Þjóðmál - 01.03.2011, Side 87

Þjóðmál - 01.03.2011, Side 87
 Þjóðmál VOR 2011 85 Samtök eldri Sjálfstæðismanna efndu til með Þór Whitehead um bók hans, gat ég ekki fundið annað en að hann væri sam­ mála mér um það, að þeir einstaklingar, sem hann hafði persónuleg kynni af og við sögu koma í bók hans, hefðu verið hið bezta fólk . En þau voru leiksoppar kerfis, sem þau réðu ekkert við og skildu sennilega ekki . Þór Whitehead sýnir fram á, að hin beinu samskipti við Moskvu voru miklu meiri en við höfum gert okkur grein fyrir og afskipti Moskvu af íslenzkum stjórnmálum miklu meiri en fram hafa komið . Þetta sýnir Þór fram á, eins og fyrr segir, með tilvísun í gögn á þann veg, að þeir sem ætla að halda öðru fram verða nú að sanna sitt mál . Það er hörmulegt að þeir sem vissu skyldu ekki vera tilbúnir til þess að segja frá sög unnar vegna . Síðustu árin, sem Ingi R . Helga son lifði, átti ég við hann mörg og ánægju­ leg samtöl um pólitík og leitaði eftir því við hann að hann segði sögu sína á síð um Morgunblaðsins og þá m .a . um sam skipti Sósíalistaflokksins við Moskvu eins og hann þekkti þau samskipti . Samtöl okkar komust svo langt að hann sagði við mig að ef hann tæki ákvörðun um að segja þessa sögu mundi hann gera það á síðum Morg- un blaðsins . En lengra komumst við ekki . Frásögn Þórs af ofbeldinu, sem viðgekkst í íslenzku samfélagi á fyrri hluta 20 . aldar­ innar, er afar umhugsunarverð . Það ofbeldi var hægt að hafa í frammi vegna þess hversu veikt ríkisvaldið var . Sú frásögn hafði tvenns konar áhrif á mig . Ég skildi betur vinnu, sem ég tók þátt í fyrir hálfri öld í Valhöll í Suðurgötu við að skipuleggja varalið, sem gæti verið tiltækt, ef á þyrfti að halda . Fyrir nokkrum árum kom Garðar heitinn Pálsson skipherra til mín og sýndi mér gögn um þessa vinnu, sem hann átti í fórum sínum . Þeir ráðamenn þjóðarinnar, sem þá voru við völd, mundu þessa tíma og vildu vera við öllu búnir vegna þess að spenna ríkti í samfélaginu . En jafnframt þótti mér for vitnilegt að sjá, að hópur ungra manna, sem kölluðu sig þjóðernissinna, virðist hafa skapað meira mótvægi í þessum átökum á götum Reykja víkur en hingað til hefur verið viðurkennt . Í bók Þórs segir: „Stofnun Varaliðs verka­ lýðsins og Sam taka liðs ins var til marks um vax andi öfg­ ar og ofbeldi í stjórnmála­ bar áttu í Evrópu eftir upp­ haf kreppunnar miklu . Vorið 1933 mátti sjá hér enn eitt merkið um þessa ískyggilegu þróun með stofnun Þjóð ernis hreyfingar Íslendinga undir áhrifum frá þýzkum nazistum og ítölskum fasistum . Þjóð­ ernissinnar, eins og þeir kölluðu sig, voru flestallir ungir sjálfstæðismenn . Þeir vildu hins vegar taka upp miklu harðari baráttu gegn kommúnistum og öðrum „marx­ istaflokkum“ (Alþýðuflokki og Fram­ sóknarflokki) heldur en Sjálf stæð is flokk ur­ inn tíðkaði . Öfgar geta af sér öfga . Gúttó­ slagurinn hafði sannfært þessa ungu menn um, að hér vantaði kröftugt afl, sem barið gæti kommúnista niður með þeirra eigin að ferðum . Með þetta fyrir augum stofnuðu þeir „fánalið“ undir Þórs hamarsmerki (haka krossinum), klæddust grárri einkenn­ is skyrtu, spenntu leðurólar um öxl að her­ manna sið og sögðu „marxistum“ stríð á hend ur .“ Hingað til hafa þessir ungu menn ekki

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.