Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 65

Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 65
 Þjóðmál VOR 2011 63 Sumir hafa mikla þörf fyrir að bátnum sé ekki ruggað þrátt fyrir augljósar hættur fram undan . Þeir halda sér fast í borð­ stokkinn með lokuð augun og reyna að sannfæra sig og aðra um að besta ráðið til að komast klakklaust á leiðarenda sé að sitja kyrr og skapa ekki hinn minnsta velting . Dallurinn siglir þó að flúðum og fossum og best í stöðunni væri að velta bátnum og synda í land, en fyrir þessa aðila er ekki til í stöðunni að blotna . Þetta er eflaust ágætis lýsing á fjármálakerfinu . Það má ekki segja neitt neikvætt . Allt er viðkvæmt . Ekki má benda á minnsta vandamál, því það skapar hættuna á spretthlaupi innistæðueigenda til að taka út aurinn eða getur valdið óróa á verðbréfamarkaði með verðlækkun . Og það reynist fjármálastofnunum auðvelt að verjast gagnrýni sem byggist iðulega á tak mörk uðum upplýsingum og getgátum meðan fjármálastofnanirnar, ásamt Fjár­ mála eftirlitinu einu, hafa fullnægjandi upp­ lýs ingar á hverjum tíma . Lítið aðhald í eftirlitsaðilum Íþessu samhengi er óskiljanlegt að innan fjármálastofnana starfi greiningardeildir . Greiningardeildir bankanna ættu m .a . að upp lýsa innistæðueigendur um meinbugi á kerfinu og vera aðhald gagnvart röngum ákvörðunum fjármálaheimsins . En þær fljóta bara með straumnum . Greiningardeild eins banka mun aldrei telja hættu á greiðslu­ falli annars banka vegna hættunnar á að greiningardeild hins bankans taki til varna . Enginn banki vill vera í sviðsljósinu þegar kemur að einhverjum leiðindum . Allur órói í efnahagslífinu hefur áhrif á fjármálastofnanir með einum eða öðrum hætti . Það er ekki hagsmunamál banka til skemmri tíma litið að benda á veikleika fjármálakerfisins . Ekki þarf að taka fram að gagnrýni greiningardeilda á matsfyrirtækin er engin . Seðlabanki Íslands mun aldrei nokkurn tímann halda því fram að ríkissjóður Ís­ lands geti ekki staðið við skuldbindingar sínar . Af hverju er þá verið að spyrja hann? Í Excel er iðulega hægt að útbúa sæmilega rök studda fullyrðingu eftir hentugleika . Og það gerir hann . Fjármálaeftirlitið verður alltaf hrætt við það að taka yfir fjármálastofnun sem er með ófullnægjandi eiginfjárhlutfall . Það myndi senda neikvæð skilaboð út á markaðinn og hætta yrði á að aðrar fjármálastofnanir myndu fá á sig áhlaup innistæðueigenda . Það mun reyna fram í rauðan dauðann að komast hjá því þar til það verður of seint Örvar Arnarson Ferðast með straumnum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.