Þjóðmál - 01.03.2011, Side 71
Þjóðmál VOR 2011 69
Gylfi telur að áfall sé þegar gengi gjaldmiðils
breytist mikið eða jafnvel hrynji í kjölfar
efnahagsörðugleika . Ég tel að áfall sé þegar gengi
gjaldmiðils fær ekki að sveiflast, hversu ýkt sem
mönnum kann að þykja sú sveifla . Veiking krón
unnar fyrir gjaldeyrishöftin bjargaði íslensku
efna hagslífi því hún olli almennri launalækkun
sem nauðsynleg var til þess að þjóðin myndi flytja
meira af vörum frá landinu og minna af vörum
til landsins . Veiking krónunnar myndaði afgang
af vöru og þjónustujöfnuði til að greiða vexti og
afborganir af lánum .
Írar, Grikkir, Spánverjar, Belgar, Portúgal ar og
Ítalar urðu ekki fyrir „áfalli“ Gylfa . Þar veiktist
gjaldmiðill þeirra, evran, ekki neitt . Og þar sem laun
lækka ekki auðveldlega varð í stað þess atvinnuleysi .
Það var og er mikið áfall . Gylfi telur óvíst að kerfi
fljótandi gengis í örsmáu hagkerfi geti þolað þau
áföll sem búast má við í framtíðinni innan lands
og einkum á alþjóðamörkuðum . En ekki þarf
eingöngu að horfa til ofangreindra landa til að sjá
að stórþjóðir með stórmyntir geta lent í vanda
málum . Kalifornía í Bandaríkjunum hefur verið á
barmi gjaldþrots í dágóðan tíma, íbúum liði eflaust
betur með Kaliforníudollar sem myndi aðlagast
efnahagsumhverfi þeirra . Er ekki einnig líklegra að
eigendum skuldanna þætti betra að kröfuhafi þeirra
gæti staðið við skuldbindingar sínar þrátt fyrir að
horfa á veikingu gjaldmiðilsins frekar en að lenda í
því óvissuástandi sem t .d . Grikkland og fleiri lönd
eru nú í? Hér er ég ekki að halda því fram að auðvelt
sé fyrir okkur Íslendinga að halda uppi eigin mynt,
en mikilvægt er að blekkja hvorki sjálfan sig né
lesendur sína og viðurkenna ekki veikleika þess að
vera með gjaldmiðil stórþjóða og styrkleika þess að
vera með eigin gjaldmiðil . Bæði sjónarmið þurfa að
koma fram .
Valdaþorsti Seðlabankans
Gylfi kvartar undan því að vaxtaákvörðun pen inga stefnunefndar bankans hafði lítil
sem engin bein áhrif á einkaneyslu . Hækkun vaxta
Seðla bankans hefur í dag áhrif á vaxtakostnað
fyrirtækja og yfirdrátt hjá einstaklingum eins og
stöðu mála er almennt háttað á Íslandi í dag .
Vextir á húsnæðislánum einstaklinga breytast ekki
eftir fundum peningastefnunefnar, en það finnst
Gylfa verra því vaxtakostnaður húsnæðislána er
einn stærsti útgjaldaliður heimilanna . Ef vextir af
húsnæðislánum væru breytilegir og tækju mið af
fundum peningastefnunefndar gæti Seðlabankinn
haft gríðarleg áhrif á einkaneyslu almennings
með því að breyta vaxtastigi . Kostir þess væru að
meðlimir peningastefnunefndar gætu þannig stillt
hagkerfið eftir sínu höfði sem myndi vonandi
leiða til minni sveiflna í vöxtum, verðbólgu og
gengi – öllum til hagsbóta .
En hvað kemur þetta Seðlabankanum við?
Ætlar Seðlabankinn að neyða húsnæðiseigendur
til að taka lán með algjöra óvissu um vexti í fram
tíðinni? Útlánavextir Seðlabanka Evrópu hafa
lækkað um rúmlega 4 prósentustig á síðustu
árum . Fjölskylda, sem tæki 30 milljóna lán í
dag, myndi greiða 100 .000 meira á mánuði ef
vextir hækkuðu um þessi 4 prósentustig, það væri
70% hækkun á greiðslubyrði . Með vaxtahækkun
vonast Seðlabankinn til þess að almenningur
hafi minna milli handanna til neyslu . En á sama
tíma og almenningur borgar hærri vexti munu
fjár magnseigendur fá meira í vaxtatekjur . Getur
verið að þeir muni auka neyslu sína, endurnýja
bílakostinn eða bæta í fataskápinn?
Evrópuvaktin sagði 31 . október s .l . frá frétt í
Sunday Telegraph um að 3 milljónir fasteigna
eig enda í Bretlandi (sambærilegt við 16 þúsund
heimili á Íslandi) myndu lenda í vandræðum með
afborg anir af lánum sínum, ef stýrivextir þar hækka
um 2 prósentustig . Nú er verðbólga í Bretlandi
og neikvæðir raunvextir og því þrýstingur á
vaxtahækkun . (Smáútúrdúr: Mitt mat er að
Evrópu vaktin sé besti íslenski fréttamiðilinn með
evrópskar fjármálafréttir .)
Alræði embættismannanna
Seðlabankann klæjar í puttana, starfsmenn hans langar í fleiri stjórntæki til að hemja verð bólgu
í landinu . Draumurinn er hið fullkomna skipu lag
peningamála þar sem eignabólur eru sprengdar í
fæði ngu og eftirspurn og framboð vinnuafls er ávallt
sam ræmt . Hagkerfi sem líkist sífellt meira Excel
skjalinu . Þessi hugsjón minnir á hugsjónir þeirra
sem framkvæmdu áætlunarbúskap Sovét ríkj anna .
Hugsjón um fullkomið kerfi þar sem fáir út vald ir taka
ákvarðanir til hagsbóta fyrir villu ráf a ndi hjörðina .
En er hugsanlegt að betra sé að mark aður inn ákvarði
verð á langtímavöxtum láns fjár með þeim göllum og
ókostum sem við lend um öðru hverju í?
Ö . A .