Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 84
82 Þjóðmál VOR 2011
að hafa verið dreginn á asnaeyrunum . Það
þarf stjórnkænsku til að sambandið verði
slétt og fellt eftir slit viðræðna og höfnun
þjóðarinnar .
Stokka þarf utanríkisþjónustuna upp . Eins
og rakið hefur verið,6 framdi fyrrverandi
utan ríkis ráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísla
dóttir, og utanríkisþjónusta hennar, axar skaft
í rándýrri baráttu sinni fyrir aðild Íslands að
Öryggis ráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem
Ísland á ekkert erindi . Þessa sóun fjármuna
hefði mátt forðazt, ef almennileg utan ríkis
stefnu mótun hefði átt sér stað .
Utanríkisþjónustan á að einbeita sér að
því að styðja við öryggishagsmuni landsins
ásamt viðskiptalegum og peningalegum sam
böndum, en láta brölt alþjóðastjórnmála að
öðru leyti lönd og leið . Þetta mun leiða til
fækkunar sendiráða og lækkunar kostnaðar .
Eitt sendiráð dugir fyrir Norðurlöndin,
annað sé í London, hið þriðja í Brüssel, fjórða
í Berlín og fimmta í Moskvu . Þetta dugir
fyrir Evrópu . Í Peking og Tokyo ber og að
viðhalda sendiráðum af hagsmunaástæðum,
og eitt mætti vera í Singapúr, sem er við
skipta miðstöð Asíu . Kappkosta þarf að
taka upp náið samband við stjórnvöld í
Washington, og að lánalína verði opnuð á
milli Seðlabanka Bandaríkjanna (Federal
Reserve) og Seðlabanka Íslands . Slík lánalína
þarf að vera opin við Englandsbanka einnig
og e .t .v . víðar til að auka stöðugleika gengis
ins án óhóflegs gjaldeyrisvarasjóðs í Seðla
banka . Innleiða þarf náið samráð við Banda
ríkin um rannsóknir á norðursvæðunum,
einkum hafsbotninum, m .t .t . nýtingar .
Þá kunna Bandaríkjamenn að vilja byggja
hér miklar umskipunarhafnir til að nýta
opnun nýrra og styttri siglingaleiða til Asíu .
Hið sama má segja um ESB . Það er kjarni
málsins, að Ísland eigi gott og náið samstarf
við BNA, ESB og rísandi veldi Asíu . Þá er
minni hætta á, að landið verði beitt ofríki af
einum þessara aðila, eins og vissulega hefur
brunnið við síðan Bandaríkjamenn hurfu
héð an með sitt hafurtask .
Samantekt
Stjórnunarhættir Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnargræns fram
boðs í lands stjórninni leiddu til fólks fækk
unar á land inu 2009 í fyrsta sinn síðan
á hörm ung ar ár um landflóttans á síðari
hluta 19 . aldar . Enn blæðir landinu, þar
eð sérfræðingar halda utan og koma ekki
heim frá námi . Skortur er orðinn á læknum,
hugbúnaðar fólki o .fl . Á sama tíma eru 10–20
þúsund manns á atvinnuleysisskrá . Kolröng
forgangsröðun og sóun fjármuna á sér stað
að hálfu stjórnvalda .
Nýja hugsun og ferska hugmyndafræði þarf
til að snúa blaðinu við . Afrakstur slíks lagði
grunn inn að framfaraskeiði 7 . áratugs 20 . aldar
undir forystu Sjálfstæðisflokksins . Styrkja
þarf og einfalda stjórnkefi landsins, einkum
peninga málastjórnina, með nýjungum í
stjórnarskrá . Leiða þarf heilbrigðan metnað,
beztu þekktu stjórntæki og arðsemihvata til
önd vegis í ríkisrekstrinum . Efnahags leg ur
stöðug leiki er forsenda upptöku erlendra
gjald miðla, en náist slíkur stöðugleiki, hentar
krónan líklega bezt efnahagskerfinu í heild .
Samfylking og vinstri grænir hafa leitt
utan ríkisstefnu landsins á algerar villi götur .
Nauðsyn ber til að snúa á braut heilbrigðrar
skynsemi hið snarasta .
Tilvísanir:
1 „Lessons from Iceland – Coming in from the Cold“,
The Economist, 18 . desember 2010, bls . 127–128 .
2 Vigdís Hauksdóttir, „Úrslit stjórnlagaþings kosn
inganna“, Morgunblaðið, 8 . desember 2010, bls . 17 .
3 Tryggvi Þór Herbertsson, „Innleiðing formlegrar fjár
málareglu“, Þjóðmál – vetrarhefti 2010, bls . 37–40 .
4 „Sjávarútvegsstefnu mótmælt“, forystugrein, Morgun-
blaðið, 6 . desember 2010 .
5 „SchumpeterCorporate Constitutions“, The Economist,
30 . október 2010, bls . 72 .
6 Gústaf Níelsson, „Ísland í Öryggisráði Sameinuðu
þjóð anna – Pólitískur hégómi eða raunhæft markmið?“,
Þjóð mál – vetrarhefti 2010, bls . 63–74 .