Þjóðmál - 01.03.2011, Page 65

Þjóðmál - 01.03.2011, Page 65
 Þjóðmál VOR 2011 63 Sumir hafa mikla þörf fyrir að bátnum sé ekki ruggað þrátt fyrir augljósar hættur fram undan . Þeir halda sér fast í borð­ stokkinn með lokuð augun og reyna að sannfæra sig og aðra um að besta ráðið til að komast klakklaust á leiðarenda sé að sitja kyrr og skapa ekki hinn minnsta velting . Dallurinn siglir þó að flúðum og fossum og best í stöðunni væri að velta bátnum og synda í land, en fyrir þessa aðila er ekki til í stöðunni að blotna . Þetta er eflaust ágætis lýsing á fjármálakerfinu . Það má ekki segja neitt neikvætt . Allt er viðkvæmt . Ekki má benda á minnsta vandamál, því það skapar hættuna á spretthlaupi innistæðueigenda til að taka út aurinn eða getur valdið óróa á verðbréfamarkaði með verðlækkun . Og það reynist fjármálastofnunum auðvelt að verjast gagnrýni sem byggist iðulega á tak mörk uðum upplýsingum og getgátum meðan fjármálastofnanirnar, ásamt Fjár­ mála eftirlitinu einu, hafa fullnægjandi upp­ lýs ingar á hverjum tíma . Lítið aðhald í eftirlitsaðilum Íþessu samhengi er óskiljanlegt að innan fjármálastofnana starfi greiningardeildir . Greiningardeildir bankanna ættu m .a . að upp lýsa innistæðueigendur um meinbugi á kerfinu og vera aðhald gagnvart röngum ákvörðunum fjármálaheimsins . En þær fljóta bara með straumnum . Greiningardeild eins banka mun aldrei telja hættu á greiðslu­ falli annars banka vegna hættunnar á að greiningardeild hins bankans taki til varna . Enginn banki vill vera í sviðsljósinu þegar kemur að einhverjum leiðindum . Allur órói í efnahagslífinu hefur áhrif á fjármálastofnanir með einum eða öðrum hætti . Það er ekki hagsmunamál banka til skemmri tíma litið að benda á veikleika fjármálakerfisins . Ekki þarf að taka fram að gagnrýni greiningardeilda á matsfyrirtækin er engin . Seðlabanki Íslands mun aldrei nokkurn tímann halda því fram að ríkissjóður Ís­ lands geti ekki staðið við skuldbindingar sínar . Af hverju er þá verið að spyrja hann? Í Excel er iðulega hægt að útbúa sæmilega rök studda fullyrðingu eftir hentugleika . Og það gerir hann . Fjármálaeftirlitið verður alltaf hrætt við það að taka yfir fjármálastofnun sem er með ófullnægjandi eiginfjárhlutfall . Það myndi senda neikvæð skilaboð út á markaðinn og hætta yrði á að aðrar fjármálastofnanir myndu fá á sig áhlaup innistæðueigenda . Það mun reyna fram í rauðan dauðann að komast hjá því þar til það verður of seint Örvar Arnarson Ferðast með straumnum

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.