Þjóðmál - 01.03.2011, Side 70
68 Þjóðmál VOR 2011
fyrir gjaldeyrishöft . Þetta er risastórt mál
sem þarf að hafa í huga við ákvörðun um
samþykkt málsins . Öll umræða um að létta
á gjaldeyrishöftum er því blekking . Grein
ingar deildirnar þegja .
Stóri bróðir er vandamál
R íkisstjórnin lýsti því yfir við hrunið að innistæður væru tryggðar . Sú yfir
lýsing hefur verið staðfest af ráðherrum
síðustu tvö árin . Lagaheimildin er engin .
Því er engin ríkistrygging innlána . Óskýrt
er því í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar hver
það er sem tryggir þessar innistæður en hún
er svohljóðandi:
Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar, 6 .10 .2008:
Ríkisstjórn Íslands áréttar að innstæður
í innlendum viðskiptabönkum og spari
sjóð um og útibúum þeirra hér á landi
verða [innsk: hvenær?] tryggðar [innsk:
af hverjum?] að fullu . Með innstæðum er
átt við allar innstæður almennra spari fjár
eigenda og fyrirtækja sem trygg ing inn
stæðu deildar Tryggingasjóðs inn stæðu
eig enda tekur til .
Reykjavík, 6. október 2008
Hér skal bent á að hin svokallaða mis
mun un innstæðueigenda eftir þjóðerni á
rætur að rekja til þessarar yfirlýsingar, ekki
neyðar laganna eða þeirra úrvinnslu þegar
nýju bankarnir tóku yfir innistæður .
Það er þægilegt að tryggja innistæður, það
eina sem þarf að gera er að dæla peningum í
fjármálastofnanir og hafa áhyggjur af afdrifum
þessa fjármagns í þarnæstu kosningum .
Reikningurinn til skattgreiðenda mun koma
síðar . Það er hins vegar mjög erfitt að tryggja
ekki innistæður, fólk tæmir bankana, þeir
hefðu fallið allir sem einn og í framhaldinu
hefði greiðslukerfi landsins hrunið .
Stjórnmálamenn og fjármálakerfið taka alltaf
þá ákvörðun sem hentar best til skamms
tíma, samanber lánveitingu Evrópuríkjanna
til Grikklands á hærri vöxtum í stað þess að
viðurkenna getuleysi Grikkja til að standa
við skuldbindingar sínar . Neyðarlögin
gerðu það hins vegar að verkum að kröfum
innistæðueigenda var veittur forgangur í bú
bankanna og á örskömmum tíma voru þrír
nýir bankar starfandi, fjármagnaðir með
innistæðum og með forgang í eignir gömlu
bankanna . Þurfti ríkistryggingu innistæðna í
þessu ljósi? Þarf núverandi fjármálaráðherra að
framlengja þessa yfirlýsingu hvað eftir annað?
Er verið að veita fé í bankakerfið í dag til að
ekki reyni á þessa tryggingu? Vandamálið
er að það er rökrétt fyrir stjórnvöld,
greiningardeildir bankanna og aðra sem ættu
að hafa eftirlit með fjármálamarkaðinum að
loka augunum, halda sér fast í borðstokkinn
og fara með bænirnar sínar .
Valdið til Seðlabankans
Gylfi Zoëga skrifaði nýlega ritgerð í Tímarit um viðskipti og efnahagsmál . Gylfi er prófess or
í hagfræði við Háskóla Íslands og er nefndar maður
í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands . Það er
fagnaðarefni þegar menn setja fram hugmyndir
sínar á skýran og greinargóðan hátt í stuttu máli .
Algengt er að um lítið sé fjallað í miklum, þurrum
texta . Ber að hrósa Gylfa fyrir það . En gera þarf
athugasemd þegar augljósir ókostir hugmynda eru
ekki reifaðir, kostirnir eingöngu dásamaðir .
Áfall Gylfa
Gylfi telur að tvö kerfi séu líklegust til að standa af sér áföll 1) króna í skjóli gjaldeyrishafta
og 2) evra með aðild að Evrópusambandinu .