Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 62
60 Þjóðmál VOR 2011
Hlut hyggju byggist öll þekking á skynjun .
Ýmis óhlutstæð hugtök eru síðan mikilvæg
af sprengi hinnar röklegu greiningar . Hún
hafnaði hins vegar að tilfinningar eða trú
gæti verið uppspretta þekkingar . Í heimspeki
er oft greint á milli tveggja póla: annars
vegar rökhyggju, þar sem þekking er talin
óháð reynslu og lögð er áhersla á abstrakt
skynsemi; og hins vegar raunhyggju, þar
sem reynsla er talin upp spretta þekkingar
og abstrakt skynsemi er í aukahlutverki .
Segja má að Hluthyggja sam eini þessa tvo
skóla með því gefa hvoru tveggja, reynslu og
röklegri úrvinnslu, mikið vægi .
Skynsemishugtakið er hornsteinn Hlut
hyggjunnar og hugmyndir um menningar
legt hlutverk skynseminnar eru áberandi í
túlkun Rands á mannkynssögunni . Þannig
er hún hrifnust af þeim tímabilum þegar
hugmyndafræði heilbrigðrar skynsemi var í
fyrirrúmi að hennar mati; í því sambandi
var henni tíðrætt um Grikkland til forna,
Endurreisnartímabilið og nítjándu öldina
Siðfræði, samkvæmt skilgreiningu Ayn
Rands, er sú grein heimspekinnar sem fæst
við þau gildi sem stýra vali okkar og gjörð
um; þeim ákvörðunum sem marka lífi okkar
stefnu og veitir því markmið og tilgang .
Sérhver lífvera hefur frá náttúrunnar
hendi sterka tilhneigingu til að þrauka og
þrífast, að lifa áfram og bæta stöðu sína, en
hnigna ekki og deyja . Hluthyggjan tekur
eindregna afstöðu með þessari eðlishvöt .
Lífið sjálft er æðsta gildið og önnur gildi
taka mið af því . Dýr bregðast við af hreinni
eðlis hvöt og náttúruval hefur leitt til þess
að viðbrögð þeirra stuðla yfirleitt að áfram
haldandi lífi, annaðhvort lífverunnar sjálfrar
eða afkomenda hennar . En eins og áður
segir er hugvitið manninum nauðsynlegt í
lífs baráttunni og mikilvægur hluti af því er
siðfræðin . Skynsemisverur standa frammi
fyrir vali og þurfa að tileinka sér hug ar
starfsemi sem stuðlar að lífvænlegri breytni .
Siðfræði Hluthyggjunnar byggist á rót
tækri einstaklingshyggju . Hún lítur á hvern
og einn einstakling sem skýrt af markaða
einingu, sem lúti sínum eigin lög málum
og hafi frjálsan vilja . Aðeins ein staklingar
hugsa, þroskast og hafa vilja, en ekki þjóðir,
stéttir eða smærri hópar .
Nánar tiltekið aðhyllist Rand upplýsta
sér hyggju (e . egoism) . Sérhyggja er sú sið
fræðikenning að athafnir eigi að ráðast
af eiginhagsmunum . En hinir upplýstu
sérhyggjumenn sem Rand sér fyrir sér eru
ekki ófyrirleitnir eða ruddalegir, heldur
lúta þeir reglum skynseminnar og virða rétt
annars fólks . Sérhyggja hennar er í raun
nauðalík siðfræði 17 . aldar heimspekings ins
Baruch Spinoza, sem var einn áhrifa mesti
og merkasti hugsuður síns tíma .
Ayn Rand hvetur fólk til sjálfselsku (e .
selfishness), en gagnrýnir harkalega sjálfs leys ið
(e . selflessness) og ósérplægnina (e . altru ism)
sem margir siðfræðingar boða . Hún telur að
sjálfsleysi og ósérplægni hafi óæski leg áhrif á
menningu og stjórnmál: búi til bragðdaufa
einstaklinga, dragi úr sköpunar krafti og leiði
til pólitískrar hjarð hyggju og harð stjórnar . En
sjálfselskan kemur að sjálf sögðu ekki í veg fyrir
umhyggju og ást á öðru fólki . Sérhyggjumenn
elska hins vegar ekki annað fólk þess vegna,
heldur sín vegna: af því að annað fólk hefur
merkingu fyrir það sjálft .
Stjórnspeki Rands er eðlilegt framhald af
siðfræðinni: réttindi einstaklinga skipa þar
stóran sess . Það leiðir af siðfræði hennar að
hver maður hefur tilkall til eigin lífs og rétt
til þess að ráðstafa því eins og hann kýs,
svo lengi sem hann gengur ekki á sama rétt
annarra . Ein forsenda þess að einstaklingur
hafi forræði á eigin lífi, að hennar mati, er
að hann hafi forræði á eignum sínum . Ef
eignarréttur er ekki virtur eru öll önnur
réttindi berskjölduð . Rand telur að fólk hafi
ekki tilkall til eigna og tekna annars fólks,
heldur sé eignarrétturinn friðhelgur . Hún