Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 79
Þjóðmál VOR 2011 77
Bjarni Jónsson
Viðreisn – víðtækar
umbætur
Íslenzka hagkerfið reyndist standa illa að vígi árið 2008, þegar harðnaði á daln
um . Ástæðurnar voru tröllvaxið bankakerfi
og óeðlilega hátt gengi krónunnar m .v . við
skiptajöfnuð . Um þverbak keyrði, þegar
stórbankinn Lehman Brothers varð gjaldþrota
15 . september 2008 . Við þetta magnaðist
tortryggni á milli fjármála stofn ana um
allan heim, því að enginn vissi, hvar eitraðir
vafningar lágu, og þorði enginn að lána
öðrum af ótta við að glata fé sínu í gjaldþroti
skuldunautar . Þetta ástand hlaut að koma
illa niður á íslenzka bankakerfinu, en stærð
þess nam u .þ .b . tífaldri landsframleiðslu,
sem var einsdæmi í heiminum .1 Þessi mikli
vöxtur hafði orðið í efnahagsumhverfi, sem
var dæmigert fyrir hagbólumyndun . Lágir
vextir á alþjóða mörkuðum ýttu undir mikla
neyzlu almennings og fjárfestingar fyrirtækja,
og útlán bankanna uxu hratt . Þessi spenna
leiddi til síhækkandi verðs eigna af öllu tagi .
Þar að auki reyndust allir helztu bankar
landsins og margir erlendir bankar vera
illa haldnir af innanmeini, þó að þeim hafi
tekizt að leyna því með undraverðum hætti
í endurskoðuðum reikningsuppgjörum sín
um . Við þessar aðstæður fengu íslenzku
bank arnir ekki staðizt lokun lánalína, og því
fór sem fór .
Það var lán í óláni, að við stjórnvöl þjóð ar
skútunnar árið 2008 var fólk, sem bar gæfu
til að taka margar affarasælar ákvarðanir í
mikilli tímaþröng . Þar ber hæst „íslenzku
leiðina“, sem fólgin er í því að láta lánadrottna
bankanna taka skellinn, en slá skjaldborg
um innlenda innlánsreikninga .1 Erlendir
innlánsreikningar voru látnir hafa forgang í
þrotabúin erlendis, en ríkissjóður Íslands var
ekki látinn taka á sig fjárhagsskuldbindingar,
eins og gert var t .d . á Írlandi, þar sem
bankakerfið var líka orðið mjög stórt í
hagbólukerfi . Þetta er megineinkenni hinnar
„íslenzku leiðar“ Geirs Hilmars Haarde, þá
verandi forsætisráðherra, og manna hans, og
er hún ólík leið Evrópusambandsins (ESB),
sem leiddi til svo mikillar skuldsetningar
margra ríkja, að hagkerfi þeirra eru að sligast
undan byrðunum, og hin sameiginlega
mynt lætur nú stórlega á sjá og er jafnvel
ekki hugað líf í óbreyttri mynd . Segja má,
að evran sé nú í gjörgæzlu og ríkisstjórnin
í Berlín ráði framtíð hinnar sameiginlegu
myntar . Þjóðverjar leyfðu ekki hagbólukerfi
að myndast hjá sér, heldur hertu sultarólina
tímabilið 19992009 í kjölfar þensluskeiðs
eftir endursameiningu Þýzkalands 1989 og
njóta fyrir vikið mjög sterkrar samkeppnistöðu
á útflutningsmörkuðum nú .
Ríkisstjórn Geirs Hilmars og bankastjórn
Seðlabankans lék góðan varnarleik í nauð
vörn og lagði góðan grunn að nýrri sókn
með samningi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn