Þjóðmál - 01.03.2011, Side 85

Þjóðmál - 01.03.2011, Side 85
 Þjóðmál VOR 2011 83 Bókadómar _____________ Verk sem markar þáttaskil Þór Whitehead: Sovét-Ísland óskalandið. Að- drag andi byltingar sem aldrei varð 1921–1946, Bóka félagið Ugla, Reykjavík 2010, 480 bls . Eftir Styrmi Gunnarsson Það er búið að gera pólitík aldamótaár­anna fyrir hundrað árum býsna góð skil í ævisögum þeirra, sem helzt komu við sögu og öðrum sögubókum . Við höfum því nokkuð góða yfirsýn yfir sjálfstæðisbar áttu þjóðar innar á síðustu áratugum 19 . aldar og fram yfir heimastjórn . Bæði um þau mál efni, sem tekizt var á um, og helztu sögu hetjur . Öðru máli gegnir um tímabil fullveldis­ ins frá 1918 og fram að lýðveldisstofnun 1944 . Sú saga hefur ekki verið sögð nema að hluta til . Sennilega á eftir að gera ítar­ legri grein fyrir aðdragandanum að samn­ ing un um við Dani um fullveldið 1 . des­ ember 1918 og þjóðarsögunni næstu 20 ár á eftir . Að vísu hafa komið út ævisögur Jóns Þorlákssonar og Jónasar Jónssonar frá Hriflu og í ævisögu Ólafs Thors er auðvitað fjallað um þennan tíma en engu að síður er myndin af Íslandi þessara ára óskýr . Þessi ár eru eins konar týnt tímabil í nútímasögu Íslands . Í ljósi valdatíma Samfylkingar og Vinstri grænna nú er tímabil ríkisstjórnar Fram sóknarflokks og Alþýðuflokks 1934– 1938 t .d . mjög áhugavert . Og þá ekki síður saga Héðins Valdimarssonar, sem liggur óbættur hjá garði . Kannski er ástæðan fyrir áhugaleysi sagnfræðinga á þessu tímabili sú, að viðfangsefnin hafi ekki verið nógu spenn­ andi . Fátækt, atvinnuleysi, kreppa . Þó eru Skuldaskil Jónasar Jónssonar við sósíal ism ann eftir Héðin spennandi lesning, sem veitir djúpa innsýn í þjóðfélagsátök þessa tíma . Ísland nútímans varð til á þessum árum . Stærstu drættirnir í því íslenzka þjóð félagi, sem við þekkjum nú eru dregnir á árunum fyrir og eftir fullveldið . Helztu stjórn­ málahreyfingar, sem við þekkjum nú, verða til, þótt þær hafi skipt um nöfn eins og gengur og gerist . Atvinnulífið er að mótast . Sum helztu fyrirtækjanna, sem sett hafa svip á samfélagið síðustu áratugi voru stofnuð . Verkalýðs hreyfingin nær að festa sig í sessi sem þjóðfélagsafl og sam vinnu hreyfingin blómstraði um skeið . Þór Whitehead prófessor hefur með bók sinni, Sovét Ísland óskalandið – Aðdragandi byltingar sem aldrei varð, varpað alveg nýju ljósi á sögu þessara ára . Ég fullyrði að sagan, sem kennd hefur verið í skólum, a .m .k . sú saga, sem kennd var á árunum 1950–1960, gefi ekki rétta mynd af þjóðfélagsátökum þessara ára . Í þeirri sögu, sem kennd hefur verið, er of lítið gert úr því ofbeldi, sem hér var beitt á fyrstu áratugum fullveldisins, þegar innlent ríkisvald var að verða til . Og of lítið gert úr þeirri hættu á vopnuðum

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.