Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 52

Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 52
50 Þjóðmál VOR 2011 verið hlekkjaður, en slitið sig lausan . Svo illa vill til, að þjálfari fílsins er fjarri, og óvopnaðir Búrmamennirnir eru varnarlausir gegn risadýrinu, sem hefur troðið niður bambuskofa, drepið kú, ráðist á ávaxtabúð og velt um sorpvagni . Þegar sögumaður kemur á vettvang, sér hann indverskan verkamann liggja látinn á afviknum stað . Búrmamenn segja, að fíllinn hafi skyndilega komið aftan að honum, gripið hann með rananum, stigið ofan á hann og troðið hann í sundur . „Andlit hans var atað leir, augun galopin, tennurnar samanbitnar og svipurinn lýsti ósegjanlegri skelfingu .“ Strax og sögumaður sér líkið, útvegar hann sér fílariffil og heldur í leit að skepnunni . Hann finnur fílinn eftir skamma stund, þar sem hann stendur hinn spakasti við vegarbrún og rífur upp grasvendi með rananum, lemur þau við tré til að hreinsa af þeim leir, áður en hann treður þeim upp í sig . Sögumaður hugsar með sjálfum sér, að hann þurfi ekki að skjóta þennan verðmæta vinnufíl . Æðið sé runnið af honum . En síðan lítur sögumaður á mannfjöldann, sem fylgist eftirvæntingarfullur með . „Og skyndilega skildi ég, að ég komst ekki hjá því að skjóta fílinn, eftir allt saman . Fólkið bjóst við því, og ég varð að gera það .“ Annars verði hann að athlægi . Við svo búið skýtur sögumaður fílinn . Dauðastríð skepnunnar er langt og óskemmtilegt á að horfa . Eigandinn reiðist, en hann fær ekkert að gert, enda hefur fíllinn drepið mann . Seinna er sögumaður feginn því, að fíllinn hafi gert þetta, því að það hafi gefið honum ástæðu til að skjóta dýrið . „En ég hugsaði oft um það, hvort engum skyldi hafa dottið það í hug, að ég gerði þetta einungis til þess að koma í veg fyrir, að ég væri álitinn bjáni .“ 2 . Skilja má þessa haglega gerðu smásögu Orwells á ýmsa vegu . Auðvitað er þetta á yfir borðinu og öðrum þræði líka saga um opinberan starfsmann, sem þarf að vinna óljúft skylduverk . Hann gerir það, vegna þess að ætlast er til þess af honum . Ef hann gerir það ekki, þá er hann álitinn lydda . Jafnframt er þetta saga um árekstur tveggja menning­ ar heima . Íbúarnir í borginni töldu sjálfsagt að drepa fílinn, en Evrópumaðurinn, sem söguna segir, var á báðum áttum . Ef til vill var æðið alveg runnið af fílnum, og vitað var, að þjálfari hans eða hirðir var á leið til hans . Sögumanni leið illa, þegar hann drap fílinn, og hraðaði sér af vettvangi, á meðan borgarbúar þustu þangað og fögnuðu falli fílsins . Annars vegar stóðu villimenn, sem ekkert höfðu haft af sálarangist að segja, hins vegar fulltrúi evrópskrar menningar . Aug ljósasti skilningur sögunnar er þó sá, sem höfundur benti sjálfur á: Hún er ádeila á nýlendustefnu Breta, sem Orwell hafði snúist gegn í Búrma . Skoðun Orwells er, að nýlendustefnan spilli ekki aðeins hinum kúguðu, heldur líka kúgurunum . Sögumaður hefur orðið: Það var á þessari stundu, meðan ég stóð með riffilinn í höndunum, að ég skildi til fulls holleikann og fánýtið í yfirdrottnun hins hvíta manns í austrinu . Hér var ég, hinn hvíti maður, með byssu mína, stand andi fyrir framan hinn vopn lausa fjölda, á yfirborðinu fór ég með aðal­ hlut verkið í sjónleiknum, en raun verulega var ég ekkert annað en hlægileg brúða, sem hrundið var fram og aftur af þessum gulu andlitum . Vitanlega birtu íslenskir kommúnistar smá­ sögu Orwells í Rauðum pennum 1938 vegna þessarar skoðunar, sem hentaði þeim þá . Menn þurfa þó ekki að vera sósíalistar til að taka undir það, að rangt sé af hvítum mönnum að undiroka gula . Engir gagnrýndu landvinningastefnu harðar á nítjándu öld en frjálshyggjumenn eins og Richard Cobden, John Bright og Herbert Spencer . Þegar Bandaríkin sigruðu Spán í stuttu stríði árið 1898 og fengu í sinn hlut nokkrar spænskar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.