Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 89

Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 89
 Þjóðmál VOR 2011 87 samstarfi sínu í illu seinni hluta árs 2010 . Um þessar mundir er Domscheit­Berg að opna nýja vefsíðu, OpenLeaks . Hún hefur sama megintilgang og WikiLeaks, án þess að búa við duttlunga Assange . Breskur dómstóll hefur heimilað að Assange verði framseldur til Svíþjóðar vegna ákæru um að hafa átt mök við tvær konur, aðra án þess að nota verju og hina á meðan hún svaf . Af frásögn DB má ráða að WikiLeaks hafi í raun aldrei verið annað en hópur fáeinna tölvu nörda sem létust með Pótemkin­tjöld­ um ráða yfir öflugum innviðum . Draga má í efa að WikiLeaks haldi velli vegna þess hve Assange hefur hrakið marga fyrrverandi sam ­ starfsmenn sína frá sér . Honum virðist flest annað betur gefið en að eiga eðlileg sam ­ skipti við samborgara sína, hvort sem þeir hafa starfað innan WikiLeaks eða utan . Allir fréttamiðlar heims nefndu Wiki­ Leaks eftir 28 . nóvember 2010 þegar nokk ur stórblöð – The Guardian, The New York Times, Der Spiegel, Le Monde og El Pais – urðu fyrst til að birta brot af 251 .287 trúnaðar skeytum með frásögnum bandarískra stjórn a r erind­ reka, sem send höfðu verið með leynd til WikiLeaks og Assange hafði sam ið um að yrðu birt í þessum blöðum . Í bók bresku blaðamannanna segir um við brögð in eins og þau mældust á vefsíðu The Guardian: „Fréttin skapaði ótrúlega umferð, 4,1 milljón notenda smellti á fréttina, sem var met . Metin héldu áfram að falla . 9,4 milljónir notenda skoðuðu WikiLeaks­frétt­ irnar milli 28 . nóvember og 14 . desember . 43 prósent notendanna voru í Banda­ ríkjunum . Starfsmenn Guardian höfðu búið til gagnvirkt viðmót sem gerði lesendum kleift að leita sjálfir í skeytasafninu . Þetta varð vinsælasti hlutinn af fréttabirtingunni . Hvarvetna í heiminum skoðaði fólk síðuna til að athuga hvað bandarískir embættis­ menn höfðu sagt um leiðtoga þess .“ WikiLeaks var og er milliliður fyrir þá sem vilja koma efni á framfæri í skjóli nafn­ leyndar . Einn heimildarmaður hefur þó fengið dóm fyrir að senda WikiLeaks efni, Rudolf Elmer, fyrrverandi starfsmaður sviss­ neska bankans Julius Bär og fulltrúi hans á Cayman­eyjum til ársins 2003 . Hann sendi WikiLeaks upplýsingar um viðskiptavini bankans sem höfðu notað útibúið, sem hann stjórnaði, sem skattaskjól . Bradley E . Manning, óbreyttur liðsmaður í Bandaríkjaher, tölvusnillingur, var sendur sem gagnagreinandi trúnaðarskjala í herstöð í Írak . Þar hafði hann aðgang að tveimur gagna grunnum og samskiptanetum Banda­ ríkja stjórnar, Secret Internet Protocol Router Network (SIPRNet) og Joint World wide Intell egence Communications Systems (JWICS) . SIPRNet er lýst sem hern aðar legri útgáfu af internetinu og kom til sög unnar eftir 9/11 2001 til að „tengja saman punktana“ eins og sagt er, það er skapa gagnagrunn með aðgangi stærri hóps en áður . Njóta nú um þrjár milljónir Banda ríkjamanna öryggisvottunar sem veitir þeim aðgang að þessu neti . Þennan aðgang notaði Manning til að hala niður hinu mikla efni sem síðan fór til WikiLeaks . Miðað við öryggisreglur sem almennt gilda um meðferð trúnaðarupplýsinga á net i nu, eins og til dæmis aðgang að banka­ reikn ingum, er ótrúlegt að ekki skuli betur búið um hnúta við aðgang og niðurhal af þessum gagnagrunni . Flestir hefðu fyrir­ fram vænst þess að öryggisbjöllur tækju að hringja ef einhver tæki að hala niður tugi þúsunda skeyta úr gagnagrunninum . Hinn 3 . mars 2011 sagði The Washington Post að Bandaríkjaher hefði lagt fram ákæru í 22 liðum á hendur Manning, þar á meðal fyrir að „leggja óvininum lið“, en samkvæmt þeirri lagagrein er unnt að dæma mann til dauðarefsingar . Saksóknari tilkynnti verj­ end um Mannings að hann mundi ekki krefjast dauðadóms .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.