Þjóðmál - 01.03.2011, Page 50

Þjóðmál - 01.03.2011, Page 50
48 Þjóðmál VOR 2011 afkastaði hvert starf í vinnslu 87 þorsk­ ígildistonnum, en afköstin voru kom in í 151 tonn á hvert starf árið 2008 . Annar mælikvarði á framleiðniaukningu er verðmæti útfluttra sjávarafurða á hvert starf í greininni .22 Útflutningsverðmæti á hvert starf árið 1991 nam um 65 þúsund SDR, en árið 2008 var það komið upp í 170 þúsund DSR . Þegar tekið er tilllit til verð­ lagshækkana er raunaukningin um 86% . Lokaorð Nú er svo komið að landbúnaður á Íslandi er stærsti einstaki styrkþegi ríkis sjóðs, en árið 2009 var rétt rúmlega 15 milljörðum, eða 1,01% af vergri lands­ framleiðslu, veitt úr ríkissjóði til handa bændum .23 Sjávarútvegur var einn stærsti styrk þegi ríkissjóðs áður en kvótakerfið var tekið upp . Árið 1979 var 3,29% veitt til land búnaðarmála af vergri landsframleiðslu, en 0,75% af vergri landsframleiðslu var varið til sjávarútvegs . Árið 2009 var um 1 .500 milljónum, eða 0,1% af vergri lands­ framleiðslu, varið til sjávarútvegsmála . En það er einungis ein hlið peningsins, því fiskiskipum . Þannig er líklegt að þróun eigi eftir að eiga sér stað hvað vinnslulínur um borð og orkugjafa snertir . 22 Áhrif innköllunar aflaheimilda á stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. 12 . bls . 23 Vefur Hagstofu Íslands, hagstofa .is þrátt fyrir mikla lækkun á útgjöldum ríkis­ sjóðs til sjávarútvegsmála, hefur þróun fyrir tækja á þessu sama tímabili algjörlega snúist við, þau eru nú rekin með hagnaði í stað taps áður . Þau eru ekki lengur byrði á sameiginlegum sjóðum almennings, heldur skila þjóðinni miklum gjaldeyri, ásamt því sem þau greiða skatta af hagnaði sínum til ríkissjóðs . Þetta er ekki síst kvótakerfinu að þakka, en líkt og Þorsteinn Pálsson bendir á eru oftast nær tveir valkostir: Óumdeilt er að aflahlutdeildarkerfið leiddi til samþjöppunar í rekstri . Fiskiskip eru færri, sjómenn eru færri og fiskvinnslustöðvar eru færri . Trúlega er þessi mikla hagræðing helsta undirrót óánægjunnar . Ekki er unnt að mæla á móti því að þessi hagræðing gekk gegn hagsmunum nokkurra byggða og útgerða sem hurfu úr rekstri og sjómanna sem misstu vinnu . Á móti kemur að ekki er lengur þörf á millifærslum og gengislækkunum á kostnað almennings . Með rökum er ekki unnt að staðhæfa að efnahagsáhrif kerfisins hafi verið öndverð almannahagsmunum eða stangist á við þjóðareignarsjónarmiðið . Vissulega má deila um hvort er mikilvægara: Fjöldi starfa eða hagræðing . Það er val . Að lofa hvoru tveggja er skrök .24 24 Þorsteinn Pálsson: Vandinn að segja satt, Fréttablaðið 12 . febrúar 2011 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.