Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 63

Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 63
 Þjóðmál VOR 2011 61 taldi meginhlutverk ríkisins vera að tryggja rétt einstaklinga til lífs, frelsis og eigna . Eins og áður segir ólst Ayn Rand upp í Rússlandi og varð vitni að valdatöku kommúnista . Reynslan af lífi undir alræðisvaldi og ógnarstjórn fékk hana til hugleiða stjórnskipan sem tryggði vald drei­ fingu og frelsi . Rand sótti fyrirlestra austur­ ríska hagfræðingsins Ludwig von Mises í New York og var sammála honum um að laissez­ faire kapítalismi væri það fyrirkomulag sem best tryggði fólk til lengdar gegn ofríki og kúgun . Að auki taldi hún að engin önnur stjórnskipan samræmdist siðfræði hennar og hugsjónum . Hún taldi þó kapítalisma von­ lausan án trausts gjaldmiðils, helst á gullfæti, og vildi taka hart á hvers kyns svikum . Ekki ætti að koma á óvart að fagurfræði er Ayn Rand hugleikin, enda lengi vel aðalstarf hennar að skrifa skáldsögur . Hún skilgreinir list sem endursköpun á völdum þáttum veruleikans samkvæmt grund­ vallar gildisdómum (e . metaphysical value­ judgements) listamannsins, en slík dóm­ greind ristir dýpra en siðferðið og endur­ speglar lífsskilning (e . sense of life) við­ komandi listamanns, það er að segja hvað honum finnst í raun mikilvægt og satt um tilvistina og eðli fólks . Listin gerir fólki kleift að skilja óhlutstæð hugtök í gegnum hlutstæð fyrirbæri: listaverkið nær með persónum, atburðarás, tónum, litum og svo framvegis, að varpa ljósi á hugtök . – Segja má að merkingin sé sýnd en ekki sögð .2 Ayn Rand notar heitið rómantísk raun­ sæis stefna um listspeki sína . Hugtakið rómantík í bókmenntum hefur verið notað 2 Færa má rök fyrir því að rithöfundar á borð Halldór Kiljan Laxness hafi haft mun meiri áhrif á íslensk stjórnmál heldur en fræðimenn . Skýringin er sú að hugmynd sem er sýnd með listsköpun er mun áhrifameiri og líklegri til að snerta tilfinningalíf fólks, heldur en hugmynd sem er útskýrð í fræðigrein . – Þess má geta, varðandi Laxness, að hann reyndi fyrir sér sem handritshöfundur í Los Angeles á sama tíma og Ayn Rand . á mjög ólíkan hátt . Rómantík Rands snýst ekki um tilfinningasemi og dulspeki, eins og hefur gjarnan verið raunin með róm­ antíska listamenn, heldur um mikilvægi fyrir mynda og gilda . Rómantíkin, eins og hún notar hugtakið, byggist á þeirri afstöðu að maðurinn hafi frjálsan vilja og geti verið ljóðskáld síns eigin lífs . Hún vildi þó að fyrirmyndirnar og gildin, sem listin skapaði, hefðu tengingu við heiminn eins og hann birtist okkur, raunveruleikann, og því talaði hún um rómantíska raunsæisstefnu. Ayn Rand hefur verið sökuð um að hafa dulklætt áróður í bókmenntaform . Henni til varnar má spyrja hvort að einhvers­ konar hugmyndir séu ekki iðulega að baki listsköpun; skýrasta dæmið er auðvitað dæmisagan, sem hingað til hefur ekki þótt ámælisverð bókmenntagrein . – Sjálf hafnar Rand gagnrýninni með þeim rökum að bækur hennar endurspegli fyrst og fremst áðurnefndan lífsskilning, sem sé frum­ spekilegur, tilfinningalegur og handan við það sem kalla mætti áróður . En slík grunnviðhorf geta auðvitað líka smitast með lestri bóka . Lífsskilningur Ayn Rands sjálfrar mótaðist nokkuð af Aristó­ telesi og Nietzsche . – Sá síðarnefndi velti fyrir sér gildi gildanna í Af Sifjafræði siðferð- isins og komst þannig að orði: Hafa þau hingað til hamlað manninum eða ýtt undir að hann dafni? Eru þau merki um armæðu, andleysi, hnignun lífsins? Eða er þessu öfugt farið; sýna þau fyllinguna, kraftinn, vilja lífsins, hugrekki þess, sjálfstraust og framtíð?3 Sú manneskja sem skilur þau grund vallar­ sjónarmið sem takast á í þessari til vitn un, 3 Úr formála Nietzsches að Af Sifjafræði siðferðisins (þ . Zur Genealogie der Moral, e . On the Genealogy of Morality) . Bókin var nýlega gefin út í lærdómsritröð Hins íslenska bókmenntafélags, í íslenskri þýðingu Róberts Jacks og með góðum formála eftir Róbert H . Haraldsson . Hér notast ég þó við mína eigin þýðingu á textabrotinu .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.