Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 85

Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 85
 Þjóðmál VOR 2011 83 Bókadómar _____________ Verk sem markar þáttaskil Þór Whitehead: Sovét-Ísland óskalandið. Að- drag andi byltingar sem aldrei varð 1921–1946, Bóka félagið Ugla, Reykjavík 2010, 480 bls . Eftir Styrmi Gunnarsson Það er búið að gera pólitík aldamótaár­anna fyrir hundrað árum býsna góð skil í ævisögum þeirra, sem helzt komu við sögu og öðrum sögubókum . Við höfum því nokkuð góða yfirsýn yfir sjálfstæðisbar áttu þjóðar innar á síðustu áratugum 19 . aldar og fram yfir heimastjórn . Bæði um þau mál efni, sem tekizt var á um, og helztu sögu hetjur . Öðru máli gegnir um tímabil fullveldis­ ins frá 1918 og fram að lýðveldisstofnun 1944 . Sú saga hefur ekki verið sögð nema að hluta til . Sennilega á eftir að gera ítar­ legri grein fyrir aðdragandanum að samn­ ing un um við Dani um fullveldið 1 . des­ ember 1918 og þjóðarsögunni næstu 20 ár á eftir . Að vísu hafa komið út ævisögur Jóns Þorlákssonar og Jónasar Jónssonar frá Hriflu og í ævisögu Ólafs Thors er auðvitað fjallað um þennan tíma en engu að síður er myndin af Íslandi þessara ára óskýr . Þessi ár eru eins konar týnt tímabil í nútímasögu Íslands . Í ljósi valdatíma Samfylkingar og Vinstri grænna nú er tímabil ríkisstjórnar Fram sóknarflokks og Alþýðuflokks 1934– 1938 t .d . mjög áhugavert . Og þá ekki síður saga Héðins Valdimarssonar, sem liggur óbættur hjá garði . Kannski er ástæðan fyrir áhugaleysi sagnfræðinga á þessu tímabili sú, að viðfangsefnin hafi ekki verið nógu spenn­ andi . Fátækt, atvinnuleysi, kreppa . Þó eru Skuldaskil Jónasar Jónssonar við sósíal ism ann eftir Héðin spennandi lesning, sem veitir djúpa innsýn í þjóðfélagsátök þessa tíma . Ísland nútímans varð til á þessum árum . Stærstu drættirnir í því íslenzka þjóð félagi, sem við þekkjum nú eru dregnir á árunum fyrir og eftir fullveldið . Helztu stjórn­ málahreyfingar, sem við þekkjum nú, verða til, þótt þær hafi skipt um nöfn eins og gengur og gerist . Atvinnulífið er að mótast . Sum helztu fyrirtækjanna, sem sett hafa svip á samfélagið síðustu áratugi voru stofnuð . Verkalýðs hreyfingin nær að festa sig í sessi sem þjóðfélagsafl og sam vinnu hreyfingin blómstraði um skeið . Þór Whitehead prófessor hefur með bók sinni, Sovét Ísland óskalandið – Aðdragandi byltingar sem aldrei varð, varpað alveg nýju ljósi á sögu þessara ára . Ég fullyrði að sagan, sem kennd hefur verið í skólum, a .m .k . sú saga, sem kennd var á árunum 1950–1960, gefi ekki rétta mynd af þjóðfélagsátökum þessara ára . Í þeirri sögu, sem kennd hefur verið, er of lítið gert úr því ofbeldi, sem hér var beitt á fyrstu áratugum fullveldisins, þegar innlent ríkisvald var að verða til . Og of lítið gert úr þeirri hættu á vopnuðum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.