn af
þorskígildum á hvert starf við veiðar en árið
2008 var aflinn 111 tonn af þorskígildum á
hvert starf við veiðar . Framleiðniaukningin
hefur þannig öll orðið í vinnslu, enda hefur
starfsfólki fækkað umtalsvert mikið meira
þar heldur en við veiðarnar .21 Árið 1991
17 S .r . 6 . bls .
18 Reyndar hefur veiði á ýsu aukist, en veiði á bæði karfa
og ufsa hefur minnkað . Íslenskur sjávarútvegur hefur ekki
náð að bæta sér upp minni þorskafla með veiðum á öðrum
botnfisktegundum hvað magn varðar .
19 Áhrif innköllunar aflaheimilda á stöðu íslenskra
sjávarútvegsfyrirtækja. 10 . bls .
20 S .r . 11 . bls .
21 Skýrsluhöfundar spyrja sig hvort ekki séu möguleikar
á hagræðingu við veiðarnar . Ljóst er að svo er, enda
er sjálfvirkni mjög takmörkuð um borð í íslenskum