Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 74

Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 74
72 Þjóðmál VOR 2011 Fullveldi og lýðræði Stjórnarskrá Evrópusambandsins, eða svo nefndur Lissabon­sáttmáli, sem tók form lega gildi í byrjun desember 2009 færði sam bandinu margt af því sem upp á vantaði á leiðinni í átt að einu ríki . Þar með talið að Evrópusambandið yrði að sjálfstæðri per sónu að lögum og gæti þar með til að mynda undirritað samninga við önnur ríki í eigin nafni en ekki aðeins fyrir hönd ríkja sinna . Stjórnarskráin er sem kunnugt er æðsta löggjöf innan Evrópusambandsins en í henni er meðal annars tekið skýrt fram að vald sambandsins sé ávallt æðra valdi ríkjanna sem mynda það . Eins er sérstaklega tilgreint að Evrópusambandið hafi æðsta vald yfir sjávarútvegsmálum innan þess .9 Ef Ísland gengi í Evrópusambandið er ljóst að íslenzkt lýðræði myndi heyra sögunni til . Þeir sem þá tækju ákvarðanir um flest og sífellt fleiri íslenzk mál yrði ekki stjórnmálamenn sem Íslendingar kysu til þess heldur stjórnmálamenn kosnir af öðrum sem íslenzkir kjósendur hefðu ekkert vald yfir en þó í fleiri tilfellum embættismenn sambandsins sem enginn kysi og hefðu ekkert lýðræðislegt umboð til þess . Vægi ríkja innan stofnana Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra til þess að hafa áhrif innan þeirra, fer eftir því fyrst og fremst hversu fjölmenn þau eru . Sem dæmi fengi Ísland þrjú atkvæði í ráðherraráði Evrópusambandsins af 345 . Það væri því deginum ljósara að Ísland yrði ekki fullvalda ríki lengur ef af inngöngu í sambandið yrði . Hvernig staðið var að því að koma Stjórnarskrá Evrópusambandsins í gagnið, og raunar ýmsum fyrri sáttmálum þess, er síðan ágætis vitnisburður um raunverulega afstöðu sambandsins til lýðræðisins . Upphaflega stóð til að setja stjórnarskrána í þjóðaratkvæði í ýmsum af ríkjum Evrópusambandsins enda europeanmovement .eu/index .php?id=6781 9 „The Lisbon Treaty . The readable version“ . Euabc .com . http://en .euabc .com/upload/books/lisbon­treaty­3edition .pdf hefði tilkoma hennar slíkar breytingar í för með sér fyrir uppbyggingu og skipulag sambandsins að annað væri ekki hægt . Þannig talaði til dæmis Anders Fogh Rasmussen sem þá gegndi embætti forsætisráðherra Danmerkur . Stjórnarskránni var síðan hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi í byrjun sumars 2005 . Í kjölfarið var málið stöðvað af Evrópu­ sambandinu og aðrar þjóðar atkvæða greiðslur sem fyrirhugaðar voru um það, til dæmis í Bretlandi og Danmörku, slegnar af . Í staðinn var að lokum brugðið á það ráð að gera lítilsháttar efnisbreytingar á Stjórnarskránni, hún sett fram með öðrum hætti og loks endurskírð Lissabon­ sáttmálinn . Í grundvallaratriðum var þó um nákvæmlega sama innihaldið að ræða eins og ófáir ráðamenn innan Evrópusambandsins viðurkenndu í fjölmiðlum . Markmiðið var einkum að komast hjá því með öllum ráðum að málið færi aftur í þjóðaratkvæði . Það tókst að lokum eftir tvær tilraunir til þess að koma málinu í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi en þess þurfti vegna ákvæða í írsku stjórnarskránni . Innri markaður ríkis Það sem einkum hefur höfðað til hægri­manna við Evrópusambandið og forvera þess hefur verið innri markaður sambandsins . Til marks um það töluðu Bretar lengi vel um að þeir væru aðilar að „The Common Market“ eða hinum sameiginlega markaði . Lengi framan af snerist Evrópusamruninn enda fyrst og fremst um efnahagssamstarf sem höfðaði einkum til hægrimanna . Til að mynda voru það einmitt brezkir íhaldsmenn sem höfðu forystu um það að Bretland gengi í Efna hags ­ bandalagið á áttunda áratug síðustu aldar . Verkamannaflokkurinn var hins vegar and­ vígur verunni í bandalaginu framan af og leit á það sem fulltrúa auðvaldsins . Þetta átti síðar eftir að snúast algerlega við samhliða því sem Evrópusamruninn fór ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.