Þjóðmál - 01.03.2011, Page 82

Þjóðmál - 01.03.2011, Page 82
80 Þjóðmál VOR 2011 sjávar útvegsins íslenzka við erlendan (niðurgreiddan) sjávarútveg veldur því, að enga auðlindarentu er þar að finna . Tilburðir til skattlagningar hennar rýra þess vegna eigið fé sjávarútvegsins . Undir hafsbotni í lögsögu Íslands kunna að liggja um 10 milljarðar tunna af olíu, að verðmæti um hundraðföld núverandi verg landsframleiðsla Íslands, sem líklega munu freista olíuleitarfyrirtækja og síðar nýtingar fyrirtækja . Olíuverð er nú þegar komið yfir markgildi arðsamrar nýtingar á norðursvæðunum, en það mun vera um 80 USD/tunnu . Þarna eru gríðarlegir hagsmunir í húfi og ríður á að gera skynsamlega samninga við olíufyrirtækin, en skattlagningarhugmyndir Samfylkingar og vinstri grænna virka afar letjandi og hamlandi á vilja til fjárfestinga í dýrum olíuleitar­ og vinnslumannvirkjum . Eldsneytisvinnsla á grundvelli blöndunar vetnis (unnið úr vatni með rafgreiningu) og koltvíildis úr ýmsum efnaferlum og jarð­ varma virkjunum er þegar orðin sam keppnis­ hæf . Ísland býður upp á mikil tækifæri í fiskeldi vegna hreins sjávar og orkugnóttar . Þar verður líklega fjárfest í nánustu framtíð . Gnótt er enn af ónýttri orku í landinu . Þar bíða enn 2/3 hlutar hagkvæmt nýtanlegra orkulinda eftir virkjun að teknu tilliti til verndunarsjónarmiða . Til samanburðar hafa um 17 TWh/a (terawattstundir á ári) verið virkjaðar . Þar bíða mikil tækifæri til sóknar inn á evrópska markaði, þar sem framleiðslugeta ýmiss orkukræfs iðnaðar mun dragast saman á næstu árum, þegar koltvíildisskattur fer að bíta . Til að hindra „kolefnisleka“ til Asíu er kjörið að beina framleiðslunni þangað sem vistvæna og sjálfbæra orkunýtingu er að finna . Engilsaxnesk stórfyrirtæki hafa þegar fest sig í sessi á Íslandi og innleitt hér fyrirmyndar­ starfshætti á sviði stjórnunar, heilsuverndar, öryggis á vinnustað og umhverfisverndar . Á mörgum sviðum nýta þau beztu fáanlegu tækni . 5 Ekki standa þess vegna nein rök til annars en að fyrirtæki á sviði orkukræfrar starfsemi séu aufúsugestir í landinu . Samt hefur andað köldu til þessara fyrirtækja og starfsemi þeirra frá Sam fylkingu og Vinstri hreyfingunni­grænu fram boði . Þar svífur heimóttar skapur og gömul einangrunar hyggja yfir vötn unum . Fjarlægja verður alla „rauða dregla“ skrif ræðis og hafta . Gjaldeyrishöftin virka ham landi á allar fjárfestingar hérlendis, þau eru siðspillandi, hamla hagvexti og þjóna nú aðeins sérhagsmunum, en ekki almanna­ hagsmunum . Stoð 3 – menntakerfið Menntun er fjárfesting til langs tíma . Menntakerfið á Íslandi fullnægir illa þörfum framleiðsluþjóðfélagsins, sem stefna ber á til að knýji gjaldeyrisskapandi eða ­spar andi starfsemi . Núverandi kerfi er svo bók náms sniðið, að iðnmenntun er hornreka . Þrátt fyrir þetta skilar skólakerfið af sér nemend um, sem upp til hópa eru lítt talandi, illa skrifandi, vart læsir á erlend tungumál og illa að sér um sögu Íslands og mannkyns . Gefur þetta til kynna, að gæðakröfum í mennta kerfinu hafi hrakað stórlega síðasta manns aldurinn (30 ár) . Metnaðarleysi mennta kerfisins er yfirþyrmandi . Það verður að efla metnaðinn með innleiðingu sam­ keppni innan skóla og á milli skóla . Ýta ber undir einkaskóla í stað þess að drepa hina fáu einka sprota í dróma, en á því lúalagi hafa Samfylking og vinstri grænir legið . Í stað heil brigðs metnaðar hefur seindrepandi félags hyggjan tröllriðið skólunum og reyrt þá í viðjar meðalmennskunnar . Stórefla þarf verknámsbrautir, fjárfesta í aðstöðu til verknáms á iðnskólastigi og háskólastigi . Galopið á að vera frá iðnskólum upp til framhaldsnáms í tæknigreinum . Þar er um að ræða iðnfræði, tæknifræði,

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.