Þjóðmál - 01.03.2011, Page 66

Þjóðmál - 01.03.2011, Page 66
64 Þjóðmál VOR 2011 og vandamálið þá orðið of stórt . Það er jafnframt auðveldara að fela sig bak við árs reikninga og tölur annarra en að taka áhættuna á því að hafa rangt fyrir sér þegar af drifaríkar ákvarðanir eru teknar og þurfa að verjast gagnrýni bankanna . Greiningardeild Íslandsbanka telur að sam þykki Icesave „marki tímamót“ vegna þess að matsfyrirtækin líti jákvæðum augum á málin og lánsfjármarkaðir muni þar af leiðandi opnast Íslendingum . Getuleysi grein ingar deildanna til að hugsa sjálfstætt er efna hagsvandamál . Matsfyrirtækin vilja að allir ferðist með straumnum rétt eins og Banda ríkin hafa gert nú í áratugi með gríðar­ miklum halla ríkissjóðs sem vex og vex og er orðið nær óyfirstíganlegt vandamál í dag . Sérfræðingur eins matsfyrirtækis, sem ég ræddi við fyrir rúmu ári síðan (og reyndist þá ekki vita eitt né neitt um málefni Icesave­ samningsins og réttarstöðu aðila þrátt fyrir að vera sérfræðingur í málefnum Íslands), benti mér á að ástæða þess að Bandaríkin hafa gott lánshæfismat sé hin mikla eftir­ spurn eftir dollurunum þeirra . En hvað er eggið og hvað er hænan? Matsfyrirtækin eru ávallt á eftir markaðnum þegar kemur að lækkun lánshæfismats . Asíukreppan 1997 og hrun íslensku bankanna er til vitnis um gagnsleysi matsfyrirtækja . Stórgott dæmi er einkunn sú sem matsfyrirtækin gáfu hinum flóknu skulda bréfavafningum sem orsök­ uðu banka kreppuna 2008 . Tölvupóstar, sem fóru milli starfsmanna matsfyrirtækjanna, lýsa vel að einstaklingarnir átta sig vel á stöð­ unni, en allt víkur fyrir skammtímahags­ mun um matsfyrirtækjanna . „Let’s hope we are all wealthy and retired by the time this house of cards falters,“ segir í einum tölvupósti starfsmanns S&P . Við bindum því miklar vonir við endur­ skoðendur . Vonandi þora þeir að bíta í höndina sem gefur þeim, ekki nægir að gelta . Það eru helst fréttamiðlar sem geta beitt gagnrýni á kerfið, t .d . frétt Morg un blaðsins um getu Landsbankans til að greiða 300 milljarða skuldabréf í eigu gamla Landsbankans og hin fyrir­ sjáanlegu og sorglegu svör bankans við fréttaflutningnum . Dæmi 1 Veðsettar eignir Landsbankans Hinn 12 . október 2010 veitti nýi Lands bankinn þeim gamla veð í ýms um eignum bankans á móti hinu 300 milljarða skuldabréfi sem gamli Lands­ bank inn heldur á . Þetta þýðir að sú vörn sem Alþingi setti innistæðueigendum, þegar innistæður voru flokkaðar sem for­ gangs kröfur, er hér nær gagnslaus, með lögum 67/2010 sem veitti Landsbankan­ um þessa heimild . Fari Landsbankinn illa fara tilteknar eignir fyrst til skuldabréfsins og afgangur til innistæðueigenda . Áhættan að eignir Landsbankans séu ofmetnar kæmi til gjaldþrots félagsins liggur nú að miklu leyti á innistæðueigendum . Af hverju var þetta gert, leið gamla Landsbankanum eitthvað illa með þetta skuldabréf ótryggt, taldi hann líkur á greiðsluþroti? Alþingi samþykkti lögin löngu eftir uppgjör milli gamla og nýja Landsbankans . Áhætta almennra kröfuhafa eykst alltaf þegar einstaka kröfuhafar fá veð í eignum . Ekki varð ég var við mikla gagnrýni á þetta stóra mál frá greiningardeildum bankanna . Dæmi 2 Peningamarkaðssjóðirnir Samkvæmt frétt Morgunblaðsins tapaði Íslandsbanki 10 milljörðum af 12,9 milljarða kaupverði á skuldabréfum úr Sjóði 9 . Bankinn keypti safnið m .v . 85% end urheimtur . Raunin varð 15–20% end­ ur heimtur . Hvernig gat það gerst að virt

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.