Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 84

Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 84
82 Þjóðmál VOR 2011 að hafa verið dreginn á asnaeyrunum . Það þarf stjórnkænsku til að sambandið verði slétt og fellt eftir slit viðræðna og höfnun þjóðarinnar . Stokka þarf utanríkisþjónustuna upp . Eins og rakið hefur verið,6 framdi fyrrverandi utan ríkis ráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísla­ dóttir, og utanríkisþjónusta hennar, axar skaft í rándýrri baráttu sinni fyrir aðild Íslands að Öryggis ráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem Ísland á ekkert erindi . Þessa sóun fjármuna hefði mátt forðazt, ef almennileg utan ríkis­ stefnu mótun hefði átt sér stað . Utanríkisþjónustan á að einbeita sér að því að styðja við öryggishagsmuni landsins ásamt viðskiptalegum og peningalegum sam­ böndum, en láta brölt alþjóðastjórnmála að öðru leyti lönd og leið . Þetta mun leiða til fækkunar sendiráða og lækkunar kostnaðar . Eitt sendiráð dugir fyrir Norðurlöndin, annað sé í London, hið þriðja í Brüssel, fjórða í Berlín og fimmta í Moskvu . Þetta dugir fyrir Evrópu . Í Peking og Tokyo ber og að viðhalda sendiráðum af hagsmunaástæðum, og eitt mætti vera í Singapúr, sem er við­ skipta miðstöð Asíu . Kappkosta þarf að taka upp náið samband við stjórnvöld í Washington, og að lánalína verði opnuð á milli Seðlabanka Bandaríkjanna (Federal Reserve) og Seðlabanka Íslands . Slík lánalína þarf að vera opin við Englandsbanka einnig og e .t .v . víðar til að auka stöðugleika gengis­ ins án óhóflegs gjaldeyrisvarasjóðs í Seðla­ banka . Innleiða þarf náið samráð við Banda­ ríkin um rannsóknir á norðursvæðunum, einkum hafsbotninum, m .t .t . nýtingar . Þá kunna Bandaríkjamenn að vilja byggja hér miklar umskipunarhafnir til að nýta opnun nýrra og styttri siglingaleiða til Asíu . Hið sama má segja um ESB . Það er kjarni málsins, að Ísland eigi gott og náið samstarf við BNA, ESB og rísandi veldi Asíu . Þá er minni hætta á, að landið verði beitt ofríki af einum þessara aðila, eins og vissulega hefur brunnið við síðan Bandaríkjamenn hurfu héð an með sitt hafurtask . Samantekt Stjórnunarhættir Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar­græns fram­ boðs í lands stjórninni leiddu til fólks fækk­ unar á land inu 2009 í fyrsta sinn síðan á hörm ung ar ár um landflóttans á síðari hluta 19 . aldar . Enn blæðir landinu, þar eð sérfræðingar halda utan og koma ekki heim frá námi . Skortur er orðinn á læknum, hugbúnaðar fólki o .fl . Á sama tíma eru 10–20 þúsund manns á atvinnuleysisskrá . Kolröng forgangsröðun og sóun fjármuna á sér stað að hálfu stjórnvalda . Nýja hugsun og ferska hugmyndafræði þarf til að snúa blaðinu við . Afrakstur slíks lagði grunn inn að framfaraskeiði 7 . áratugs 20 . aldar undir forystu Sjálfstæðisflokksins . Styrkja þarf og einfalda stjórnkefi landsins, einkum peninga málastjórnina, með nýjungum í stjórnarskrá . Leiða þarf heilbrigðan metnað, beztu þekktu stjórntæki og arðsemihvata til önd vegis í ríkisrekstrinum . Efnahags leg ur stöðug leiki er forsenda upptöku erlendra gjald miðla, en náist slíkur stöðugleiki, hentar krónan líklega bezt efnahagskerfinu í heild . Samfylking og vinstri grænir hafa leitt utan ríkisstefnu landsins á algerar villi götur . Nauðsyn ber til að snúa á braut heilbrigðrar skynsemi hið snarasta . Tilvísanir: 1 „Lessons from Iceland – Coming in from the Cold“, The Economist, 18 . desember 2010, bls . 127–128 . 2 Vigdís Hauksdóttir, „Úrslit stjórnlagaþings kosn­ inganna“, Morgunblaðið, 8 . desember 2010, bls . 17 . 3 Tryggvi Þór Herbertsson, „Innleiðing formlegrar fjár­ málareglu“, Þjóðmál – vetrarhefti 2010, bls . 37–40 . 4 „Sjávarútvegsstefnu mótmælt“, forystugrein, Morgun- blaðið, 6 . desember 2010 . 5 „Schumpeter­Corporate Constitutions“, The Economist, 30 . október 2010, bls . 72 . 6 Gústaf Níelsson, „Ísland í Öryggisráði Sameinuðu þjóð anna – Pólitískur hégómi eða raunhæft markmið?“, Þjóð mál – vetrarhefti 2010, bls . 63–74 .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.