Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 89
Þjóðmál VOR 2011 87
samstarfi sínu í illu seinni hluta árs 2010 .
Um þessar mundir er DomscheitBerg að
opna nýja vefsíðu, OpenLeaks . Hún hefur
sama megintilgang og WikiLeaks, án þess
að búa við duttlunga Assange .
Breskur dómstóll hefur heimilað að
Assange verði framseldur til Svíþjóðar vegna
ákæru um að hafa átt mök við tvær konur,
aðra án þess að nota verju og hina á meðan
hún svaf .
Af frásögn DB má ráða að WikiLeaks hafi
í raun aldrei verið annað en hópur fáeinna
tölvu nörda sem létust með Pótemkintjöld
um ráða yfir öflugum innviðum . Draga má
í efa að WikiLeaks haldi velli vegna þess hve
Assange hefur hrakið marga fyrrverandi sam
starfsmenn sína frá sér . Honum virðist flest
annað betur gefið en að eiga eðlileg sam
skipti við samborgara sína, hvort sem þeir
hafa starfað innan WikiLeaks eða utan .
Allir fréttamiðlar heims nefndu Wiki
Leaks eftir 28 . nóvember 2010 þegar nokk ur
stórblöð – The Guardian, The New York Times,
Der Spiegel, Le Monde og El Pais – urðu fyrst
til að birta brot af 251 .287 trúnaðar skeytum
með frásögnum bandarískra stjórn a r erind
reka, sem send höfðu verið með leynd til
WikiLeaks og Assange hafði sam ið um að
yrðu birt í þessum blöðum . Í bók bresku
blaðamannanna segir um við brögð in eins og
þau mældust á vefsíðu The Guardian:
„Fréttin skapaði ótrúlega umferð, 4,1
milljón notenda smellti á fréttina, sem
var met . Metin héldu áfram að falla . 9,4
milljónir notenda skoðuðu WikiLeaksfrétt
irnar milli 28 . nóvember og 14 . desember .
43 prósent notendanna voru í Banda
ríkjunum . Starfsmenn Guardian höfðu búið
til gagnvirkt viðmót sem gerði lesendum
kleift að leita sjálfir í skeytasafninu . Þetta
varð vinsælasti hlutinn af fréttabirtingunni .
Hvarvetna í heiminum skoðaði fólk síðuna
til að athuga hvað bandarískir embættis
menn höfðu sagt um leiðtoga þess .“
WikiLeaks var og er milliliður fyrir þá
sem vilja koma efni á framfæri í skjóli nafn
leyndar . Einn heimildarmaður hefur þó
fengið dóm fyrir að senda WikiLeaks efni,
Rudolf Elmer, fyrrverandi starfsmaður sviss
neska bankans Julius Bär og fulltrúi hans á
Caymaneyjum til ársins 2003 . Hann sendi
WikiLeaks upplýsingar um viðskiptavini
bankans sem höfðu notað útibúið, sem
hann stjórnaði, sem skattaskjól .
Bradley E . Manning, óbreyttur liðsmaður
í Bandaríkjaher, tölvusnillingur, var sendur
sem gagnagreinandi trúnaðarskjala í herstöð
í Írak . Þar hafði hann aðgang að tveimur
gagna grunnum og samskiptanetum Banda
ríkja stjórnar, Secret Internet Protocol Router
Network (SIPRNet) og Joint World wide
Intell egence Communications Systems
(JWICS) . SIPRNet er lýst sem hern aðar legri
útgáfu af internetinu og kom til sög unnar eftir
9/11 2001 til að „tengja saman punktana“
eins og sagt er, það er skapa gagnagrunn með
aðgangi stærri hóps en áður . Njóta nú um þrjár
milljónir Banda ríkjamanna öryggisvottunar
sem veitir þeim aðgang að þessu neti . Þennan
aðgang notaði Manning til að hala niður hinu
mikla efni sem síðan fór til WikiLeaks .
Miðað við öryggisreglur sem almennt
gilda um meðferð trúnaðarupplýsinga á
net i nu, eins og til dæmis aðgang að banka
reikn ingum, er ótrúlegt að ekki skuli betur
búið um hnúta við aðgang og niðurhal af
þessum gagnagrunni . Flestir hefðu fyrir
fram vænst þess að öryggisbjöllur tækju að
hringja ef einhver tæki að hala niður tugi
þúsunda skeyta úr gagnagrunninum .
Hinn 3 . mars 2011 sagði The Washington
Post að Bandaríkjaher hefði lagt fram ákæru
í 22 liðum á hendur Manning, þar á meðal
fyrir að „leggja óvininum lið“, en samkvæmt
þeirri lagagrein er unnt að dæma mann til
dauðarefsingar . Saksóknari tilkynnti verj
end um Mannings að hann mundi ekki
krefjast dauðadóms .